Tiger Woods vann fimmta græna jakkann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. apríl 2019 18:28 Tiger Woods fagnaði sigrinum vel og innilega vísir/getty Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum. Fyrir lokahringinn í dag var Tiger tveimur höggum frá Francesco Molinari, sem leiddi mótið. Tiger átti góðan dag í dag, á meðan Molinari lenti í vandræðum, og var Tiger með tveggja högga forystu þegar hann átti tvær brautir eftir. Hann endaði mótið á þrettán höggum undir pari, einu höggi á undan þeim Dustin Johnson, Brooks Koepka og Xander Schauffele sem deildu öðru til fjórða sætinu á 12 höggum undir pari. Þetta er fyrsti sigur Tiger á Masters mótinu síðan árið 2005 og sló hann met með sigrinum, en aldrei hefur eins langt liðið á milli sigra á Masters hjá einum og sama kylfingnum.Your 2019 Masters Champion, @TigerWoodspic.twitter.com/8BDZ0cUURk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Tiger fékk fyrsta fugl dagsins á þriðju holu en fylgdi honum eftir með skolla strax á fjórðu holu. Annar skolli kom á fimmtu holu, en Tiger fékk skolla á henni alla fjóra hringina. Á sjöundu og áttundu holu komu tveir fuglar í röð og hann endaði fyrri níu holurnar á einu höggi undir pari. Hann byrjaði seinni níu holurnar á skolla á tíundu braut en paraði næstu tvær. Hann fékk svo þrjá fugla á fjórum holum og var kominn í tveggja högga forystu eftir fugl á 16. holu. Hann fékk par á þeirri sautjándu en lenti í vandræðum á lokaholunni. Hann rétt missti púttið fyrir parinu en átti nokkuð einfalt pútt til þess að tryggja sér sigurinn, setti það niður og kom í hús samtals á þrettán höggum undir pari í mótinu.CLUTCH.@TigerWoods. 16th hole. RIGHT AT IT.#LiveUnderParpic.twitter.com/smkVfGtpzS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Sigurinn var sá fyrsti á risamóti hjá Tiger í ellefu ár, en hann var nálægt því að neyðast til þess að hætta í golfi eftir erfið bakmeiðsli. Hann fór í fjórar aðgerðir á baki á fjórum árum en kom til baka í lok árs 2017 og náði góðum árangri á síðasta ári.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019 Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum. Fyrir lokahringinn í dag var Tiger tveimur höggum frá Francesco Molinari, sem leiddi mótið. Tiger átti góðan dag í dag, á meðan Molinari lenti í vandræðum, og var Tiger með tveggja högga forystu þegar hann átti tvær brautir eftir. Hann endaði mótið á þrettán höggum undir pari, einu höggi á undan þeim Dustin Johnson, Brooks Koepka og Xander Schauffele sem deildu öðru til fjórða sætinu á 12 höggum undir pari. Þetta er fyrsti sigur Tiger á Masters mótinu síðan árið 2005 og sló hann met með sigrinum, en aldrei hefur eins langt liðið á milli sigra á Masters hjá einum og sama kylfingnum.Your 2019 Masters Champion, @TigerWoodspic.twitter.com/8BDZ0cUURk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Tiger fékk fyrsta fugl dagsins á þriðju holu en fylgdi honum eftir með skolla strax á fjórðu holu. Annar skolli kom á fimmtu holu, en Tiger fékk skolla á henni alla fjóra hringina. Á sjöundu og áttundu holu komu tveir fuglar í röð og hann endaði fyrri níu holurnar á einu höggi undir pari. Hann byrjaði seinni níu holurnar á skolla á tíundu braut en paraði næstu tvær. Hann fékk svo þrjá fugla á fjórum holum og var kominn í tveggja högga forystu eftir fugl á 16. holu. Hann fékk par á þeirri sautjándu en lenti í vandræðum á lokaholunni. Hann rétt missti púttið fyrir parinu en átti nokkuð einfalt pútt til þess að tryggja sér sigurinn, setti það niður og kom í hús samtals á þrettán höggum undir pari í mótinu.CLUTCH.@TigerWoods. 16th hole. RIGHT AT IT.#LiveUnderParpic.twitter.com/smkVfGtpzS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 14, 2019 Sigurinn var sá fyrsti á risamóti hjá Tiger í ellefu ár, en hann var nálægt því að neyðast til þess að hætta í golfi eftir erfið bakmeiðsli. Hann fór í fjórar aðgerðir á baki á fjórum árum en kom til baka í lok árs 2017 og náði góðum árangri á síðasta ári.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019
Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira