Fréttir

Stefnir í kjördæmastríð í Banda­ríkjunum?

Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða.

Erlent

Fjar­lægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“

Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla.

Innlent

Nýr for­seti Pól­lands vill draga úr á­hrifum ESB

Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum.

Erlent

Stendur í vegi rann­sóknar á milljarða svika­myllu

Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar.

Erlent

Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum að­gerðum í Reynisfjöru

Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða.

Innlent

Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst

„Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“

Innlent

Tollastríð, makríll og flutningur Blóð­bankans

Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla.

Innlent

Birtist ó­vænt á þaki Hvíta hússins

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans.

Erlent

Yfir 400.000 til­kynningar um kyn­ferðis­of­beldi

Yfir 400 þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi bárust leigubílafyrirtækinu Uber á árunum 2017 til 2022, að því er fram kemur í dómsskjölum en fyrirtækið hafði áður aðeins greint frá 12.500 tilkynningum um alvarleg atvik fyrir sama tímabil.

Erlent

Minnsti þétt­leiki makríls síðan 2010

Bráðabirgðaniðurstöður nýrra mælinga Hafrannsóknastofnunar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi sé sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Einungis veiddist makríll austur af landinu.

Innlent

Minntust fórnar­lambanna í Híró­síma

Fjöldi fólks kom saman í hljóðri bæn í japönsku borginni Hírósíma í dag til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkin vörpuðu á borgina fyrir áttatíu árum.

Erlent

Blóð­bankinn á leið í Kringluna

Til stendur að flytja starfsemi Blóðbankans í svokallaðan Stóra turn í Kringlunni þar til að framtíðarhúsnæði bankans í rannsóknarhúsi nýja Landspítalans verður tilbúið.

Innlent

Dánar­or­sök Ozzy Osbourne ljós

Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil.

Erlent