Fréttir Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Umboðsmanni Alþingis hefur borist kvörtun frá lögmanni dýraverndunarsamtaka vegna stjórnsýslu í tengslum við blóðmerahald á Íslandi. Lögmaðurinn segir að hér ríki algjört úrræðaleysi þegar upp koma mál sem varða illa meðferð á dýrum. Innlent 12.11.2024 12:54 Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Rússneskur dómstóll hafnaði í gær áfrýjunarkröfu 32 ára konu sem dæmd var fyrir landráð í sumar. Ksenia Karelina var dæmd til tólf ára fangelsisvistar fyrir að gefa tæpar sjö þúsund krónur til góðgerðafélags fyrir Úkraínumenn, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 12.11.2024 12:12 Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kristján Markús Sívarsson hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og vörslu og vopna og fíkniefna. Konunni sem varð fyrir árásinni voru dæmdar 800 þúsund krónur í miskabætur en hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila. Innlent 12.11.2024 12:03 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. Innlent 12.11.2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. Innlent 12.11.2024 11:40 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Innlent 12.11.2024 11:22 Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. Erlent 12.11.2024 11:20 Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. Veður 12.11.2024 10:57 Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. Erlent 12.11.2024 10:27 Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“. Innlent 12.11.2024 10:25 Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Innlent 12.11.2024 10:24 Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sundlaugin í Grindavík hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokuð síðasta rúma árið vegna eldsumbrota og lokunar bæjarins. Fyrsti dagur opnunarinnar var í gær. Innlent 12.11.2024 10:15 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. Erlent 12.11.2024 09:51 Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Hlutfall fólks sem á það til að lesa skilaboð við akstur lækkar úr 40,1 prósent í 35,8 prósent á milli ára. Hlutfall þeirra sem á það til að skrifa skilaboð við akstur lækkar úr 31,8 prósent í 27,7 prósent. Innlent 12.11.2024 09:02 Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Um það bil 75 prósent þolenda kynferðisofbeldis á Englandi og í Wales segja meðferð lögreglu á máli þeirra hafa valdið þeim andlegum skaða. Aðeins einn af hverjum tíu þolendum segist myndu tilkynna mál sitt að fenginni reynslu. Erlent 12.11.2024 08:36 Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi víða með rigningu framan af degi en síðan skúrum en norðaustan- og austanlands verði allhvöss suðvestanátt og bjartviðri. Veður 12.11.2024 07:11 „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, sagði í gær að „ákveðinn árangur“ hefði náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon. Talsmenn Hezbollah staðfesta að viðræður eigi sér stað en segja engar ákveðnar tillögur liggja fyrir að svo stöddu. Erlent 12.11.2024 06:59 Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Vegurinn í Ísafjarðardjúpi lokaðist í nótt eftir að áin Rjúkandi í Hestfirði flæddi yfir veginn. Einnig féll aurskriða yfir veginn í sama firði, með þeim afleiðingum að nokkrir ökumenn komust ekki leiða sinna. Innlent 12.11.2024 06:38 Fjórir handteknir í tengslum við rán Fjórir voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt í tengslum við rán. Nokkrum var hins vegar sleppt eftir skamma stund en málið er í rannsókn. Innlent 12.11.2024 06:11 Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Rétt eftir klukkan ellefu í kvöld mældist hitinn á Akureyri í 22,3 gráðum og það um miðjan nóvember. Klukkan tíu var talan 21,4 gráður, og klukkutíma áður einni gráðu lægri. Veður 11.11.2024 23:24 Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, segir það hafa verið nauðsynlegt að fletja kúrfuna í upphafi Covid-faraldurs. Ísland komi vel út í rannsóknum á umframdauðsföllum og sóttvarnaraðgerðir hafi verið síst meiri hérlendis en annars staðar. Innlent 