Viðskipti innlent

Víð­tækar vöruhækkanir eftir ára­mót

Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig.

Viðskipti innlent

Breytingar hjá Intellecta

Baldur Gísli Jónsson hefur verið ráðinn til Intellecta og tekið við sem yfirmaður mannauðsráðgjafar hjá fyrirtækinu. Þá er Sigríður Svava Sandholt nýr meðeigandi Intellecta.

Viðskipti innlent

Festa kaup á átta­tíu í­búðum fyrir eldra fólk

Leigufélag aldraðra og Brák íbúðafélag hafa komist að samkomulagi um að Brák kaupi öll þrjú fjölbýlishús Leigufélags aldraðra sem eru samtals 80 hagkvæmar leiguíbúðir fyrir eldra fólk. Með kaupunum er ætlunin að ná fram aukinni stærðarhagkvæmni og renna styrkari stoðum undir rekstur íbúðanna og áframhaldandi útleigu þeirra til tekju- og eignalægra eldra fólks.

Viðskipti innlent

Mis­tókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endur­greiddar

Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi Sæmarks, fær 20 milljónir ekki greiddar frá Elísabetu Erlu Dungal, fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Sigurður Gísli hélt því fram að um peningalán til hennar hafi verið að ræða, sem henni hafi borið að endurgreiða, en var ekki talinn hafa fært nægilegar sönnur fyrir því. 

Viðskipti innlent

Segir Við­skipta­ráð haldið þrá­hyggju

Formaður Bandalags Háskólamanna gefur lítið fyrir nýja úttekt Viðskiptaráðs Íslands á kjörum opinberra starfsmanna. Viðskiptaráð segir opinbera starfsmenn njóta að jafnaði nítján prósent betri kjara en starfsmenn á almennum markaði. 

Viðskipti innlent

Helgi þarf að greiða starfs­mönnunum milljónirnar 67

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna í Landsrétti. Starfsmennirnir stefndu Helga sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir höfðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent

Ari og Ágúst til Reita

Reitir fasteignafélag hefur ráðið tvo sérfræðinga til starfa, Ágúst Hilmarsson sem sérfræðing í greiningum á fjárfestingareignum og Ara Þorleifsson sem verkefnastjóra framkvæmda.

Viðskipti innlent

Til­nefningar til bestu ís­lensku vörumerkjanna

Búið er að tilnefna bestu íslensku vörumerkin fimmta árið í röð. Í tilkynningu kemur fram að viðurkenning verði veitt í fjórum flokkum í ár. Þeir eru fyrirtækjamarkaður, einstaklingsmarkaður, 50 eða fleiri starfsmenn, einstaklingsmarkaður, 49 eða færri starfsmenn og síðast vörumerki vinnustaðar.

Viðskipti innlent

Breytir gömlu heilsu­gæslunni í sex í­búðir

Hekla fasteignir hefur keypt fasteign að Drápuhlíð 14 til 16 þar sem áður var heilsugæsla. Félagið er í eigu forstjóra Heklu, Friðberts Friðbertssonar. Heilsugæslan flutti í Skógarhlíð sumarið 2023. Eignina keypti Friðbert af Reykjavíkurborg og ríkissjóði á um 341 milljón. 

Viðskipti innlent

Krafa upp á 650 milljónir varði ekki veru­lega hags­muni

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Frigusar II um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Frigus krafðist rúmlega 650 milljóna króna vegna þess að félagið fékk ekki að kaupa eignarhaldsfélagið Klakka, áður Exista, af Lindarhvoli. Hæstiréttur telur málið ekki varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni Frigusar.

Viðskipti innlent

Sam­skip fá á­heyrn Hæsta­réttar í sam­keppnis­málinu

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu.

Viðskipti innlent

Inn­lendir fram­leiðendur stundi sam­keppnis­hindranir

Innlendir framleiðendur stunda samkeppnishindranir með landbúnaðarvörur að mati Félags atvinnurekenda. Framleiðendur bjóði hæst í tollkvóta á búvörum til að halda uppi verði á eigin vörum. Dótturfélög sjái oftast um viðskiptin. Framkvæmdastjóri segir brýnt að stjórnvöld skerist í leikinn

Viðskipti innlent

Fjöl­miðlar á lands­byggðinni fá rúma milljón hver

Ellefu einkareknir, sstaðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fá úthlutað styrkjum frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu. Alls voru til úthlutunar 12,5 milljónir sem skiptast jafnt á milli allra miðla sem sóttu um og fær hver þeirra 1.136.363 krónur í sinn hlut.

Viðskipti innlent

Kapp kaupir banda­rískt fé­lag

Kapp ehf. hefur keypt meirihlutann í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með Kapp.

Viðskipti innlent

Álf­rún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu

Álfrún Pálsdóttir hefur tekið við starfi fagstjóra almannatengsla á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu. Álfrún mun leiða almannatengsl Íslandsstofu með áherslu á að efla og styrkja ímynd Íslands og íslenskra útflutningsgreina á erlendum mörkuðum í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagaðila.

Viðskipti innlent