Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Silkimjúk súpa fyrir sálina

Það er fátt betra en bragðgóð og nærandi súpa. Hér er á ferðinni silkimjúk kókós- og engifersúpa sem auðvelt er að aðlaga að eigin smekk. Fyrir þá sem vilja gera hana enn matmeiri má bæta við kjúklingi, rækjum, tófu, núðlum eða því sem hugurinn girnist.

Lífið
Fréttamynd

Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn?

Á undanförnum árum hafa svokallaðir smáhrifavaldar vakið sífellt meiri athygli í markaðsstarfi, bæði hér á landi og erlendis. Smáhrifavaldar hafa mun færri fylgjendur en stórir áhrifavaldar, en njóta oft meiri trúverðugleika og persónulegra tengsla við fylgjendur sína.

Lífið
Fréttamynd

Segir lýta­að­gerðir hennar leið til að eldast með reisn

Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir splunkunýtt og endurnýjað andlit sitt. Jenner sem er 69 ára virðist af mörgum nú vera á þrítugsaldri og segist hún í skýjunum með þessa róttæku breytingu.

Lífið
Fréttamynd

Kaupa glæsihús frænku Patriks

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, og kærasta hans, Friðþóra Sigurjónsdóttir pílateskennari, hafa fest kaup á 236 fermetra einbýlishúsi í Áslandshverfi í Hafnarfirði. Parið keypti húsið af móðursystur Patriks, Rut Helgadóttur og eiginmanni hennar Jóhanni Ögra Elvarssyni.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig eftir hand­tökuna

Það vakti gríðarlega athygli þegar rapparinn Lil Nas X var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um handtökuna í gær á Instagram síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Töluðu ís­lensku við mann­hafið

Það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar bandaríska hljómsveitin Smashing Pumpkins mætti á svið Laugardalshallar í gærkvöldi. Uppselt varð á tónleikana á fyrsta degi miðasölu í vetur og ljóst að mun færri komust að en vildu. 

Lífið
Fréttamynd

Fár­veik í París

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, er á ferðalagi um Frakkland með eiginmanni sínum, Ragnar Einarssyni, forstöðumanni færsluhirðingar hjá Landsbankanum. Linda segir að París hafi staðist allar væntingar þrátt fyrir veikindi hafi sett strik í reikninginn.

Lífið
Fréttamynd

Full­kominn brúð­kaups­dagur í sænskum kastala

„Dagurinn hefði ekki getað verið betri,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback sem gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. Blaðamaður ræddi við Daníel Óliver um stóra daginn.

Lífið
Fréttamynd

Skiptir stærðin raun­veru­lega máli?

Það er algeng mýta að stærra typpi sé ávísun á betra kynlíf. Typpastærð getur verið mikið áhyggjuefni hjá karlmönnum þar sem þeir óttast að standa sig ekki í stykkinu og fullnægja bólfélaga sínum. 

Lífið
Fréttamynd

Ber­brjósta og bleikhærðar með byltingu

Ásmundarsalur fylltis af lífi og lit þegar þrjár sýningar af dansverkinu Venus fóru fram við frábærar undirtektir núna í ágúst. Verkið, sem er eftir danshöfundana Önnu Guðrún Tómasdóttur og Bjarteyju Elínu Hauksdóttur,  þorir að ögra, ýkja og spyrja stórra spurninga um eðli kyns og líkama.

Lífið
Fréttamynd

Taum­laus gleði og stjörnum prýddir tón­leikar

Það ríkti sannkölluð hátíðarstemning í Hljómskálagarðinum þegar árlegir Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram. Gríðarlegur mannskari safnaðist saman og skemmti sér fram eftir kvöldi, þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið.

Lífið
Fréttamynd

Stór­stjörnur í mögu­legum ástarþríhyrningi

Leikkonan Zoe Kravitz er af mörgum talin ein fallegasta stjarna Hollywood og ber af sér einstaklega góðan þokka. Í dag er hún orðuð við tvo glæsilega herramenn, bresku poppstjörnuna Harry Styles og bandaríska hjartaknúsarann og leikarann Austin Butler. Spurningin er: Hvern er Zoe Kravitz að deita? 

Lífið
Fréttamynd

Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell

Björgvin Franz Gíslason leikari var að hjóla eftir hjólastíg þegar bíll bakkaði næstum á hann. Hann náði að forða sér undan bílnum en flaug af hjólinu, skall á jörðinni og úlnliðsbrotnaði. Björgvin mun því þurfa að leika Elsu Lund í fatla í vetur.

Lífið
Fréttamynd

Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður bar­áttuna

Patrekur Jaime hefur verið edrú í um tvö ár eftir að hafa séð sjálfan sig drukkinn í sjónvarpsþáttunum Æði. Hann styður Gleðigönguna en segir hana ekki vera vettvang fyrir sig og honum hafi liðið eins og í dýragarði í eina skiptið sem hann tók þátt í henni.

Lífið
Fréttamynd

Ein­býlis­hús með mögu­leika á maka­skiptum

Við Fagraberg í Hafnarfirði er til sölu glæsilegt einbýlishús sem var byggt árið 1985. Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að núverandi eigendur séu í leit að minni eign og makaskiptum. Ásett verð er 179,9 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Dansinn dunaði á Menningar­nótt

Það var líf og fjör á Laugaveginum þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í alvöru götudanspartý fyrir utan verslun sína á Menningarnótt um liðna helgi. Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu á meðan gestir og gangandi dönsuðu og tóku virkan þátt í gleðinni.

Lífið
Fréttamynd

Lil Nas X laus gegn tryggingu

Bandaríska rapparanum Lil Nas X hefur verið sleppt úr fangelsi gegn 75 þúsund dala tryggingu sem samsvarar rúmlega níu milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

„Blessaður, þú ert með heila­æxli“

„Ég er alls ekki að leitast eftir vorkunn heldur langar mig bara að vekja athygli á því að fólk þarf að finna sínar leiðir og ég fann mína,“ segir Atli Þór Sigurðsson sem var að gefa út plötuna Heilakvel. Atli greindist með heilaæxli í fyrra og syngur um reynsluna.

Lífið