Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 5-0 | Öruggt hjá bikarmeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson á Hlíðarenda skrifar 3. júlí 2016 17:00 Úr leik liðanna í dag. vísir/eyþór Valsmenn eru komnir í undanúrslit Borgunarbikars karla eftir stórsigur á Fylki, 5-0, á Valsvellinum í dag. Eins og tölurnar gefa til kynna voru Valsmenn miklu sterkari aðilinn í leiknum og áttu í litlum vandræðum með slaka Fylkismenn. Rolf Toft kom Val yfir strax á 4. mínútu og landi hans, Nikolaj Hansen, skoraði tvö næstu mörk heimamanna. Staðan var 3-0 í hálfleik en Kristinn Freyr Sigurðsson bætti tveimur mörkum við á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik og þar við sat. Lokatölur 5-0 og bikarmeistararnir eru komnir í undanúrslit.Af hverju vann Valur? Valsmenn komust yfir strax á 4. mínútu og þá fór leikplan Fylkis í vaskinn. Þeir vissu ekki hvort eða hvernig þeir ætluðu að pressa og Valsmenn spiluðu auðveldlega í gegnum þá. Heimamenn sköpuðu sér engan aragrúa af færum - skoruðu fimm mörk úr fimm skotum á markið - en voru samt miklu sterkari aðilinn, héldu boltanum vel og létu Fylkismenn hlaupa. Valur átti margar fallegar sóknir og fóru létt með að opna Fylkisvörnina. Valsmenn gáfu svo hvergi eftir í seinni hálfleik og Kristinn Freyr bætti tveimur mörkum við og fullkomnaði öruggan 5-0 sigur.Þessir stóðu upp úr Allt Valsliðið átti góðan leik í dag. Einar Karl Ingvarsson kom inn í byrjunarliðið og dreifði boltanum vel á miðjunni ásamt Hauki Páli Sigurðssyni. Fjórir fremstu menn Vals voru svo stórhættulegir. Toft fann sig vel á hægri kantinum, skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar og kannski er það hans besta staða í Valsliðinu. Kristinn Freyr og Sigurður Egill Lárusson voru einnig öflugir og Nikolaj Hansen skoraði tvö mörk og er því kominn með fjögur mörk í Borgunarbikarnum og sex alls í sumar. Ragnar Bragi Sveinsson var líflegastur hjá Fylki. