Fótbolti

Sjö nýliðar fara til Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. vísir/epa
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup.

Þar spilar Ísland við Kína þann 10. janúar en það verður fyrsti landsleikur þjóðanna. Síle og Króatía taka einnig þátt á mótinu.

Mótið fer ekki fram á alþjóðlegum landsleikjadögum og því eiga þeir leikmenn sem eru að spila á meginlandi Evrópu ekki kost á því að vera með. Drengirnir sem leika í Skandinavíu geta aftur á móti verið með þar sem deildirnar þar eru í fríi.

Þar af leiðandi fá nýir menn tækifæri enda eru einir sjö nýliðar í hópnum hjá Heimi. Einnig eru margir leikmenn í hópnum með litla landsleikjareynslu. Það fer því inn á reynslubankann hjá mörgum leikmönnum í þessari ferð.

Íslenski hópurinn:

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson, Randers (40 leikir)

Ögmundur Kristinsson, Hammarby (12 leikir)

Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland (nýliði)

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson, Hammarby (65 leikir)

Kári Árnason, Malmö (55 leikir)

Jón Guðni Fjóluson, Norrköping (8 leikir)

Kristinn Jónsson, Sarpsborg (5 leikir)

Orri Sigurður Ómarsson, Valur (nýliði)

Viðar Ari Jónsson, Fjölnir (nýliði)

Böðvar Böðvarsson, FH (nýliði)

Miðjumenn:

Theodór Elmar Bjarnason, AGF (32 leikir)

Arnór Smárason, Hammarby (19 leikir)

Björn Daníel Sverrisson, AGF (6 leikir)

Guðlaugur Victor Pálsson, Esbjerg (4 leikir)

Aron Sigurðarson, Tromsö (1 leikur)

Oliver Sigurjónsson, Breiðablik (1 leikur)

Óttar Magnús Karlsson, Molde (nýliði)

Sigurður Egill Lárusson, Valur (nýliði)

Sóknarmenn:

Elías Már Ómarsson, IFK Göteborg (5 leikir)

Kjartan Henry Finnbogason, Horsens (4 leikir)

Björn Bergmann Sigurðarson, Molde (3 leikir)

Albert Guðmundsson, PSV (nýliði)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×