Enski boltinn

Newcastle kaupir framherja Hoffenheim á metfé

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steve Bruce og Brassinn Joelinton.
Steve Bruce og Brassinn Joelinton. vísir/getty
Newcastle hefur staðfest kaup á framherjanum Joelinton sem kemur frá Hoffenheim en talið er að Newcastle borgi um 40 milljónir punda fyrir hann.

Joelinton verður því dýrasti leikmaður í sögu Newcastle en dýrasti leikmaðurinn fyrir Joelinton var Miguel Amiron sem var keyptur í janúar á 21 milljón punda.







Hoffenheim hefur aldrei selt leikmann fyrir meira en 29 milljónir punda en Roberto Firmino var seldur fyrir þá upphæð til Liverpool sumarið 2015.

Joelinton er 22 ára gamall framherji sem skoraði 11 mörk í 35 leikjum fyrir þýska félagið á síðustu leiktíð og er hann fyrstu kaup Steve Bruce sem stjóra Newcastle.

Ayoze Perez fór til Leicester og Joselu til Deportivo svo framherji var nauðsynlegur fyrir Newcastle sem þurfti þó að borga skildinginn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×