Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Skagamenn eru spenntir fyrir því að byrja að spila heimaleiki sína í Bónus-deildinni í körfubolta í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Jaðarsbakka á Akranesi. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, kvaddi gamla salinn við Vesturgötu í beinni útsendingu á föstudagskvöld eftir draumaendi ÍA. Körfubolti 26.10.2025 21:45
Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Martin Hermannsson var í stóru hlutverki í kvöld þegar Alba Berlín vann frábæran sigur gegn meisturum Bayern München í þýsku 1. deildinni í körfubolta, fyrir framan 12.189 áhorfendur í Berlín. Körfubolti 26.10.2025 19:03
Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Tryggvi Snær Hlinason var ásamt Slóvenanum Martin Krampelj með flesta framlagspunkta fyrir Bilbao Basket í tíu stiga sigri gegn Andorra í kvöld, 81-71, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Körfubolti 26.10.2025 18:26
Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Nýliðar ÍA gerðu sér lítið fyrir og skelltu Álftnesingum, 76-74, í Bónus deild karla í kvöld. Körfubolti 24.10.2025 18:47
Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum ÍR gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Stjörnunnar, 91-93, er liðin mættust í Bónus-deild karla í kvöld. Körfubolti 24.10.2025 18:17
„Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Körfubolti 24.10.2025 14:09
Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Enginn hefur þjálfað íslenskt körfuboltalandslið eins lengi og Kanadamaðurinn Craig Pedersen sem eftir að hafa stýrt karlalandsliðinu í ellefu ár hefur nú skrifað undir samning sem gildir til ársins 2029. Hann segist enn eiga verki ólokið. Körfubolti 24.10.2025 11:01
Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. Körfubolti 24.10.2025 10:01
Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Damon Jones, fyrrverandi NBA-leikmaður til ellefu ára, er í hópi þeirra 34 manna sem bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók eftir rannsókn á íþróttaveðmálum og pókerstarfsemi tengdri mafíunni. Körfubolti 24.10.2025 08:32
Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. Körfubolti 24.10.2025 08:02
Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Keflvíkingar frumsýndu nýjan erlendan leikmann og unnu öryggan sigur á nýliðum Ármanns, 107-94, í Laugadalshöllinni í Bónus deild kala í körfubolta í kvöld. Körfubolti 23.10.2025 18:33
Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn nýliðum Ármanns í kvöld 4. umferð Bónus deildar karla. Hann segir að leikurinn hafi verið krefjandi en hann fagni því að geta farið með sigur af hólmi geng kraftmiklu liði Ármanns. Leiknum lauk með 94-107 sigri Keflvíkinga. Körfubolti 23.10.2025 22:37
Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Valsmenn lögðu Þór frá Þorlákshöfn í tvíframlengdum trylli í 4. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik. Ladarien Griffin tryggði Val sigurinn þegar skammt var eftir af annarri framlengingu leiksins. Þór á eftir að vinna leik í vetur og sitja á botni deildarinnar. Körfubolti 23.10.2025 18:33
Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Njarðvíkingar minntu á sig með frábærum 98-90 sigri á Tindastól í Njarðvík í kvöld. Stólarnir höfðu unnið alla deildarleiki sína í vetur en töpuðu nú öðrum leiknum í röð eftir slæmt tap í Evrópukeppninni fyrr í vikunni. Körfubolti 23.10.2025 18:32
Átti sumar engu öðru líkt Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en önnur lið í deildinni ættu að óttast uppfærðu útgáfuna af geimverunni Wemby ef marka má hans fyrsta leik á nýju tímabili. Körfubolti 23.10.2025 21:32
„Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Grindavík vann tæpan sigur á KR í Bónus-deild karla í kvöld, 78-77, en Arnór Tristan Helgason tryggði Grindavík sigurinn í lokin með laglegu einstaklingsframtaki. Körfubolti 23.10.2025 21:22
Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Arnór Tristan Helgason tryggði vængbrotnu Grindavíkurliði eins stigs sigur á KR, 78-77, í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík missti DeAndre Kane út fyrir leik og Khalil Shabazz meiddan af velli í fyrri hálfleik en tókst samt að landa sigri. Körfubolti 23.10.2025 18:33
Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir FBI handtók tvo menn úr NBA-deildinni í dag. Tengsl við mafíuna eru á meðal sakargifta. Körfubolti 23.10.2025 13:27
Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla AJ Dybantsa er nafn sem körfuboltaáhugafólk mun örugglega heyra meira af í framtíðinni en það er búist við því að NBA-liðin keppi um hann í nýliðavalinu næsta sumar. Körfubolti 23.10.2025 06:30
Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Valskonur voru sterkari á lokakaflanum í kvöld og tryggðu sér nauman þriggja sigur á Tindastól, 78-75, í fjórðu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 22.10.2025 21:12
Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Elvar Már Friðriksson mætti sínum gömlu félögum frá Grikklandi í Evrópubikarkeppnni í kvöld og varð að sætta sig við tap eftir æsispennandi framlengdan leik. Körfubolti 22.10.2025 21:03
Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Keflavík vann Hauka í stórleik 4. umferð Bónus deildar kvenna. Heimakonur settu tóninn í fyrsta leikhluta og voru með forystuna allan leikinn þrátt fyrir áhlaup Hauka. Keflavík vann að lokum 94-84. Körfubolti 22.10.2025 18:31
Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna. Körfubolti 22.10.2025 17:31
Pedersen með landsliðið til 2029 KKÍ hefur endurnýjað samning Craigs Pedersen sem landsliðsþjálfara karla í körfubolta til fjögurra ára. Enginn hefur þjálfað íslenskt landslið lengur en Kanadamaðurinn sem stýrði liðinu á EM í haust. Körfubolti 22.10.2025 14:09