Veiði

Minnkandi veiði í Elliðaánum

Veiðin í Elliðáánum hefur dalað mikið undanfarna daga. Gærdagurinn var sá lakasti síðan veiði á ánum hófst fyrir rúmum mánuði síðan. Á morgunvaktinni í gær var fimm löxum landað en eftir hádegi kom aðeins einn lax á land. Heildarveiðin stóð því í 626 löxum í gærkvöldi.

Veiði

Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði

Veiði í Selá í Vopnafirði hefur verið frábær það sem af er sumri. Síðasta vika skilaði 228 löxum, hvorki meira né minna og Selá því hástökkvari vikunnar. Því til viðbótar skilaði áin metlaxi í vikunni þegar Árni Baldursson landaði yfir 30 punda laxi úr Skipahyl.

Veiði

Elliðaárnar yfir 600 laxa

Veiðin í Elliðaánum fór yfir 600 laxa á morgunvaktinni í gær. Dálítið hefur hægt á veiðinni síðari hluta júlímánaðar eftir frábært gengi fram að því.

Veiði

Laxveiði hrynur í Þjórsá

Laxveiði í Þjórsá er einungis um 25 prósent af því sem hún var í fyrra. Sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun segir erfitt að benda á hvað valdi þessu. Hafa verði í huga að alls staðar virðist veiði vera í slöku meðallagi.

Veiði

Skæður í urriða og jafnvel lax

Kötturinn hefur verið að gera það gott í Veiðivötnum undanfarið líkt og síðustu ár. Þessi fluga er góð í urriða og sjóbirting en hefur einnig gengið víða vel í lax.

Veiði

Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi

Í morgun veiddi hinn landsþekkti veiðmaður Árni Baldursson 109 sentímetra hæng í Skipahyl sem er um 15 kílómetra frá sjó. Árni segir laxinn vera þann stærsta sem hann hefur séð hér á landi og sennilega er þetta stærsti lax sem veiðst hefur í Selá í sögu þessarar rómuðu perlu.

Veiði

Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá!

Bráðabirgðaniðurstöður benda til að þessi lax hafi verið merktur í laxastiganum í Lagarfljóti 21. september 2011. Þar með hefur hann farið aftur til sjávar og gengið svo í Breiðdalsá. Það má bæta því við að laxinn lítur út fyrir að vera úr gönguseiðasleppingu og hugsanlega úr sleppingu í Jöklu eða Breiðdalsá en verið að kíkja inn í Lagarfljótið er hann náðist og var merktur.

Veiði

Mikið um stórlax í Hofsá

Veiði í Hofsá hefur verið með ágætum það sem af er. Í gærkvöldi höfðu 212 laxar komið á land og hefur hlutfall tveggja ára laxa verið hátt. Veiðivísir náði tali af staðarhaldanum.

Veiði

Ekki sá stærsti í fjóra áratugi

110 sentímetra laxinn sem veiddist í Laxá í Aðaldal 11. júlí var ekki sá stærsti sem veiðst hefur síðustu fjóra áratugi. Nokkur dæmi eru um stærri laxa á undanförnum árum.

Veiði

Um 43 prósenta minni laxveiði

Laxveiðin í síðustu viku var 43 prósentum lakari en á sama tímabili í fyrra. Núna var veiðin 1.952 laxar samanborið við 3.415 í fyrra. Þetta kemur fram í pistli Þorsteins Þorsteinssonar, frá Skálpastöðum í Lundareykjardal, á vef Landssambands veiðifélaga.

Veiði