Enski boltinn

Barna­legir og hefðu getað kastað leiknum frá sér

„Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag.

Enski boltinn

„Þetta fé­lag mun aldrei deyja“

„Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag.

Enski boltinn

David Raya bjargaði stigi á Old Traf­ford

Eftir heldur leiðinlegan fyrri hálfleik þá lifnaði heldur betur yfir leik Manchester United og Arsenal í síðari hálfleik. Lokatölur á Old Trafford 1-1 en gestirnir geta þakkað markverði sínum David Raya fyrir stigið.

Enski boltinn

Son tryggði Spurs stig úr víti

Bournemouth kastaði frá sér tveggja marka forskoti og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Tottenham Hotspur í Lundúnum í dag, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Enski boltinn

„Slakir og hægir í fyrri hálf­leik“

Mohamed Salah skoraði deildarmörk númer 26 og 27 á leiktíðinni þegar Liverpool lagði botnlið Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Egyptinn sagði að Arne Slot, þjálfari Liverpool hafi verið allt annað en sáttur í hálfleik.

Enski boltinn

Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta

Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi.

Enski boltinn