Fréttir Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. Erlent 6.8.2025 15:32 Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Vallarstarfsmaður Golfklúbbs Þorlákshafnar varð fyrir golfbolta í gær. Höggið mun hafa verið þungt, og lent örskammt frá höfði starfsmannsins. Innlent 6.8.2025 15:13 Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Tveggja bíla árekstur varð við afleggjarann að Vallabæjum austan við Kirkjubæjarklaustur upp úr hádegi í dag. Meiðsl á fólki eru minniháttar en miklar skemmdir eru á bílunum. Innlent 6.8.2025 15:04 Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út auk um tuttugu björgunarsveitarmanna um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um veikan göngumann á Fimmvörðuhálsi. Innlent 6.8.2025 14:39 Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Matvælastofnun hefur varað við neyslu sælgætisins Jelly strip XL, sem fyrirtækið Lagsmaður flytur inn. Innlent 6.8.2025 13:33 Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla. Innlent 6.8.2025 13:30 Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum. Erlent 6.8.2025 13:18 Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar. Erlent 6.8.2025 13:17 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. Innlent 6.8.2025 12:44 Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ Innlent 6.8.2025 12:17 Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. Innlent 6.8.2025 12:05 Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla. Innlent 6.8.2025 11:36 Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð fyrr en búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola. Innlent 6.8.2025 11:35 Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Erlent 6.8.2025 11:12 Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Yfir 400 þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi bárust leigubílafyrirtækinu Uber á árunum 2017 til 2022, að því er fram kemur í dómsskjölum en fyrirtækið hafði áður aðeins greint frá 12.500 tilkynningum um alvarleg atvik fyrir sama tímabil. Erlent 6.8.2025 11:09 Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Akademískir starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands segja þekkingarfyrirtækið Rafmennt nota nöfn þeirra í blekkingarskyni að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Verið sé að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Innlent 6.8.2025 11:02 Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Lík manns sem hvarf fyrir rúmum 28 árum fannst nýverið í afskekktum dal í austurhluta Pakistan. Smali gekk fram á líkið sem kom undan hopandi jökli og þykja líkamsleifarnar merkilega vel varðveittar. Erlent 6.8.2025 10:17 Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Matvælastofnun hefur sektað bónda í Norðausturumdæmi um 260 þúsund króna vegna flutnings hans á kú í sláturhús á Akureyri fimm dögum eftir burð. Kýrin drapst á leiðinni í sláturhúsið. Innlent 6.8.2025 09:56 Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Bráðabirgðaniðurstöður nýrra mælinga Hafrannsóknastofnunar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi sé sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Einungis veiddist makríll austur af landinu. Innlent 6.8.2025 08:53 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Tveir skjálftar yfir þrír að stærð mældust á áttunda tímanum í morgun á Reykjaneshrygg, um 25 kílómetrum suðvestur af Eldey. Innlent 6.8.2025 08:34 Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. Erlent 6.8.2025 08:11 Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. Innlent 6.8.2025 07:13 Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítið lægð suðvestur af landinu hreyfist austur á bóginn og mun úrkomusvæði hennar fara yfir sunnan- og vestanvert landið í dag. Veður 6.8.2025 07:09 Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Fjöldi fólks kom saman í hljóðri bæn í japönsku borginni Hírósíma í dag til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkin vörpuðu á borgina fyrir áttatíu árum. Erlent 6.8.2025 06:58 Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. Erlent 6.8.2025 06:44 Blóðbankinn á leið í Kringluna Til stendur að flytja starfsemi Blóðbankans í svokallaðan Stóra turn í Kringlunni þar til að framtíðarhúsnæði bankans í rannsóknarhúsi nýja Landspítalans verður tilbúið. Innlent 6.8.2025 06:29 Nokkuð um hávaðaútköll Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var nokkrum sinnum kölluð út vegna hvers kyns hávaða í gærkvöldi og í nótt. Innlent 6.8.2025 06:11 Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Tveimur starfsmönnum fjölmiðilsins Heimildarinnar var sagt upp störfum um mánaðamót. Í haust verður sú breyting jafnframt gerð að blaðið komi út mánaðarlega en hingað til hefur það komið út vikulega. Innlent 6.8.2025 00:36 Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil. Erlent 5.8.2025 22:51 Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Nítján árum eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur tekist að byggja upp í ánni einn stærsta laxastofn landsins. Lax sem veiddist í gær á Efri-Jökuldal ofan Stuðlagils gæti verið sá lax sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Innlent 5.8.2025 22:44 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 334 ›
Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. Erlent 6.8.2025 15:32
Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Vallarstarfsmaður Golfklúbbs Þorlákshafnar varð fyrir golfbolta í gær. Höggið mun hafa verið þungt, og lent örskammt frá höfði starfsmannsins. Innlent 6.8.2025 15:13
Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Tveggja bíla árekstur varð við afleggjarann að Vallabæjum austan við Kirkjubæjarklaustur upp úr hádegi í dag. Meiðsl á fólki eru minniháttar en miklar skemmdir eru á bílunum. Innlent 6.8.2025 15:04
Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út auk um tuttugu björgunarsveitarmanna um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um veikan göngumann á Fimmvörðuhálsi. Innlent 6.8.2025 14:39
Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Matvælastofnun hefur varað við neyslu sælgætisins Jelly strip XL, sem fyrirtækið Lagsmaður flytur inn. Innlent 6.8.2025 13:33
Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla. Innlent 6.8.2025 13:30
Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum. Erlent 6.8.2025 13:18
Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar. Erlent 6.8.2025 13:17
Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. Innlent 6.8.2025 12:44
Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ Innlent 6.8.2025 12:17
Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. Innlent 6.8.2025 12:05
Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla. Innlent 6.8.2025 11:36
Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð fyrr en búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola. Innlent 6.8.2025 11:35
Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Erlent 6.8.2025 11:12
Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Yfir 400 þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi bárust leigubílafyrirtækinu Uber á árunum 2017 til 2022, að því er fram kemur í dómsskjölum en fyrirtækið hafði áður aðeins greint frá 12.500 tilkynningum um alvarleg atvik fyrir sama tímabil. Erlent 6.8.2025 11:09
Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Akademískir starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands segja þekkingarfyrirtækið Rafmennt nota nöfn þeirra í blekkingarskyni að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Verið sé að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Innlent 6.8.2025 11:02
Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Lík manns sem hvarf fyrir rúmum 28 árum fannst nýverið í afskekktum dal í austurhluta Pakistan. Smali gekk fram á líkið sem kom undan hopandi jökli og þykja líkamsleifarnar merkilega vel varðveittar. Erlent 6.8.2025 10:17
Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Matvælastofnun hefur sektað bónda í Norðausturumdæmi um 260 þúsund króna vegna flutnings hans á kú í sláturhús á Akureyri fimm dögum eftir burð. Kýrin drapst á leiðinni í sláturhúsið. Innlent 6.8.2025 09:56
Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Bráðabirgðaniðurstöður nýrra mælinga Hafrannsóknastofnunar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi sé sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Einungis veiddist makríll austur af landinu. Innlent 6.8.2025 08:53
Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Tveir skjálftar yfir þrír að stærð mældust á áttunda tímanum í morgun á Reykjaneshrygg, um 25 kílómetrum suðvestur af Eldey. Innlent 6.8.2025 08:34
Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Öryggismyndavélar í svefnherberginu, brúður hangandi í reipi og fyrsta útgáfa af Lolitu. Þetta er meðal þess sem bar fyrir augu þeirra sem þáðu boð á heimili auðjöfursins Jeffrey Epstein í New York. Erlent 6.8.2025 08:11
Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. Innlent 6.8.2025 07:13
Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítið lægð suðvestur af landinu hreyfist austur á bóginn og mun úrkomusvæði hennar fara yfir sunnan- og vestanvert landið í dag. Veður 6.8.2025 07:09
Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Fjöldi fólks kom saman í hljóðri bæn í japönsku borginni Hírósíma í dag til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkin vörpuðu á borgina fyrir áttatíu árum. Erlent 6.8.2025 06:58
Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. Erlent 6.8.2025 06:44
Blóðbankinn á leið í Kringluna Til stendur að flytja starfsemi Blóðbankans í svokallaðan Stóra turn í Kringlunni þar til að framtíðarhúsnæði bankans í rannsóknarhúsi nýja Landspítalans verður tilbúið. Innlent 6.8.2025 06:29
Nokkuð um hávaðaútköll Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var nokkrum sinnum kölluð út vegna hvers kyns hávaða í gærkvöldi og í nótt. Innlent 6.8.2025 06:11
Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Tveimur starfsmönnum fjölmiðilsins Heimildarinnar var sagt upp störfum um mánaðamót. Í haust verður sú breyting jafnframt gerð að blaðið komi út mánaðarlega en hingað til hefur það komið út vikulega. Innlent 6.8.2025 00:36
Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil. Erlent 5.8.2025 22:51
Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Nítján árum eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur tekist að byggja upp í ánni einn stærsta laxastofn landsins. Lax sem veiddist í gær á Efri-Jökuldal ofan Stuðlagils gæti verið sá lax sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Innlent 5.8.2025 22:44