Umfjöllun: Malta - Ísland 0-2 | Strákarnir gerðu það sem til þurfti á Möltu | Sjáðu mörkin Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2016 20:00 Arnór Ingvi Traustaon skoraði sitt fimmta mark í tólf landsleikjum. vísir/getty Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Qali-vellinum í kvöld. Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingason gerðu sitt markið hvor í leiknum og komu þau bæði í síðari hálfleiknum. Leikurinn fór hálf rólega af stað í Möltu og voru bæði lið lengi að finna taktinn. Íslendingar meira með boltann frá fyrstu mínútum en til að byrja með var Viðar Örn Kjartansson eini sóknarmaður íslenska liðsins sem var með lífsmarki. Hann fékk nokkur fín færi en náði ekki að koma boltanum í netið. Þegar leið á fyrri hálfleikinn batnaði leikur Íslands til muna og fékk Elías Már til að mynda fínt færi þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá fékk hann sendingu inn í vítateig heimamanna frá Arnóri Smárasyni og náði fínum skalla á markið. Hogg, markvörður Maltverja, varði einfaldlega stórkostlega. Heilt yfir náði íslenska liðið sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Íslenska liðið fékk draumabyrjun í síðari hálfleiknum og það tók Arnór Ingva Traustason aðeins tvær mínútur að koma Íslandi í 1-0. Arnór fékk boltann inni í vítateig Maltverja, snéri sér við á punktinum og þrumaði boltanum í vinstra hornið, alveg óverjandi fyrir Hogg í markinu. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru byrjunarliðsmenn að koma inn af bekknum og hafði það í raun lítil áhrif á leik liðsins. Íslensku strákarnir sýndu í kvöld að liðið getur fagmannlega unnið mótherja sem þeir eiga að vinna. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum skallaði Sverrir Ingason boltann í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Bergi Guðmundssyni. Fínasta Blikamark en fátt markvergt átti sér stað út leikinn og niðurstaðan því þægilegur 2-0 sigur Íslands. Ísland mætir Kósavó ytra í undankeppni HM í mars á næsta ári. Nú taka við nokkrir frímánuðir frá landsliðsverkefnum. Leikurinn í kvöld var síðasti landsleikur Íslands á árinu 2016, án efa besta landsliðsár íslensks karlalandsliðs í knattspyrnu en liðið komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi.Malta 0-1 Ísland Malta 0-2 Ísland Íslenski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira
Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Qali-vellinum í kvöld. Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingason gerðu sitt markið hvor í leiknum og komu þau bæði í síðari hálfleiknum. Leikurinn fór hálf rólega af stað í Möltu og voru bæði lið lengi að finna taktinn. Íslendingar meira með boltann frá fyrstu mínútum en til að byrja með var Viðar Örn Kjartansson eini sóknarmaður íslenska liðsins sem var með lífsmarki. Hann fékk nokkur fín færi en náði ekki að koma boltanum í netið. Þegar leið á fyrri hálfleikinn batnaði leikur Íslands til muna og fékk Elías Már til að mynda fínt færi þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá fékk hann sendingu inn í vítateig heimamanna frá Arnóri Smárasyni og náði fínum skalla á markið. Hogg, markvörður Maltverja, varði einfaldlega stórkostlega. Heilt yfir náði íslenska liðið sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Íslenska liðið fékk draumabyrjun í síðari hálfleiknum og það tók Arnór Ingva Traustason aðeins tvær mínútur að koma Íslandi í 1-0. Arnór fékk boltann inni í vítateig Maltverja, snéri sér við á punktinum og þrumaði boltanum í vinstra hornið, alveg óverjandi fyrir Hogg í markinu. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru byrjunarliðsmenn að koma inn af bekknum og hafði það í raun lítil áhrif á leik liðsins. Íslensku strákarnir sýndu í kvöld að liðið getur fagmannlega unnið mótherja sem þeir eiga að vinna. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum skallaði Sverrir Ingason boltann í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Bergi Guðmundssyni. Fínasta Blikamark en fátt markvergt átti sér stað út leikinn og niðurstaðan því þægilegur 2-0 sigur Íslands. Ísland mætir Kósavó ytra í undankeppni HM í mars á næsta ári. Nú taka við nokkrir frímánuðir frá landsliðsverkefnum. Leikurinn í kvöld var síðasti landsleikur Íslands á árinu 2016, án efa besta landsliðsár íslensks karlalandsliðs í knattspyrnu en liðið komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi.Malta 0-1 Ísland Malta 0-2 Ísland
Íslenski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira