Í vikunni var tilkynnt að leikkonan Rachel McAdams myndi leika íslenska söngkonu.
Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynna sér keppnina og þar er einnig Ferrell sjálfur. Leikarinn á sænska eiginkonu og hefur verið mikill aðdáandi keppninnar í mörg ár.
Hann mætti til að mynda einnig á keppnina í fyrra í Lissabon. Gísli Marteinn segir á Twitter að Ferrell hafi sjálfur staðfest sitt hlutverk í myndinni á sviðinu í Expo-höllinni í Tel Aviv rétt áður en dómararennslið hófst klukkan 19 að íslenskum tíma.
Will Ferrell er á sviðinu hérna núna, rétt fyrir dómararennslið og var að segja áhorfendum í salnum að hann leiki söngvara Íslands í Netflix myndinni hans um Eurovision. Það verður athyglisvert. #12stig
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 17, 2019
#Eurovision En attendant le début du jury show, le public est mis à contribution pour le tournage de scènes destinées au film sur l’Eurovision que tourne David Dobkin pour Netflix. Will Ferrell est venu faire un coucou sur scène (il jouera un candidat islandais). pic.twitter.com/ltEX2U2OyR
— Fabien Randanne (@fabrandanne) May 17, 2019