Viðskipti innlent

Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til

Allir þrír staðirnir hérlendis sem skartað hafa hinni eftirsóttu Michelin-stjörnu halda stjörnunni milli ára. Tvær breytingar eru þó frá síðastu Michelin-vegahandbók en Óx hlaut græna stjörnu ásamt þeirri hefðbundnu og Hosiló bætist á lista yfir veitingastaði sem dekkjaframleiðandinn mælir með.

Viðskipti innlent

Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir

Tæpur helmingur sérbýla sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu kostar meira en 150 milljónir. Verð á sérbýlum hefur hækkað um átta prósent á milli ára á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um fimm prósent. Aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. 

Viðskipti innlent

Til­kynningum frá verslunareigendum um al­var­leg at­vik hafi fjölgað

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, segir markmið nýs átaks SVÞ, VR og LÍV gegn ofbeldi í garð verslunarfólks að ná utan um vandann og tryggja að allar verslanir séu með gott verklag og leiðbeiningar fyrir starfsfólk. Atvikum hafi farið fjölgandi og sum þeirra geti flokkast sem einelti eða kynferðisleg áreitni.

Viðskipti innlent

„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“

Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess.

Viðskipti innlent

Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til.

Viðskipti innlent

Veitinga­menn óttist að styggja em­bættis­menn

Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt.

Viðskipti innlent

Keyptu Björg­ólf strax út úr Heimum

Kaup Heima á Grósku ehf. af þeim Andra Sveinssyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og Birgi Má Ragnarssyni eru nú frágengin. Kaupverðið var greitt með hlutum í Heimum og þeir urðu stærstu hluthafar félagsins. Samhliða uppgjörinu keyptu þeir Andri og Birgir Már Björgólf Thor út úr Heimum, en þeir hafa verið kallaðir hægri og vinstri hönd hans.

Viðskipti innlent

Stólaleikur í Svörtu­loftum

Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Seðlabanka Íslands. Breytingar eru þó þess eðlis að enginn hættir og enginn nýr kemur til starfa, heldur skipta þrír stjórnendur aðeins um stóla.

Viðskipti innlent

Kjara­samningar undir­ritaðir fyrir nær allt launa­fólk

Kjarasamningar til ársins 2028 hafa verið undirritaðir fyrir nær allt launafólk bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði í yfirstandandi samningalotu sem hófst í febrúar 2024. Í heild er áætlað að gerðir hafi verið um 250 kjarasamningar í núverandi lotu. Á kjörskrám stéttarfélaganna voru um 189 þúsund manns.

Viðskipti innlent

Enn færri komast að í HR en vilja

Heildarfjöldi umsókna í Háskólann í Reykjavík, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4.400 og því á pari við aðsóknina fyrir haustönn 2024. Yfirfarnar umsóknir í ár eru þó eilítið færri, tæplega 2.800 en voru á sama tíma í fyrra tæplega 2.900.

Viðskipti innlent

Stór­fyrir­tæki flýi borgina vegna skatta

Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu leggja til að borgarstjórn samþykki að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026, þannig að tekjur borgarsjóðs af álögðum fasteignagjöldum hækki ekki milli áranna 2025 og 2026. Oddviti þeirra segir að mörg stærstu fyrirtæki landsins hafi flúið borgina undanfarin ár vegna hæstu fasteignaskatta á höfuðborgarsvæðinu.

Viðskipti innlent