Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Þingfundi Alþingis var ítrekað verið frestað í dag en hófst hann loks á fjórða tímanum. Varaforsetar þingsins hafa skiptust á að mæta í stól forsetans og tilkynna hverja frestunina á fætur annarri. Innlent 12.7.2025 15:59
Dettifoss nálgast endamarkið Flutningaskipið Dettifoss, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, nálgast nú landið dregið áfram af varðskipinu Freyja í eigu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.7.2025 15:48
Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta. Innlent 12.7.2025 15:07
Mennirnir enn í haldi lögreglu Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu eftir að skoti var hleypt af á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Allir eru enn í haldi lögreglu en enginn slasaðist. Innlent 12.7.2025 12:03
Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Formaður atvinnuveganefndar Alþingis kveðst bjartsýnn á að greidd verði atkvæði um veiðigjaldafrumvarpið í dag en þriðja umræða hófst í dag eftir sögulega beitingu 71. greinar þingskapalaga í gær. Innlent 12.7.2025 11:59
Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Þriðja umræðan um frumvarp atvinnuvegaráðherra hefst í dag eftir að 71. grein þingskapalaga var beitt í gær til að ljúka annarri umræðu. Frumvarpið fór fyrir atvinnuveganefnd í gær sem leggur til að veiðigjöldin verði innleidd í skrefum. Innlent 12.7.2025 10:07
Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjötugasta og fyrsta grein þingskaparlaga er vafalaust umtalaðasta lagaákvæðið á Íslandi þessa stundina. Beiting greinarinnar felst í því að forseti Alþingis getur annars vegar sett þinginu tímamörk á ræðutíma í umræðum um ákveðið mál eða lagt til a umræðum verði hætt og gengið strax til atkvæðagreiðslu. Innlent 12.7.2025 10:01
Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Farþegi bifhjóls er þungt haldinn eftir árekstur hjólsins við fólksbíl. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 12.7.2025 07:50
Einn handtekinn eftir stunguárás Einstaklingur var stunginn með eggvopni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt. Einn var handtekinn á vettvangi og er málið í rannsókn. Innlent 12.7.2025 07:27
Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fimm manns eftir að hleypt var af skotvopni í hótelherbergi í Reykjavík. Innlent 12.7.2025 07:06
„Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Gunnar Smári Egilsson segist hvergi hafa komið nálægt samræði Karls Héðins Kristjánssonar, ritara framkvæmdarstjórnar Sósíaliflokksins, við barnunga stúlku árið 2017. Karl haldi áfram linnulausri rógsherferð sinni og máli sjálfan sig upp sem fórnarlamb í sögunni. Innlent 12.7.2025 00:21
Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sérsveitin lokaði af Tryggvagötu í stórri lögregluaðgerð upp úr ellefuleytinu í kvöld. Aðgerðinni lauk með því að maður var leiddur í járnum út úr Svörtu perlunni að Tryggvagötu 18. Innlent 12.7.2025 00:16
Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. Innlent 11.7.2025 21:46
Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Karl Héðinn Kristjánsson, ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur greint frá því að hann hafi átt í ástarsambandi við sextán ára stúlku í sumarbúðum Pírata árið 2017 þegar hann var sjálfur 22 ára. Málið varð til þess að hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata. Innlent 11.7.2025 20:17
„Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spáir því að þingmeirihlutinn muni á morgun leggja fram breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu. Meirihlutinn muni gera það vegna þess að hann viti það innst inni í hjarta sér að frumvarpið sé ekki gott. Innlent 11.7.2025 20:07
Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar er ekki bara forstöðumaður því hann tekur oft gítarinn sinn með sér í vinnuna og spilar þá og syngur fyrir gesti laugarinnar. Mikil ánægja er með framtakið. Innlent 11.7.2025 20:05
Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Söguleg tíðindi urðu á Alþingi í dag þegar þingforseti tilkynnti að hún hygðist stöðva 2. umræðu um veiðigjöldin. Umræðan hefur staðið yfir í rúman mánuð. Við förum yfir atburðarrás dagsins, kryfjum kjarnorkuákvæðið svokallaða með stjórnmálafræðingi og fáum formann Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformann Viðreisnar í settið. Innlent 11.7.2025 18:13
Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Árekstur varð milli bíls og vespu á gatnamótum Dalshrauns og Hafnarfjarðarvegs um fimmleytið í dag. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á spítala en ástand þeirra liggur ekki fyrir. Innlent 11.7.2025 17:28
Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis. Innlent 11.7.2025 17:04
Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Varðskipið Þór er væntanlegt til landsins í næstu viku eftir að hafa verið í slipp í Noregi í rúman mánuð. Innlent 11.7.2025 16:20
Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. Innlent 11.7.2025 16:08
Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu. Innlent 11.7.2025 14:52
Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. Innlent 11.7.2025 14:21
Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Lögreglan á Vesturlandi er með slys sem varð í rennibrautinni í Stykkishólmi um miðja síðustu viku til rannsóknar. Börn voru þar að leik og var ungur drengur fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Innlent 11.7.2025 14:04