„Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð. Innlent 18.4.2025 22:01
Stígvél og tækniframfarir Forstjóri RARIK segir að fyrirtækið sé að upplifa mestu tækniframfarir frá því að stígvélin voru fundin upp með gervigreindinni, sem nýtist vel við stýringu á kerfum fyrirtækisins og þjónustu við viðskiptavini. Hjá RARIK starfa um 220 manns á 19 starfsstöðvum út um allt land. Innlent 18.4.2025 20:37
Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta dósent við Columbia-háskóla. Innlent 18.4.2025 18:23
„Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent 18.4.2025 14:57
„Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Fjórtán prósenta aukning er á nýjum leigusamningum á milli ára en rúmlega 4500 nýir samningar hafa verið teknir í gildi á fyrsta ársfjórðungi. Flesta íbúðir í eigu stórtæktra íbúðareigenda á höfuðborgarsvæðinu má finna í Reykjavík en þar er jafnframt lægra leiguverð. Innlent 18.4.2025 10:33
Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Lögreglan aðhafðist í miðborginni eftir að tilkynnt var um þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um vasaþjófnað. Fannst einn þeirra þegar lögregla kom á vettvang og reyndist vera með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Hinn grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Innlent 18.4.2025 07:36
Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi tugi, jafnvel hundruð barna vekja hjá sér ugg. Innlent 17.4.2025 23:44
Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára. Innlent 17.4.2025 22:27
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. Innlent 17.4.2025 20:55
Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Selfyssingar hafa nú eignast sitt eigið menningarhús en það er 73 ára gömul grænmetis- og kartöflugeymsla, sem hefur verið breytt í glæsilegt húsnæði undir fjölbreytt menningarstarf. Magnús Hlynur var viðstaddur formlega opnun hússins. Innlent 17.4.2025 20:54
Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. Innlent 17.4.2025 19:14
Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi jafnvel hundruð barna vera áhyggjuefni. Innlent 17.4.2025 18:26
Háværar framkvæmdir stöðvaðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði tvisvar sinnum í dag afskipti af einstaklingum vegna háværra framkvæmda. Sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir eru lögum samkvæmt bannaðar á helgidögum. Innlent 17.4.2025 18:01
Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Innlent 17.4.2025 16:24
Rannsaka ólöglegt fiskeldi Matvælastofnun hefur til rannsóknar ólöglegt fiskeldi á Suðurlandi á vegum veiðifélags sem elur villt seiði. Innlent 17.4.2025 16:16
Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. Innlent 17.4.2025 14:32
Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur skilað inn umsögn um stóra vöruskemmu við Álfabakka. Þar er greint frá áhyggjum um stöðugan hávaða frá svæðinu, mengun og auknum umferðaþunga. Innlent 17.4.2025 14:01
Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Við ræðum við framkvæmdastýru athvarfsins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára. Innlent 17.4.2025 11:52
Einhleypir karlmenn standa verst Nær 85 prósent landsmanna segjast ánægðir með líf sitt sem er nokkuð hærra hlutfall en fyrir áratug. Tæplega 7 prósent mælast óánægðir og nær 9 prósent hvorki ánægðir né óánægðir. Innlent 17.4.2025 11:30
Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. Innlent 17.4.2025 09:20
Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. Innlent 17.4.2025 09:19
Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Lögregla stöðvaði mann sem er sagður hafa verið með fíkniefni meðferðis og ókleift að sýna fram á hver hann væri. Grunar lögregla hann um sölu og dreifingu fíkniefna og tengsl við skipulagða brotastarfsemi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 17.4.2025 07:56
Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Samtökin Reiðhjólabændur sinna nú árlegri hjólasöfnun sem þau svo gefa til þeirra sem ekki hafa efni á því að kaupa sér hjól. Þegar hafa þau safnað 500 hjólum en söfnunin er í gangi út apríl. Reiðhjólabændur auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við að laga hjólin sem eru gefin. Innlent 17.4.2025 07:02
„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. Innlent 16.4.2025 23:50
Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Maðurinn sem lést í Garðabæ á mánudaginn hét Hans Roland Löf og var fæddur árið 1945. Gæsluvarðhald yfir dóttur mannsins var í dag framlengt um þrjár vikur. Innlent 16.4.2025 22:48