Upphitun: Hamilton getur unnið titilinn um helgina Bragi Þórðarson skrifar 24. október 2019 22:30 Hamilton tryggði sér sinn fimmta titil í Mexíkó í fyrra. Getty Lewis Hamilton er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist honum að fá 14 stigum meira en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, vinnur Bretinn titilinn í Mexíkó um helgina. Aðeins fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu og er Hamilton með 64 stiga forskot í keppni ökuþóra. Það er því bara spurning um hvenær ekki hvort Lewis tryggi sér titilinn. Mercedes er nú þegar búið að tryggja sér titil bílasmiða, en Toto Wolff, stjóri liðsins, er þó ekki vongóður um góð úrslit í Mexíkó um helgina. ,,Þessar fjórar keppnir sem eftir eru verða erfiðar, sérstaklega Mexíkó, þar sem brautin hentar okkar bíl illa'' sagði Toto í vikunni.Mercedes vann síðast í Mexíkó árið 2016GettyFerrari bílarnir hraðir í MexíkóHamilton hefur unnið tvo síðustu titla sína í Mexíkó en býst ekki við því að tryggja hann þar í ár. Hann býst við að Ferrari verði allsráðandi um helgina. Þar sem brautin er mjög ofarlega yfir sjávarmáli er loftið mjög þunnt. Það þýðir að vængirnir virka minna og vélin verður aflminni. Hár hámarkshraði Ferrari bílanna mun hjálpa gríðarlega um helgina þar sem ráskafli brautarinnar í Mexíkó er mjög langur. Því telja flestir að rauðu bílarnir verði þeir hröðustu um helgina. Æfing, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfssögðu allt í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan 18:50 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist honum að fá 14 stigum meira en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, vinnur Bretinn titilinn í Mexíkó um helgina. Aðeins fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu og er Hamilton með 64 stiga forskot í keppni ökuþóra. Það er því bara spurning um hvenær ekki hvort Lewis tryggi sér titilinn. Mercedes er nú þegar búið að tryggja sér titil bílasmiða, en Toto Wolff, stjóri liðsins, er þó ekki vongóður um góð úrslit í Mexíkó um helgina. ,,Þessar fjórar keppnir sem eftir eru verða erfiðar, sérstaklega Mexíkó, þar sem brautin hentar okkar bíl illa'' sagði Toto í vikunni.Mercedes vann síðast í Mexíkó árið 2016GettyFerrari bílarnir hraðir í MexíkóHamilton hefur unnið tvo síðustu titla sína í Mexíkó en býst ekki við því að tryggja hann þar í ár. Hann býst við að Ferrari verði allsráðandi um helgina. Þar sem brautin er mjög ofarlega yfir sjávarmáli er loftið mjög þunnt. Það þýðir að vængirnir virka minna og vélin verður aflminni. Hár hámarkshraði Ferrari bílanna mun hjálpa gríðarlega um helgina þar sem ráskafli brautarinnar í Mexíkó er mjög langur. Því telja flestir að rauðu bílarnir verði þeir hröðustu um helgina. Æfing, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður að sjálfssögðu allt í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan 18:50 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira