Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Sebastian Vettel urðu í 2. og 3. sæti í tímatökunni í kvöld.
CLASSIFICATION: END OF QUALIFYING
Max loves Mexico, doesn't he?! He qualifies ahead of the Ferraris#MexicoGP#F1pic.twitter.com/aFjBhWiz51
— Formula 1 (@F1) October 26, 2019
Þetta er í annað sinn á ferlinum sem Verstappen nær ráspól. Hann var einnig fyrstur í tímatökunni fyrir ungverska kappaksturinn í sumar.
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð fjórði í tímatökunni. Hann getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil annað kvöld.
Samherji hans á Mercedes, Valtteri Bottas, varð í 6. sæti. Mercedes-menn hafa ekki verið á rásspól í sjö keppnum í röð. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem það gerist.
- @redbullracing's Max Verstappen claims pole position in Mexico. It is the first time since 2013, @MercedesAMGF1 failed to claim a pole position in 7 successive Grands Prix. #F1#MexicoGP
— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 26, 2019
Bein útsending frá Mexíkó-kappakstrinum hefst klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport á morgun.