Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Einar Kárason skrifar 30. júní 2019 19:10 Pedro Hipolito. vísir/bára Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn