Cloé komin með íslenskan ríkisborgararétt: „Sannarlega biðarinnar virði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júní 2019 12:00 Cloé hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær tillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita Cloé Lacasse íslenskan ríkisborgararétt. Clóe, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þeim tíma. „Ég er bara mjög spennt. Ég hef beðið lengi eftir þessu og allir eru glaðir,“ sagði Clóe í samtali við Vísi í dag. Ferlið við að fá ríkisborgararétt er tímafrekt en Cloé segir að þolinmæðin hafi borgað sig. „Við byrjuðum að huga að þessu á síðasta ári. Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Cloé. Hún hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrir íslenska landsliðið og nú er hún formlega orðin lögleg með því. Frábært að fá tækifæri með landsliðinuCloé í bikarúrslitaleiknum 2017 þar sem ÍBV vann Stjörnuna, 3-2.vísir/ernir„Þetta er auðvitað nýskeð. En það væri frábært að fá tækifæri með landsliðinu. Ég væri mjög stolt og ánægð ef það myndi gerast,“ sagði Clóe. Hún segist ekki hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum, Jóni Þór Haukssyni, eða einhverjum frá KSÍ. „Nei, það er svo stutt síðan þetta gerðist,“ sagði Cloé. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, Ian Jeffs, er núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Næstu leikir íslenska landsliðsins eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í haust. En er Cloé bjartsýn á að vera valin í landsliðið fyrir þessa mikilvægu leiki? „Ég veit það ekki. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og svo kemur það í ljós,“ sagði framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍBV er í 4. sæti með níu stig. „Gengið hefur verið upp og niður. Við vildum gera betur en tökum bara einn leik fyrir í einu núna,“ sagði Cloé. Hún hefur alls skorað 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild hér á landi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær tillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita Cloé Lacasse íslenskan ríkisborgararétt. Clóe, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þeim tíma. „Ég er bara mjög spennt. Ég hef beðið lengi eftir þessu og allir eru glaðir,“ sagði Clóe í samtali við Vísi í dag. Ferlið við að fá ríkisborgararétt er tímafrekt en Cloé segir að þolinmæðin hafi borgað sig. „Við byrjuðum að huga að þessu á síðasta ári. Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Cloé. Hún hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrir íslenska landsliðið og nú er hún formlega orðin lögleg með því. Frábært að fá tækifæri með landsliðinuCloé í bikarúrslitaleiknum 2017 þar sem ÍBV vann Stjörnuna, 3-2.vísir/ernir„Þetta er auðvitað nýskeð. En það væri frábært að fá tækifæri með landsliðinu. Ég væri mjög stolt og ánægð ef það myndi gerast,“ sagði Clóe. Hún segist ekki hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum, Jóni Þór Haukssyni, eða einhverjum frá KSÍ. „Nei, það er svo stutt síðan þetta gerðist,“ sagði Cloé. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, Ian Jeffs, er núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Næstu leikir íslenska landsliðsins eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í haust. En er Cloé bjartsýn á að vera valin í landsliðið fyrir þessa mikilvægu leiki? „Ég veit það ekki. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og svo kemur það í ljós,“ sagði framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍBV er í 4. sæti með níu stig. „Gengið hefur verið upp og niður. Við vildum gera betur en tökum bara einn leik fyrir í einu núna,“ sagði Cloé. Hún hefur alls skorað 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild hér á landi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira