Barcelona náði aðeins jafntefli gegn C-deildarliði Hercules í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.
Luis Enrique, knattspyrnustjóri Barcelona, hvíldi marga af sterkustu leikmönnum liðsins í leiknum í kvöld. Þó voru leikmenn á borð við Arda Turan, Denis Suárez og Samuel Umtiti í byrjunarliði Börsunga.
David Mainz kom Hercules yfir á 52. mínútu en hinn 18 ára gamli Carles Alena jafnaði metin aðeins sex mínútum síðar.
Seinni leikur liðanna fer fram á Nývangi 21. desember.
Það var ekki neitt vesen á Atlético Madrid sem rúllaði yfir C-deildarlið Guijuelo á útivelli. Lokatölur 0-6, Atlético Madrid í vil. Seinni leikurinn á Vicente Calderón er því aðeins formsatriði.
Yannick Carrasco skoraði tvívegis fyrir Atlético Madrid og þeir Saúl Niguez, Sime Vrsaljko, Ángel Correa og Roberto Nunez sitt markið hver.
Basl á Börsungum

Tengdar fréttir

Zidane setti soninn inn á og hann þakkaði traustið með marki
Real Madrid átti ekki í miklum vandræðum með að leggja C-deildarlið Leonesa að velli í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. Lokatölur 6-1, Real Madrid í vil.