Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur. Viðskipti innlent 17.12.2025 17:25
Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp. Viðskipti innlent 17.12.2025 16:19
Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Gunnar Jónsson lögfræðingur hefur hafið störf hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Hann kemur til samtakanna frá lögmannsstofunni Logos. Viðskipti innlent 17.12.2025 15:48
Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent 17.12.2025 11:55
Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Aton hefur ráðið Sif Jóhannsdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra fyrirtækisins og tekur hún við um áramótin. Viðskipti innlent 16.12.2025 08:24
Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? 25 ára karlmaður spyr: „Sæll Björn. Hvað græði ég á því að leggja inn 50.000 kr. mánaðarlega auka á verðtryggt viðbótar húsnæðislán, t.d. 5 milljóna króna lán? Er þetta ekki nokkurra tuga þúsunda króna sparnaður á verðbótum miðað við núverandi vísitöluþróun? Mig langar að greiða lánið niður fyrr en á erfitt með að sjá ávinninginn miðað við sparnaðarreikninga.“ Viðskipti innlent 16.12.2025 07:03
Edda Rós til Hagstofunnar Edda Rós Karlsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri hagtalna hjá Hagstofu Íslands en hún hefur undanfarin tólf ár starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington að umbótaverkefnum á sviði fjármálastöðugleika. Viðskipti innlent 15.12.2025 11:31
Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Eigendur húsbréfa á pappír, sem gefin voru út af Íbúðalánasjóði fyrir árið 2004, eru hvattir til að leysa þau út gegn greiðslu hjá Fjársýslu ríkisins frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 15.12.2025 11:03
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Þótt hlutfall kvenkyns stjórnenda í fyrirtækjum hafi markvisst hækkað síðan lög um kynjakvóta voru sett á eru enn innan við tuttugu prósent framkvæmdastjóra konur og aðeins rúm fjórtán prósent forstjóra skráðra félaga. Þá uppfylla þrjú skráð fyrirtæki í Kauphöll ekki kröfur um kynjakvóta. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að almenningur sé klofinn í afstöðu sinni til frekari kynjakvóta og ákveðinnar „jafnréttisþreytu“ gætir í samfélaginu að sögn prófessors. Viðskipti innlent 13.12.2025 13:32
Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Tinna Harðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innesi og mun taka sæti í framkvæmdastjórn frá og með 1. janúar 2026. Viðskipti innlent 12.12.2025 13:40
„Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Leikhópurinn Lotta fær minna en milljón greitt árlega frá Spotify fyrir spilanir. Hópurinn er með um 35 þúsund hlustendur á síðasta ári og tæpar þrjár milljónir spilana á Spotify þar hægt er að hlusta á öll leikrit hópsins. Leikhópurinn hefur ekki getað sett upp nýja sýningu síðustu ár og hefur þess í stað endurnýtt eldri leikrit. Anna Bergljót Thorarensen, einn stofnenda hópsins, segir ástæðuna fjárhagslega. Viðskipti innlent 12.12.2025 08:46
Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Klúbbur matreiðslumeistara ráðið Georg Arnar Halldórsson sem nýjan þjálfara íslenska kokkalandsliðsins. Hann tekur við starfinu af Snædísi Xyza Mae Ocampo sem lét nýverið af störfum. Viðskipti innlent 12.12.2025 07:38
Brú Talent kaupir Geko Consulting Brú Talent ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Geko Consulting ehf. Bæði félög starfa í ráðningar- og ráðgjafarþjónustu. Viðskipti innlent 11.12.2025 14:06
Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 14,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2025 eða sem nemur 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á þriðja ársfjórðungi 2024 53,80 milljörðum eða 4,5 prósent af vergri landsframleiðslu þess ársfjórðungs. Útgjöld vegna launakostnaðar og kaupa á vöru og þjónustu héldu áfram að aukast á verðlagi hvers árs. Töluvert dró úr öðrum tilfærslum, sem voru óvenjuháar á árinu 2024 vegna jarðhræringa og eldgosa við Grindavík. Viðskipti innlent 11.12.2025 11:59
Spá aukinni verðbólgu um jólin Ársverðbólga eykst í desember samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka, einkum vegna hækkunar á flugverði og þess að áhrif afsláttardaga ganga til baka. Verðbólga hefur haldist nálægt fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans allt árið en líklega mun hún þó hjaðna nokkuð þegar líður á vorið, að því er segir í spánni. Viðskipti innlent 11.12.2025 11:07
Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það skrautlega framsetningu að segja að fólk sem ofgreiðir skatt eigi ekki eftir að geta fengið endurgreitt frá skattinum hafi það ofgreitt lága upphæð. Það sé verið að bæta réttarstöðu almennings. Daði Már var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 11.12.2025 09:55
Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2024 verður kynnt á morgunfundi Samtaka ferðaþjónstunnar og Samtaka atvinnulífsins sem hefst klukkan níu. Viðskipti innlent 11.12.2025 08:33
Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. Viðskipti innlent 10.12.2025 21:33
„Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. Viðskipti innlent 10.12.2025 15:20
Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir. Viðskipti innlent 10.12.2025 14:06
Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ekki króna fékkst upp í 2,6 milljarða króna gjaldþrot ítalska verktakafyrirtækisins Rizzani de Eccher Ísland ehf. sem kalla mætti martröð Kópavogsbæjar eftir deilur við byggingu Barnaskóla Kársness. Undirverktakar sitja eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga. Kópavogsbær undirbýr skaðabótamál á hendur móðurfyrirtækinu. Viðskipti innlent 10.12.2025 13:40
Ætlar að endurreisa Niceair Þýskur athafnamaður hyggst endurreisa ferðaskrifstofuna Niceair og hefur af því tilefni boðað til blaðamannafundar í flugstöðinni á Akureyri í næstu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Niceair hefur mikla trú á verkefninu enda Norðlendingar komnir á bragðið með að fljúga til Evrópu án viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 10.12.2025 11:10
Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Steinþór Gíslason hefur tekið við starfi sviðsstjóra Orku hjá EFLU af Birtu Kristínu Helgadóttur sem lét af störfum í haust. Viðskipti innlent 10.12.2025 09:49
DiBiasio og Beaudry til Genis Genis hf. hefur ráðið Stephen DiBiasio til starfa og mun hann stýra alþjóðlegum rekstrar- og markaðsmálum félagsins. Þá hefur Michael Beaudry verið ráðinn til að leiða markaðssókn fæðubótarefnisins Benecta í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 10.12.2025 08:49
Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur hjá Ferðamálastofu, á ekki von á því að hægt verði að greiða úr Ferðatryggingasjóði fyrr en eftir áramót. Hún á von á því að nokkur fjöldi eigi eftir að senda kröfu í sjóðinn vegna pakkaferða sem þau komist ekki í kjölfar gjaldþrots Play. Viðskipti innlent 9.12.2025 21:00