Fyrsta markið kom strax á tólftu mínútu. Sergio Aguero kom þá Argentínu yfir eftir að hafa sloppið einn í gegn, sólað Gabriel Arias og komið boltanum auðveldlega í netið.
Tíu mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Eftir frábæra sókn fékk Dybala boltann, hann virtist vera að missa boltann of langt frá sér en afgreiddi færið frábærlega. 2-0 fyrir Argentínu.
Allt sauð svo gjörsamlega upp úr á 37. mínútu. Gary Medel og Lionel Messi lentu saman eftir að boltinn fór útaf og paragvæski dómarinn henti þeim báðum í sturtu. Rosalegur hiti í leikmönnum beggja liða.
Einungis annað rauða spjald Lionel Messi á ferlinum en Argentína tveimur mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Bæði lið tíu í síðari hálfleik.
August 2005: Messi is sent off on his Argentina debut
*plays 670 games for club & country without receiving a red card*
July 2019: Messi is sent off for Argentina in the #CopaAmerica
Wow. pic.twitter.com/wJoMqowevF
— Squawka Football (@Squawka) July 6, 2019
Síle fékk líflínu eftir klukkutímaleik. Þeir fengu þá vítaspyrnu eftir að brot innan vítateigs Argentínu var skoðað í VARsjánni. Arturo Vidal fór á punktinn og þrumaði boltanum í netið.
Nær komust þeir ekki og Argentína hirti bronsið. Annað kvöld mætast Brasilía og Perú í úrslitarimmunni á Maracana leikvanginum goðsagnakennda.