Hope Solo sett í sex mánaða bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2016 09:26 Hope Solo hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár. vísir/getty Bandaríska knattspyrnusambandið hefur sett markvörðinn Hope Solo í sex mánaða bann vegna ummæla hennar eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríska liðið tapaði umræddum leik í vítaspyrnukeppni og eftir hann gagnrýndi Solo leikstíl sænska liðsins og sagði að það væri samansafn af skræfum. Ummæli Solo féllu í grýttan jarðveg en meðal þeirra sem gagnrýndu þau voru Megan Rapinoe, samherji hennar í bandaríska liðinu, og Sunil Gulati, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins. „Ummæli Hope Solo eftir leikinn gegn Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2016 voru óásættanleg og ekki takt við það sem við krefjumst af okkar landsliðsfólki,“ sagði Gulati í fréttatilkynningu. Í henni segir einnig að bannið sem Solo fékk tengist einnig gömlum syndum markvarðarins.Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem er 35 ára, hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár og hjálpað bandaríska landsliðinu að vinna heimsmeistaratitil og til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikum. Auk þess að sýna frábæra frammistöðu inni á vellinum hefur Solo verið dugleg að koma sér í fréttirnir fyrir atvik utan hans. Í júní 2014 var hún handtekin vegna ásakana um að hafa beitt hálfsystur sína og frænda ofbeldi. Í fyrra var Solo svo sett í 30 bann af bandaríska knattspyrnusambandinu eftir að hún og eiginmaður hennar, Jerramy Stevens, voru stoppuð í bíl bandaríska landsliðsins á leið til Los Angeles. Eiginmaðurinn var drukkinn undir stýri og sat inni í þrjá daga. Solo hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin en ljóst er að þeir verða ekki fleiri á næstunni. Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira
Bandaríska knattspyrnusambandið hefur sett markvörðinn Hope Solo í sex mánaða bann vegna ummæla hennar eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríska liðið tapaði umræddum leik í vítaspyrnukeppni og eftir hann gagnrýndi Solo leikstíl sænska liðsins og sagði að það væri samansafn af skræfum. Ummæli Solo féllu í grýttan jarðveg en meðal þeirra sem gagnrýndu þau voru Megan Rapinoe, samherji hennar í bandaríska liðinu, og Sunil Gulati, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins. „Ummæli Hope Solo eftir leikinn gegn Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2016 voru óásættanleg og ekki takt við það sem við krefjumst af okkar landsliðsfólki,“ sagði Gulati í fréttatilkynningu. Í henni segir einnig að bannið sem Solo fékk tengist einnig gömlum syndum markvarðarins.Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem er 35 ára, hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár og hjálpað bandaríska landsliðinu að vinna heimsmeistaratitil og til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikum. Auk þess að sýna frábæra frammistöðu inni á vellinum hefur Solo verið dugleg að koma sér í fréttirnir fyrir atvik utan hans. Í júní 2014 var hún handtekin vegna ásakana um að hafa beitt hálfsystur sína og frænda ofbeldi. Í fyrra var Solo svo sett í 30 bann af bandaríska knattspyrnusambandinu eftir að hún og eiginmaður hennar, Jerramy Stevens, voru stoppuð í bíl bandaríska landsliðsins á leið til Los Angeles. Eiginmaðurinn var drukkinn undir stýri og sat inni í þrjá daga. Solo hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin en ljóst er að þeir verða ekki fleiri á næstunni.
Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira