Fréttir

Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári

Krúnudjásn sólkerfisins, hringir Satúrnusar, hverfa sjónum manna í mars. Þeir verða þó aðeins „horfnir“ í nokkra daga. Fyrirbærið á sér stað á um fimmtán ára fresti þegar sjónlína frá jörðinni er beint á rönd hringanna.

Erlent

Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar

Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar.

Innlent

Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjar­stjóri

Valdimar Víðisson tók við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar um áramótin af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní 2018. Bæjarstjóraskiptin eru í samræmi við samkomulag Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir sveitarstjórnarkosningar í maí 2022 um að oddviti Sjálfstæðisflokks myndi sitja í stóli bæjarstjóra til 1. janúar 2025 þegar oddviti Framsóknarflokks myndi taka við.

Innlent

Krist­rún aug­lýsir eftir sparnaðarráðum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins.

Innlent

Talinn hafa drepið hjónin í Nes­kaup­stað með hamri

Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum.

Innlent

Sunda­braut for­gangs­mál, fjár­mögnuð með veggjöldum

Ný ríkisstjórn hittist á vinnufundi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á morgun og er búist við að fundurinn standi allan daginn að sögn samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir að forgangsverkefni sitt sé að hefja framkvæmdir á Sundabraut. Framkvæmdin verði fjármögnuð með innheimtu veggjalda

Innlent

Tungumálaörðug­leikar tefji fyrir rann­sókn

Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál.

Innlent

Hlíðar­fjall opnað í fyrsta sinn í vetur

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga.

Innlent

Prófa rýmingar­flautur í Grinda­vík í dag

Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar.

Innlent

Rann­saka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðju­verk

Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn.

Erlent

Fjölda­morðinginn í Svart­fjalla­landi svipti sig lífi

Karlmaður á fimmtugsaldri sem skaut tólf manns til bana í smábæ í Svartfjallalandi á nýársdag svipti sig lífi eftir að lögreglumenn króuðu hann af. Forsætisráðherra landsins segir til greina koma að banna skotvopn í landinu í kjölfar fjöldamorðsins.

Erlent

Tala látinna hækkar í fimm­tán

Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir.

Erlent

Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel

Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar.

Erlent