Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. Viðskipti innlent 12.7.2025 13:02
Íbúðum í byggingu fækkar Alls urðu 1.662 íbúðir fullbúnar á fyrri helmingi ársins, sem er álíka mikill fjöldi og á sama tíma í fyrra. Íbú'um í byggingu hefur fækkað, þar sem nýjar framkvæmdir hefjast ekki með sama hraða og þeim sem eru að ljúka. Viðskipti innlent 11.7.2025 15:40
Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Eimskip hefur samið um sölu á skipinu Lagarfoss. Þar sem bókfært verð skipsins er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa sölutap að fjárhæð 3,4 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi 2025. Það gerir um 485 milljónir króna. Salan er sögð tengjast lokun kísilversins PCC Bakka. Viðskipti innlent 11.7.2025 14:10
Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent 11.7.2025 09:03
Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent 10.7.2025 07:03
Engin U-beygja hjá Play Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. Viðskipti innlent 9.7.2025 12:02
Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsmanna í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sýna að veruleg óánægja ríkir með störf heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík. Viðskipti innlent 9.7.2025 12:02
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Reglur sem stærsti lífeyrissjóður landsins hefur sjálfur sett sér banna honum að fjárfesta í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu á sama tíma og meiriháttar uppbygging varna álfunnar stendur fyrir dyrum. Hindranir eru einnig í vegi þess að aðrir íslenskir sjóðir eigi hluti í varnarfyrirtækjum. Viðskipti innlent 9.7.2025 08:02
Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Umtalsverður samdráttur verður í fjölda íbúða í byggingu fyrir almennan markað á næstu 12 mánuðum samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Viðskipti innlent 9.7.2025 07:53
Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. Viðskipti innlent 8.7.2025 20:37
Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Eigendur bakarísins Hygge við Barónsstíg hafa enn ekki fengið rekstrarleyfi afhent en 231 dagur er síðan þeir lögðu fram umsókn. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði veltir því fyrir sér hvort ákvörðun þeirra um að ræða mál sitt opinberlega hafi orðið þeim að falli. Viðskipti innlent 8.7.2025 18:43
Hætta við yfirtökuna BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Viðskipti innlent 8.7.2025 18:17
Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Linda Kristinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður lánastýringar Einstaklingssviðs Íslandsbanka og Harpa Baldursdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns fjármála og reksturs á Einstaklingssviði bankans. Viðskipti innlent 8.7.2025 10:45
Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Stjórn Kviku banka samþykkti í gær að verða við beiðni Arion banka um að hefja samrunaviðræður milli bankanna. Ritstjóri Innherja segir helst velta á Samkeppniseftirlitinu hvort af samrunanum verði. Viðskipti innlent 7.7.2025 21:26
Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nova, Hún tekur við af Margréti Tryggvadóttir, sem hefur gegnt starfinu í sjö ár, og mun hefja störf hjá Nova með haustinu. Viðskipti innlent 7.7.2025 20:58
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. Viðskipti innlent 7.7.2025 16:01
Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent. Viðskipti innlent 7.7.2025 15:56
Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Stjórn Kviku banka og stjórn Arion banka hafa undirritað viljayfirlýsingu um hefja formlegar samrunaviðræður á milli bankanna. Hlutabréfagreinandi hjá Reitun segir að ef það verður úr samruna Arion banka og Kviku banka muni það mögulega skila betri kjörum fyrir neytendur. Viðskipti innlent 7.7.2025 12:17
„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika. Viðskipti innlent 7.7.2025 11:28
Arion og Kvika í samrunaviðræður Stjórn Kviku banka hefur samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila. Viðskipti innlent 6.7.2025 21:36
Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Eyþór Máni Steinarsson Andersen, einn eigenda Hopp, er hættur sem framkvædmastjóri fyrirtækisins en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi. Hann segist þó ekki vera að fara langt og muni nú leggja áherslu á deili- og leigubílaþjónustu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 5.7.2025 16:40
Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Fimm hæða hótel við Skógarböðin, sem mun rísa innan tveggja ára fyrir norðan, á að verða það flottasta sinnar tegundar að sögn eiganda. Í ágúst geta baðgestir fengið að upplifa Skógarböðin eftir miklar framkvæmdir. Verið er stækka böðin um meira en helming og byggja maskabar, gufubað og nuddstofu. Viðskipti innlent 5.7.2025 15:01
Skrautleg saga laganna hans Bubba Tíðindi vikunnar um að einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, hefði selt höfundaverk sitt til Öldu Music, sem er í eigu Universal, fengu marga til að rifja upp samning sem Bubbi gerði fyrir tuttugu árum síðan. Viðskipti innlent 5.7.2025 10:02
Sætta sig ekki við höfnun Kviku Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum. Viðskipti innlent 5.7.2025 09:36
Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Kópbois ehf., félag í eigu Árna Páls Árnasonar, Herra Hnetusmjörs, hagnaðist um 66 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrartekjur námu tæplega 150 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.7.2025 16:05
Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Fimmtíu metra langborði með hvítum dúkum verður komið fyrir á Laugaveginum í miðborginni á morgun þar sem fólki verður boðið að koma saman yfir mat og drykk. Skipuleggjendur lentu í vandræðum með leyfisveitingu en nú hefur verið greitt úr öllu slíku og búist er við miklu betra veðri en þegar upphaflega átti að leggja á langborðið. Viðskipti innlent 4.7.2025 15:17