Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Breiðablik 2-4 | Höskuldur gaf fjórar stoðsendingar í langþráðum Blikasigri | Sjáðu mörkin Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. júlí 2017 20:00 Breiðablik vann öflugan útisigur á KA-mönnum á Akureyrarvelli í dag þar sem lokatölur urðu 2-4 fyrir Blikum í sveiflukenndum knattspyrnuleik. Blikar hófu leikinn af miklum krafti og fengu fyrsta færið sitt eftir rétt rúma mínútu en þá sá Srdjan Rajkovic við Martin Lund Pedersen. Rajko átti hinsvegar ekki svar við Gísla Eyjólfssyni skömmu síðar þegar hann kom Blikum í 0-1 eftir stoðsendingu Höskuldar Gunnlaugssonar á 3. mínútu. Blikar voru töluvert öflugri aðilinn fyrstu mínútur leiksins en heimamenn náðu hægt og bítandi að vinna sig inn í leikinn. Á 26. mínútu skilaði það marki þegar Emil Lyng skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf Almarrs Ormarssonar. Emil Lyng var svo aftur réttur maður á réttum stað í teignum skömmu síðar þegar Ásgeir Sigurgeirsson tók innkast Darko Bulatovic vel niður og fann Danann stóra og stæðilega sem skoraði með góðu skoti. KA-menn fóru því inn í leikhléið með 2-1 forystu. Síðari hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrri því Blikar skoruðu eftir slétta eina mínútu í síðari hálfleik. Var þar að verki Martin Lund Pedersen eftir sendingu Höskuldar. Blikar komust svo yfir með marki Damir Muminovic og enn og aftur var það Höskuldur sem lagði upp en í þetta skiptið með aukaspyrnu sem sigldi á fjærstöngina þar sem Damir var mættur og kom honum yfir línuna. KA-menn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og fóru með marga menn fram en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þess í stað náðu Blikar að gera út um leikinn skömmu fyrir leikslok með marki Arons Bjarnasonar. Stoðsendingin? Jú að sjálfsögðu Höskuldur Gunnlaugsson.Afhverju vann Breiðablik? Á meðan KA-menn leka mörkum jafn auðveldlega og þeir gera þessa dagana er mjög erfitt fyrir þá að vinna fótboltaleiki. Liðið á í miklum vandræðum með varnarleikinn og fengu sprækir sóknarmenn Breiðabliks fullt af plássi til að vinna með í leiknum í dag sem skilar þeim fjórum mörkum. Það var ekki mikill munur á spilamennsku liðanna úti á velli og KA-menn sköpuðu sér þónokkur marktækifæri. Breiðablik hóf báða hálfleika af miklum krafti sem vóg þungt að lokum. Annan leikinn í röð byrja KA-menn mjög illa og það er ekki að hjálpa þeim.Þessir stóðu upp úr: Höskuldur Gunnlaugsson var án nokkurs vafa maður leiksins en hann lagði upp öll fjögur mörk Breiðabliks í leiknum og var líflegastur í annars mjög líflegri sóknarlínu Blika. Aron Bjarnason og Martin Lund Pedersen voru síógnandi og þá áttu Andri Rafn Yeoman og Gunnleifur Gunnleifsson einnig góðan leik. Í liði KA ber fyrstan að nefna Emil Lyng sem skoraði tvö góð mörk. Aleksandar Trninic var ágætur á miðjunni en aðrir leikmenn liðsins spila oftast betur en þeir gerðu í dag.Hvað gekk illa? Hornspyrnur KA-manna og raunar öll föst leikatriði KA í leiknum. KA fær sjö hornspyrnur í leiknum og skapaðist ekki hætta við mark Blika eftir neina þeirra. Raunar græddu Blikar meira á hornspyrnum KA því í upphafi síðari hálfleiks skora þeir í kjölfarið af hornspyrnu KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson er líklega besti spyrnumaður deildarinnar og vanalega eru KA-menn stórhættulegir í föstum leikatriðum en því var ekki að heilsa í dag. Sama má segja um löngu innköstin frá þeim Steinþóri Frey og Darko Bulatovic en þrátt fyrir að þeir geti kastað boltanum alla leið inn á hættusvæði skapaðist aldrei hætta ef frá er talið síðara mark KA sem kom í kjölfarið á innkasti Darko. Heimamenn annars sofandi fyrir framan markið í föstum leikatriðum.Hvað gerist næst? Blikar þurfa ekki að hafa áhyggjur af fallbaráttu í bili en þeir eiga mikilvægan leik upp á framhaldið í næstu umferð þegar þeir fá Fjölni í heimsókn eftir átta daga því Fjölnismenn eru einnig með fimmtán stig í pakkanum um miðja deild. KA-menn eru í sama pakka með fimmtán stig og naga sig eflaust í handabökin að hafa ekki nýtt tækifærið til að koma sér ofar í töfluna. Þeir þurfa að bíða þar til um verslunarmannahelgina til að hrista þessi vonbrigði af sér en þá fá þeir Íslandsmeistara FH í heimsókn.Einkunnir:KA (4-2-3-1): Srdjan Rajkovic 5 – Hrannar Björn Steingrímsson 6 (77. Daníel Hafsteinsson -), Davíð Rúnar Bjarnason 5 (90. Ívar Örn Árnason -), Callum Williams 4, Darko Bulatovic 5 – Aleksandar Trninic 6 Almarr Ormarsson 6 – Steinþór Freyr Þorsteinsson 6, Emil Lyng 7, Hallgrímur Mar Steingrímsson 5 – Ásgeir Sigurgeirsson 6 (60. Elfar Árni Aðalsteinsson 5)Breiðablik (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 7 – Dino Darmagic 6 (80.Viktor Örn Margeirsson -), Elfar Freyr Helgason 6, Damir Muminovic 7, Davíð Kristján Ólafsson 5 – Gísli Eyjólfsson 7 (78. Sólon Breki Leifsson -), Andri Rafn Yeoman 7, Arnþór Ari Atlason 5 – Höskuldur Gunnlaugsson 8 (maður leiksins), Aron Bjarnason 7, Martin Lund Pedersen 7 (67. Oliver Sigurjónsson 6).Túfa: Mörk eins og maður reynir að kenna krökkum í 4. flokki að koma í veg fyrir Túfa, þjálfari KA, var afar ósáttur í leikslok og þá aðallega með það hvernig hans menn mættu til leiks, bæði í fyrri og síðari hálfleik. „Ég er mjög reiður og svekktur. Ég er meira reiður en svekktur. Við byrjum leikinn 1-0 undir og byrjum seinni hálfleikinn á að leyfa þeim að jafna í 2-2. Menn geta ekki leyft sér það þegar þeir eru að keppa í þessum gæðaflokki. Það er erfitt fyrir mig að útskýra þetta en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist í sumar. Það er mjög svekkjandi því við þurfum alltaf að setja mjög mikla orku í að koma til baka.“ KA-liðið hefur fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum sem báðir hafa farið fram á Akureyrarvelli. Túfa hefur miklar áhyggjur af varnarleik liðsins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af varnarleiknum okkar. Það er bara ein leið út úr þessu, það er að fara á æfingasvæðið og vinna í þessu. Ef við skoðum mörkin sem við erum að fá á okkur í síðustu leikjum þá eru þetta svona mörk eins og maður er að reyna að kenna krökkum í 4.flokki að koma í veg fyrir.“ Félagaskiptaglugginn er opinn og hefur króatískur varnarmaður verið á reynslu hjá KA að undanförnu. Hann mun líklega ganga í raðir KA á næstu dögum. „Hann er búinn að æfa með okkur í viku og ég reikna með að við semjum við hann,“ sagði Túfa.Milos: Höskuldur fékk sér vegan pizzu fyrir leik Það var öllu betra hljóð í Milos Milojevic, þjálfara Breiðabliks, en hann var í skýjunum með spilamennsku liðsins. