Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2017 18:30 Valdís Þóra lék á samtals níu höggum yfir pari. Mynd/gsimyndir.net/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. Þetta er fyrsta risamótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár en vann sér sæti á Opna bandaríska með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra lék alls 21 holu í dag. Hún náði ekki að ljúka leik á fyrsta hringnum í gær því mikið þrumuveður setti keppnishaldið úr skorðum. Valdís Þóra byrjaði á því að leika þrjár holur á fyrsta hringnum í morgun. Þar fékk hún par, skolla og fugl og var því á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Skagakonan hóf svo leik á tíundu holu á öðrum hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari og möguleikarnir á að komast í gegnum niðurskurðinn voru því afar litlir. Valdís Þóra fékk skramba á þriðju holu en kláraði hringinn með því að fá sex pör í röð. Hún endaði því á níu höggum yfir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir pari. Fylgst var með gangi mála hjá Valdísi Þóru á Vísi í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. Þetta er fyrsta risamótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár en vann sér sæti á Opna bandaríska með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra lék alls 21 holu í dag. Hún náði ekki að ljúka leik á fyrsta hringnum í gær því mikið þrumuveður setti keppnishaldið úr skorðum. Valdís Þóra byrjaði á því að leika þrjár holur á fyrsta hringnum í morgun. Þar fékk hún par, skolla og fugl og var því á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. Skagakonan hóf svo leik á tíundu holu á öðrum hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari og möguleikarnir á að komast í gegnum niðurskurðinn voru því afar litlir. Valdís Þóra fékk skramba á þriðju holu en kláraði hringinn með því að fá sex pör í röð. Hún endaði því á níu höggum yfir pari sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir pari. Fylgst var með gangi mála hjá Valdísi Þóru á Vísi í dag, eins og sjá má hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45