11.11.2024 22:02 Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Vegurinn að gangamunna Dýrafjarðarganga lokaður vegna aurskriðu. Einn bíll var á ferðinni og festist í aurnum, en ökumaður sem var einn í bílnum slasaðist ekki. Innlent 11.11.2024 21:31 Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hópur indverskra ferðamanna, sem fjallað hefur verið um að hafi valdið miklu fjaðrafoki með framferði sínu í Staðarskála í gær, var mættur á veitingastað í Reykjavík í gærkvöldi og olli ekki síður miklum usla. Innlent 11.11.2024 21:21 Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum. Innlent 11.11.2024 20:05 Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Dómsmálaráðherra segir að fyrrverandi félagsmálaráðherra hafi enn ekki svarað hvaða upplýsingar hann hafði sem kröfðust þess að stöðva ætti brottför fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu úr landi í haust. Hún er ósátt við niðurstöðu málsins. Innlent 11.11.2024 19:46 Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að hann hafi sakað blaðamenn um að standa í hlerunum sem beindust að syni hans, Gunnari Bergmann Jónssyni. Hann setur þó spurningamerki við vinnubrögð blaðamanna. Innlent 11.11.2024 19:45 „Gæsahúð, án gríns“ Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag. Innlent 11.11.2024 19:02 Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Sonur Jóns Gunnarssonar á að hafa sagt á upptöku að faðir sinn hafi tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir að komast í aðstöðu til að veita veiðileyfi til Hvals hf. Þá hafi hann sagt að utanríkisráðherra muni undirrita útgáfu leyfisins vegna hagsmunatengsla forsætisráðherra. Innlent 11.11.2024 18:16 Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Ísraelskt njósnafyrirtæki sendi leynilegar upptökur á íslenska fjölmiðla. Jón Gunnarsson svarar fyrir málið í myndveri. Innlent 11.11.2024 18:11 Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í þágu rannsóknar á alvarlegum ofbeldisbrotum. Innlent 11.11.2024 17:12 « ‹ 80 81 82 83 84 85 86 87 88 … 334 ›
Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Umboðsmanni Alþingis hefur borist kvörtun frá lögmanni dýraverndunarsamtaka vegna stjórnsýslu í tengslum við blóðmerahald á Íslandi. Lögmaðurinn segir að hér ríki algjört úrræðaleysi þegar upp koma mál sem varða illa meðferð á dýrum. Innlent 12.11.2024 12:54
Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Rússneskur dómstóll hafnaði í gær áfrýjunarkröfu 32 ára konu sem dæmd var fyrir landráð í sumar. Ksenia Karelina var dæmd til tólf ára fangelsisvistar fyrir að gefa tæpar sjö þúsund krónur til góðgerðafélags fyrir Úkraínumenn, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 12.11.2024 12:12
Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kristján Markús Sívarsson hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og vörslu og vopna og fíkniefna. Konunni sem varð fyrir árásinni voru dæmdar 800 þúsund krónur í miskabætur en hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila. Innlent 12.11.2024 12:03
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. Innlent 12.11.2024 12:02
Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. Innlent 12.11.2024 11:40
Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Innlent 12.11.2024 11:22
Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. Erlent 12.11.2024 11:20
Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. Veður 12.11.2024 10:57
Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. Erlent 12.11.2024 10:27
Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“. Innlent 12.11.2024 10:25
Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Innlent 12.11.2024 10:24
Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sundlaugin í Grindavík hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokuð síðasta rúma árið vegna eldsumbrota og lokunar bæjarins. Fyrsti dagur opnunarinnar var í gær. Innlent 12.11.2024 10:15
Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. Erlent 12.11.2024 09:51
Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Hlutfall fólks sem á það til að lesa skilaboð við akstur lækkar úr 40,1 prósent í 35,8 prósent á milli ára. Hlutfall þeirra sem á það til að skrifa skilaboð við akstur lækkar úr 31,8 prósent í 27,7 prósent. Innlent 12.11.2024 09:02
Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Um það bil 75 prósent þolenda kynferðisofbeldis á Englandi og í Wales segja meðferð lögreglu á máli þeirra hafa valdið þeim andlegum skaða. Aðeins einn af hverjum tíu þolendum segist myndu tilkynna mál sitt að fenginni reynslu. Erlent 12.11.2024 08:36
Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi víða með rigningu framan af degi en síðan skúrum en norðaustan- og austanlands verði allhvöss suðvestanátt og bjartviðri. Veður 12.11.2024 07:11
„Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, sagði í gær að „ákveðinn árangur“ hefði náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon. Talsmenn Hezbollah staðfesta að viðræður eigi sér stað en segja engar ákveðnar tillögur liggja fyrir að svo stöddu. Erlent 12.11.2024 06:59
Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Vegurinn í Ísafjarðardjúpi lokaðist í nótt eftir að áin Rjúkandi í Hestfirði flæddi yfir veginn. Einnig féll aurskriða yfir veginn í sama firði, með þeim afleiðingum að nokkrir ökumenn komust ekki leiða sinna. Innlent 12.11.2024 06:38
Fjórir handteknir í tengslum við rán Fjórir voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt í tengslum við rán. Nokkrum var hins vegar sleppt eftir skamma stund en málið er í rannsókn. Innlent 12.11.2024 06:11
Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Rétt eftir klukkan ellefu í kvöld mældist hitinn á Akureyri í 22,3 gráðum og það um miðjan nóvember. Klukkan tíu var talan 21,4 gráður, og klukkutíma áður einni gráðu lægri. Veður 11.11.2024 23:24
Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, segir það hafa verið nauðsynlegt að fletja kúrfuna í upphafi Covid-faraldurs. Ísland komi vel út í rannsóknum á umframdauðsföllum og sóttvarnaraðgerðir hafi verið síst meiri hérlendis en annars staðar. Innlent 11.11.2024 22:02
Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Vegurinn að gangamunna Dýrafjarðarganga lokaður vegna aurskriðu. Einn bíll var á ferðinni og festist í aurnum, en ökumaður sem var einn í bílnum slasaðist ekki. Innlent 11.11.2024 21:31
Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hópur indverskra ferðamanna, sem fjallað hefur verið um að hafi valdið miklu fjaðrafoki með framferði sínu í Staðarskála í gær, var mættur á veitingastað í Reykjavík í gærkvöldi og olli ekki síður miklum usla. Innlent 11.11.2024 21:21
Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum. Innlent 11.11.2024 20:05
Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Dómsmálaráðherra segir að fyrrverandi félagsmálaráðherra hafi enn ekki svarað hvaða upplýsingar hann hafði sem kröfðust þess að stöðva ætti brottför fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu úr landi í haust. Hún er ósátt við niðurstöðu málsins. Innlent 11.11.2024 19:46
Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að hann hafi sakað blaðamenn um að standa í hlerunum sem beindust að syni hans, Gunnari Bergmann Jónssyni. Hann setur þó spurningamerki við vinnubrögð blaðamanna. Innlent 11.11.2024 19:45
„Gæsahúð, án gríns“ Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag. Innlent 11.11.2024 19:02
Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Sonur Jóns Gunnarssonar á að hafa sagt á upptöku að faðir sinn hafi tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir að komast í aðstöðu til að veita veiðileyfi til Hvals hf. Þá hafi hann sagt að utanríkisráðherra muni undirrita útgáfu leyfisins vegna hagsmunatengsla forsætisráðherra. Innlent 11.11.2024 18:16
Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Ísraelskt njósnafyrirtæki sendi leynilegar upptökur á íslenska fjölmiðla. Jón Gunnarsson svarar fyrir málið í myndveri. Innlent 11.11.2024 18:11
Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í þágu rannsóknar á alvarlegum ofbeldisbrotum. Innlent 11.11.2024 17:12