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og mjög ánægður með spilamennskuna. Spilamennskan hefur verið góð en við höfum verið í vandræðum með að klára leikina. KA er mjög gott lið, þeir eru líkamlega sterkir og vel skipulagðir svo ég átti von á svona leik. Ég er ekki ánægður með mörkin tvö sem við fáum okkur, þar gleymdum við okkur aðeins í augnablikinu.“ Oliver Sigurjónsson kom inn af bekknum og lék síðustu mínútur leiksins en hann var að öllum líkindum að leika sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í einhvern tíma því hann hefur komist að samkomulagi við norska B-deildarliðið Bodo/Glimt. „Við óskum honum til hamingju með samninginn. Vonandi verður hann sem lengst úti. Ég hugsa að þetta sé rétt skref fyrir hann. Hann fer út á morgun í læknisskoðun og ef það gengur vel verður hann leikmaður Bodo/Glimt. Ég er ánægður fyrir hans hönd. Þetta hefur verið hans draumur síðan hann kom til baka úr atvinnumennsku.“ Elfar Freyr Helgason sneri aftur í vörn Blika í dag eftir dvöl í Danmörku. Þá lék Dino Darmagic sinn fyrsta leik fyrir Kópavogsliðið. Hvað fannst Milos um þeirra frammistöðu? „Þeir stóðu sig eins og ég átti von á. Þeir voru flottir í 75 mínútur en eru svo kannski aðeins á eftir í leikformi. Það hjálpaði heldur ekki til að hitastigið var hærra en vanalega á Íslandi. Þeirra rétta andlit mun sjást eftir 15 daga eða svo en þeir stóðu fyrir sínu í dag.“ Höskuldur Gunnlaugsson var besti maður vallarins en hann lagði upp öll mörk Blika. „Hann fékk sér vegan pizzu á Greifanum fyrir leik og kannski þarf hann að fljúga til Akureyrar fyrir hvern einasta leik. Það gæti verið dýrt en ef það skilar fjórum stoðsendingum í hverjum leik borgar það sig,“ sagði Milos léttur í lundu. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik vann öflugan útisigur á KA-mönnum á Akureyrarvelli í dag þar sem lokatölur urðu 2-4 fyrir Blikum í sveiflukenndum knattspyrnuleik. Blikar hófu leikinn af miklum krafti og fengu fyrsta færið sitt eftir rétt rúma mínútu en þá sá Srdjan Rajkovic við Martin Lund Pedersen. Rajko átti hinsvegar ekki svar við Gísla Eyjólfssyni skömmu síðar þegar hann kom Blikum í 0-1 eftir stoðsendingu Höskuldar Gunnlaugssonar á 3. mínútu. Blikar voru töluvert öflugri aðilinn fyrstu mínútur leiksins en heimamenn náðu hægt og bítandi að vinna sig inn í leikinn. Á 26. mínútu skilaði það marki þegar Emil Lyng skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf Almarrs Ormarssonar. Emil Lyng var svo aftur réttur maður á réttum stað í teignum skömmu síðar þegar Ásgeir Sigurgeirsson tók innkast Darko Bulatovic vel niður og fann Danann stóra og stæðilega sem skoraði með góðu skoti. KA-menn fóru því inn í leikhléið með 2-1 forystu. Síðari hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrri því Blikar skoruðu eftir slétta eina mínútu í síðari hálfleik. Var þar að verki Martin Lund Pedersen eftir sendingu Höskuldar. Blikar komust svo yfir með marki Damir Muminovic og enn og aftur var það Höskuldur sem lagði upp en í þetta skiptið með aukaspyrnu sem sigldi á fjærstöngina þar sem Damir var mættur og kom honum yfir línuna. KA-menn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og fóru með marga menn fram en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þess í stað náðu Blikar að gera út um leikinn skömmu fyrir leikslok með marki Arons Bjarnasonar. Stoðsendingin? Jú að sjálfsögðu Höskuldur Gunnlaugsson.Afhverju vann Breiðablik? Á meðan KA-menn leka mörkum jafn auðveldlega og þeir gera þessa dagana er mjög erfitt fyrir þá að vinna fótboltaleiki. Liðið á í miklum vandræðum með varnarleikinn og fengu sprækir sóknarmenn Breiðabliks fullt af plássi til að vinna með í leiknum í dag sem skilar þeim fjórum mörkum. Það var ekki mikill munur á spilamennsku liðanna úti á velli og KA-menn sköpuðu sér þónokkur marktækifæri. Breiðablik hóf báða hálfleika af miklum krafti sem vóg þungt að lokum. Annan leikinn í röð byrja KA-menn mjög illa og það er ekki að hjálpa þeim.Þessir stóðu upp úr: Höskuldur Gunnlaugsson var án nokkurs vafa maður leiksins en hann lagði upp öll fjögur mörk Breiðabliks í leiknum og var líflegastur í annars mjög líflegri sóknarlínu Blika. Aron Bjarnason og Martin Lund Pedersen voru síógnandi og þá áttu Andri Rafn Yeoman og Gunnleifur Gunnleifsson einnig góðan leik. Í liði KA ber fyrstan að nefna Emil Lyng sem skoraði tvö góð mörk. Aleksandar Trninic var ágætur á miðjunni en aðrir leikmenn liðsins spila oftast betur en þeir gerðu í dag.Hvað gekk illa? Hornspyrnur KA-manna og raunar öll föst leikatriði KA í leiknum. KA fær sjö hornspyrnur í leiknum og skapaðist ekki hætta við mark Blika eftir neina þeirra. Raunar græddu Blikar meira á hornspyrnum KA því í upphafi síðari hálfleiks skora þeir í kjölfarið af hornspyrnu KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson er líklega besti spyrnumaður deildarinnar og vanalega eru KA-menn stórhættulegir í föstum leikatriðum en því var ekki að heilsa í dag. Sama má segja um löngu innköstin frá þeim Steinþóri Frey og Darko Bulatovic en þrátt fyrir að þeir geti kastað boltanum alla leið inn á hættusvæði skapaðist aldrei hætta ef frá er talið síðara mark KA sem kom í kjölfarið á innkasti Darko. Heimamenn annars sofandi fyrir framan markið í föstum leikatriðum.Hvað gerist næst? Blikar þurfa ekki að hafa áhyggjur af fallbaráttu í bili en þeir eiga mikilvægan leik upp á framhaldið í næstu umferð þegar þeir fá Fjölni í heimsókn eftir átta daga því Fjölnismenn eru einnig með fimmtán stig í pakkanum um miðja deild. KA-menn eru í sama pakka með fimmtán stig og naga sig eflaust í handabökin að hafa ekki nýtt tækifærið til að koma sér ofar í töfluna. Þeir þurfa að bíða þar til um verslunarmannahelgina til að hrista þessi vonbrigði af sér en þá fá þeir Íslandsmeistara FH í heimsókn.Einkunnir:KA (4-2-3-1): Srdjan Rajkovic 5 – Hrannar Björn Steingrímsson 6 (77. Daníel Hafsteinsson -), Davíð Rúnar Bjarnason 5 (90. Ívar Örn Árnason -), Callum Williams 4, Darko Bulatovic 5 – Aleksandar Trninic 6 Almarr Ormarsson 6 – Steinþór Freyr Þorsteinsson 6, Emil Lyng 7, Hallgrímur Mar Steingrímsson 5 – Ásgeir Sigurgeirsson 6 (60. Elfar Árni Aðalsteinsson 5)Breiðablik (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 7 – Dino Darmagic 6 (80.Viktor Örn Margeirsson -), Elfar Freyr Helgason 6, Damir Muminovic 7, Davíð Kristján Ólafsson 5 – Gísli Eyjólfsson 7 (78. Sólon Breki Leifsson -), Andri Rafn Yeoman 7, Arnþór Ari Atlason 5 – Höskuldur Gunnlaugsson 8 (maður leiksins), Aron Bjarnason 7, Martin Lund Pedersen 7 (67. Oliver Sigurjónsson 6).Túfa: Mörk eins og maður reynir að kenna krökkum