Ítalska höllin Villa Balbiano við bæinn Ossuccio við Como-vatn varð fyrir valinu og var þar haldin glæsileg brúðkaupsathöfn ásamt því að slegið var upp veislu.

Þá voru meðal gesta fyrrverandi liðsfélagar Gylfa. Velski fyrrverandi landsliðsmaðurinn Simon Church, sem lék með Gylfa hjá Reading var meðal gesta ásamt fyrrverandi fyrirliða Tottenham, varnarmanninum Ledley King sem gerði sér ferð til Ítalíu ásamt eiginkonu sinni Amy King.
Þá var einnig á svæðinu leikkonan Julie Benz sem gerði garðinn frægan með leik sínum í Dexter þáttunum, þar sem hún lék Ritu Bennett, auk þess að hún lék hlutverk Dörlu í Buffy the Vampire Slayer. Benz samgladdist Gylfa og Alexöndru ásamt eiginkanni sínum Rich Orosco sem starfar hjá bandaríska knattspyrnuliðinu Los Angeles FC.

Síðar um kvöldið þegar leikar tóku að æsast steig rapparinn Aron Can á svið, söngkonan Bríet sneri þá aftur og fluttu þau lag sitt, FEIMIN(N).
Þá hefur einnig sést til rapparans úr Kópavogi, Herra Hnetusmjörs í veislunni.

Sjá má valdar myndir af Instagram hér að neðan.
#lexasigView this post on Instagram
A post shared by Hörður Magnússon (@hordurmagnusson) on Jun 15, 2019 at 9:16am PDT
Við getum vel vanist því að fara í brúðkaup á Ítalíu á hverju ári. #lexasigView this post on Instagram
A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on Jun 15, 2019 at 12:34pm PDT
#LexaSigView this post on Instagram
A post shared by Elsa Harðar (@elsahardar) on Jun 15, 2019 at 7:05am PDT
What a wedding #lexasigView this post on Instagram
A post shared by Margrét Vala Björgvinsdóttir (@margretvalab) on Jun 15, 2019 at 11:38am PDT
Celebrating love in Lake Como @alexandrahelga + @gylfisig23View this post on Instagram
A post shared by Julie Benz (@juliebenzmft) on Jun 14, 2019 at 9:15pm PDT