Valdís Þóra fór ekki nógu vel af eftir sex vikna frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 17:22 Valdís Þóra Jónsdóttir mynd/let/tristan jones Valdís Þóra Jónsdóttir átti erfitt uppdráttar á seinni níu holunum á Terre Blanche mótinu í Frakklandi sem hófst í dag og er hluti af LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún er ellefu höggum á eftir fremstu konu og er í 84. sæti. Valdís Þóra ætlaði að nota þetta verkefni til að komast í meiri leik- og keppnisæfingu en það eru rúmlega sex vikur síðan hún keppti síðast. Valdís Þóra byrjaði vel og var einu höggi undir pari eftir sex fyrstu holurnar. Hún fékk skolla á bæði sjöundu og níundu holu og var á einu yfir pari eftir fyrri níu. Staðan átti hinsvegar eftir að versna mikið. Síðari hluti hringsins varð henni mjög erfiður en Valdís fékk sex skolla og einn þrefaldan skolla á síðustu tíu holunum. Valdís Þóra náði reyndar fugli á bæði tíundu og sautjándu holu og var því með þrjá fugla á hringnum. Átta töpuðu högg á síðustu átta holunum sýnir svart á hvítu hversu lítið gekk upp á seinni níu holunum hjá henni. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir átti erfitt uppdráttar á seinni níu holunum á Terre Blanche mótinu í Frakklandi sem hófst í dag og er hluti af LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún er ellefu höggum á eftir fremstu konu og er í 84. sæti. Valdís Þóra ætlaði að nota þetta verkefni til að komast í meiri leik- og keppnisæfingu en það eru rúmlega sex vikur síðan hún keppti síðast. Valdís Þóra byrjaði vel og var einu höggi undir pari eftir sex fyrstu holurnar. Hún fékk skolla á bæði sjöundu og níundu holu og var á einu yfir pari eftir fyrri níu. Staðan átti hinsvegar eftir að versna mikið. Síðari hluti hringsins varð henni mjög erfiður en Valdís fékk sex skolla og einn þrefaldan skolla á síðustu tíu holunum. Valdís Þóra náði reyndar fugli á bæði tíundu og sautjándu holu og var því með þrjá fugla á hringnum. Átta töpuðu högg á síðustu átta holunum sýnir svart á hvítu hversu lítið gekk upp á seinni níu holunum hjá henni.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira