Albumm

Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – djúsí stöff þessa vikuna
Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

Allar reglur um upptökur og aðferðir fóru út fyrir dyrnar
Dreamality er fyrsta plata listamannsins The Lost Orchestra. Platan er lögð upp sem ferðalag sem hefst á því að manneskja lognast út af yfir laginu Litla flugan og dreymir atburðarás sem hlustandinn upplifir í hljóðformi.

Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Færeyjar, Músíktilraunir og kvíði
Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

„Lagið var nánast tilbúið á klukkutíma“
Ekki fokkí mér er fyrsta smáskífan af solo plötu sem Ísidór sendir frá sér í vor. Lagið er hrátt og textinn einföld tjáning óþæginlegu ástandi. Ísidór er aðal taktsmiður og upptökustjóri Vill sem sendi frá sér plötuna Milljón Ár seinasta sumar, sem innihélt m.a. lögin Hata mig og 1000 Nætur feat. Agnes

„Vöndum okkur virkilega við valið á útgáfum“
Plötusnúðurinn Ali Demir stofnaði árið 2020 Distrakt Audio sem er „vinyl-only“ plötuútgáfufyrirtæki. Megináherslan er að para saman tónlistarmenn allstaðar að úr heiminum sem deila sömu ástríðu fyrir neðanjarðar, minimalískri hús tónlist. Efnið er svo gefið út á 12” vínyl plötu sniði.

Draumfarir gefa út lagð Kvíðinn
Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa dúóið Draumfarir en kapparnir voru að senda frá sér lagið Kvíðinn.

„Ég er hrikalega ánægður með plötuna“
Mavelus er listamannsnafn tónlistarmannsins Ástþórs Þórhallssonar en hann var að senda frá sér stuttskífuna Moberg.

Vonast til að styrkja tengslin milli Íslands og Færeyjar
Koyri heim er fyrsta lagið frá nýjustu plötu hinnar verðlaunuðu færeysku hljómsveit, Einangran. Hún samanstendur af Heiðrikur á Heygum og Leu Kampmann, sem eiga bæði sterkar rætur á Íslandi þar sem lagið var tekið upp með upptökustjóranum Janus Rasmussen (Kiasmos/Bloodgroup) og Sakaris Joensen (Sakaris/Boncyan) í hljóðverinu þeirra í Reykjavík.

Heitasta slúðrið í tónlistarbransanum!
Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

Lón snúa aftur með nýtt lag - Nostalgískur blær
LÓN snúa aftur með frábært nýtt lag sem nefnist Hold On. Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni.

Kúrekastemning og rólegheit þessa vikuna
Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

„Lífið tekur mann stundum í aðra átt“
Elektró pönk-rokk tvíeykið Monstra gefur út sitt annað lag Blossoming sem er eitt af lögunum af komandi EP plötu þeirra.

„Botnleðja hugsar sinn gang“
Botnleðja er ein helsta hljómsveit okkar Íslendinga en sveitin gerði allt vitlaust á tíunda áratugnum. Þéttari sveit er erfitt að finna en hana skipa Heiðar Heiðar Örn Kristjánsson, Ragnar Páll Steinsson og Haraldur Freyr Gíslason.

Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn
Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins.

Raddirnar öskra á okkur að stoppa
Nýlega kom út nýtt lag frá SONUR en lagið ber heitið, Moving Fast. Lagið fjallar um hvað allt er að líða svo hratt og að ef við höldum áfram að troða á móðir náttúru munum við ekki eiga mikinn tíma eftir á þessari jörðu.

Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Ný og mjúk tónlist
Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

Silfurtónar fá nýtt líf í Verbúðinni
Þjóðin er límd við imbakassann alla sunnudaga og horfir á vinsælustu sjónvarpsseríu okkar Íslendinga, Verbúðina. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir og er virkilega gaman að sjá hið Íslenska líf á níunda áratugnum. Höfundar þáttanna eru þau Nína Dögg Filippusdóttir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson en Mikael Torfason er meðhöfundur.

ANGELIC stimplar sig harkalega inn með fyrstu útgáfu sinni
Öfga Rokksveitin ANGELIC með nýtt myndband eftir Brand Patursson

LÓN og RAKEL gefa út lagið Runaway
Meðlimir LÓNS kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni.

„Átti engar bækistöðvar og fannst ræturnar alveg tvístraðar“
Tónskáldið, lagahöfundurinn og hljóðfæraleikarinn Sara Flindt eða ZAAR gefur frá sér tilfinningaríka og angurværa lagið Organize.

Síldarbáturinn „Stígandi“ sökk með Afa Atla um borð
Leitandi er önnur smáskífa Atla Arnarssonar af plötunni Stígandi sem er væntanleg seinna á árinu. Þema plötunnar er sjóslys sem gerðist árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk langt norður í hafi. 12 menn voru um borð og einn þeirra er afi Atla.

Gerði plötu í svefnherberginu
Guðlaugur Rúnar Pétursson eða einfaldlega GULLI er 19 ára gamall tónlistarmaður frá 108 Reykjavík.

„Þetta er soldið sagan þeirra“
MIMRA sendi frá sér lagið Easy to choose þann 19.janúar síðastliðinn. Lagið er sérstakt að því leyti að það var upprunalega samið sem leynileg brúðkaupsgjöf til vinkonu hennar.

Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Damon Albarn, Tiny og Berndsen
Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.

Grafin og geymd í bakgarði Eiríks Haukssonar
GasMask Man er eitt af dulnefnum fjöllistamannsins Bjarna Gauts sem hefur látið að sér kveða á ýmsum sviðum svo sem í uppistandi, skransölu, gjörningum, glæfraskap, áhættuleik og kvikmyndagerð svo lítið eitt sé nefnt… en við erum ekki hér til að tala um það.

Soffía Björg sendir frá sér Last Ride
Tónlistarkonan Soffía Björg var að senda frá sér lagið Last Ride sem er tekið af plötunni The Company You Keep sem kom út í október síðastliðinn.

Berndsen gefur út Maximum Emergency
Tónlistarmaðurinn og 80’s stjarnan Davíð Berndsen var að senda frá sér glænýtt og spikfeitt lag sem heitir Maximum Emergency.

„Ég trúi því að það sé ljós innra með okkur öllum“
Söngvarinn Ísak Morris var að gefa út sitt annað lag, You Light Up The Sky, sem mun vera á komandi plötu kappanns. Um er að ræða popplag með sterkum áhrifum frá áttunda áratugnum.

Sexý og dularfullt ástarlag
Birgir Örn (Bixxi) og Álfrún Kolbrúnardóttir (Alyria) voru að senda frá sér lagið I’ll wait. Fyrir skömmu sendu þau frá sér lagið I´m a scorpion sem hefur fengið glimrandi góðar viðtökur.

Þægilegra að sýna trúðslæti en sína réttu hlið
Ötula Indí tvíeikið Pale Moon sprettur nú fram með sína nýju smáskífu, Clown og er þetta sjötta lagið sem kemur út af þeirra væntanlegu breiðskífu sem kemur út síðar á árinu.