Erlent

Auka njósnir og eftir­lit á Græn­landi

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“.

Erlent

Misstu aðra her­þotu í sjóinn

Áhöfn bandaríska flugmóðurskipsins USS Harry S. Truman hefur misst tvær herþotur í sjóinn á rúmri viku. F/A-18 Super Hornet orrustuþota féll í Rauðahafið í gær, strax eftir lendingu en tveir sem voru um borð í þotunni þurftu að skjóta sér úr henni og var þeim bjargað úr sjónum.

Erlent

Segjast hafa skotið niður ind­verskar her­þotur

Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum.

Erlent

Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“

Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“

Erlent

Merz náði kjöri í annarri til­raun

Þýska þingið staðfesti kjör Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem næsta kanslara Þýskalands. Merz beið niðurlægjandi og sögulegan ósigur þegar þingið greiddi fyrst atkvæði um tilnefningu hans í morgun.

Erlent

Niður­lægjandi fyrir Merz og AfD krefst þing­kosninga á ný

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný.

Erlent

Kardinálarnir læstir inni á morgun

Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn.

Erlent

Náði ekki kjöri í sögu­legri at­kvæða­greiðslu

Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu.

Erlent

Fækkar her­foringjum um fimmtung

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent.

Erlent

Lokuðu flug­völlum í Moskvu vegna dróna

Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa þurft að loka flugvöllum í Moskvu í nokkrar klukkustundir vegna drónaárása Úkraínumanna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 105 dróna hafa verið skotna niður í nótt, víðsvegar yfir Rússlandi.

Erlent

„Á­standið er að versna“

Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða.

Erlent

Í­búar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, boðar „nýjar og harðari“ aðgerðir á Gaza með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum. Stjórnvöld í Ísrael höfðu þegar boðað stórsókn á Gasa en ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Í myndbandi sem forsætisráðherrann birtir á samfélagsmiðlum nú síðdegis bætir hann í og segir meðal annars að íbúar Gasa verði fluttir burt „í þágu eigin öryggis.“

Erlent

Ráð­herra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa

Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“.

Erlent

Á­rásar­maðurinn í Upp­sölum hand­tekinn

Maður sem talinn er hafa skotið þrjá til bana í miðborg Uppsala í Svíþjóð síðasta þriðjudag hefur verið handtekinn. Lögregla segir að grunur sé um að árásin hafi tengst erjum tveggja glæpaklíka í borginni.

Erlent

Komu naum­lega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bret­landi

Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran.

Erlent

Með bæði betri og fleiri vopn en síðast

Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt.

Erlent

Ætla að her­nema Gasaströndina

Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu.

Erlent

Segir réttarríkið standa í vegi sínum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum.

Erlent

Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim

Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim.

Erlent