í 4. flokki að koma í veg fyrir Túfa, þjálfari KA, var afar ósáttur í leikslok og þá aðallega með það hvernig hans menn mættu til leiks, bæði í fyrri og síðari hálfleik. „Ég er mjög reiður og svekktur. Ég er meira reiður en svekktur. Við byrjum leikinn 1-0 undir og byrjum seinni hálfleikinn á að leyfa þeim að jafna í 2-2. Menn geta ekki leyft sér það þegar þeir eru að keppa í þessum gæðaflokki. Það er erfitt fyrir mig að útskýra þetta en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist í sumar. Það er mjög svekkjandi því við þurfum alltaf að setja mjög mikla orku í að koma til baka.“ KA-liðið hefur fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum sem báðir hafa farið fram á Akureyrarvelli. Túfa hefur miklar áhyggjur af varnarleik liðsins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af varnarleiknum okkar. Það er bara ein leið út úr þessu, það er að fara á æfingasvæðið og vinna í þessu. Ef við skoðum mörkin sem við erum að fá á okkur í síðustu leikjum þá eru þetta svona mörk eins og maður er að reyna að kenna krökkum í 4.flokki að koma í veg fyrir.“ Félagaskiptaglugginn er opinn og hefur króatískur varnarmaður verið á reynslu hjá KA að undanförnu. Hann mun líklega ganga í raðir KA á næstu dögum. „Hann er búinn að æfa með okkur í viku og ég reikna með að við semjum við hann,“ sagði Túfa.Milos: Höskuldur fékk sér vegan pizzu fyrir leik Það var öllu betra hljóð í Milos Milojevic, þjálfara Breiðabliks, en hann var í skýjunum með spilamennsku liðsins. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og mjög ánægður með spilamennskuna. Spilamennskan hefur verið góð en við höfum verið í vandræðum með að klára leikina. KA er mjög gott lið, þeir eru líkamlega sterkir og vel skipulagðir svo ég átti von á svona leik. Ég er ekki ánægður með mörkin tvö sem við fáum okkur, þar gleymdum við okkur aðeins í augnablikinu.“ Oliver Sigurjónsson kom inn af bekknum og lék síðustu mínútur leiksins en hann var að öllum líkindum að leika sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í einhvern tíma því hann hefur komist að samkomulagi við norska B-deildarliðið Bodo/Glimt. „Við óskum honum til hamingju með samninginn. Vonandi verður hann sem lengst úti. Ég hugsa að þetta sé rétt skref fyrir hann. Hann fer út á morgun í læknisskoðun og ef það gengur vel verður hann leikmaður Bodo/Glimt. Ég er ánægður fyrir hans hönd. Þetta hefur verið hans draumur síðan hann kom til baka úr atvinnumennsku.“ Elfar Freyr Helgason sneri aftur í vörn Blika í dag eftir dvöl í Danmörku. Þá lék Dino Darmagic sinn fyrsta leik fyrir Kópavogsliðið. Hvað fannst Milos um þeirra frammistöðu? „Þeir stóðu sig eins og ég átti von á. Þeir voru flottir í 75 mínútur en eru svo kannski aðeins á eftir í leikformi. Það hjálpaði heldur ekki til að hitastigið var hærra en vanalega á Íslandi. Þeirra rétta andlit mun sjást eftir 15 daga eða svo en þeir stóðu fyrir sínu í dag.“ Höskuldur Gunnlaugsson var besti maður vallarins en hann lagði upp öll mörk Blika. „Hann fékk sér vegan pizzu á Greifanum fyrir leik og kannski þarf hann að fljúga til Akureyrar fyrir hvern einasta leik. Það gæti verið dýrt en ef það skilar fjórum stoðsendingum í hverjum leik borgar það sig,“ sagði Milos léttur í lundu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti