Knattspyrnudeild ÍA greindi frá því í kvöld að Gunnlaugur Jónsson væri hættur sem þjálfari liðsins.
Gunnlaugur óskaði eftir því sjálfur að fá að stíga til hliðar. Hann ræddi þá hugmynd eftir tapið gegn ÍBV í gær og er nú hættur degi síðar.
Aðstoðarmaður Gunnlaugs, Jón Þór Hauksson, mun stýra liði ÍA út leiktíðina. Hér má sjá yfirlýsingu Skagamanna í heild sinni.
ÍA er í botnsæti Pepsi-deildarinnar eftir 16 umferðir með aðeins 10 stig. Sex stig eru í liðið þar fyrir ofan en það eru ÍBV og Fjölnir.
Gunnlaugur var á sínu fjórða ári með Skagaliðið en hann tók við eftir sumarið 2013.
Gunnlaugur hættur með Skagamenn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn

Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
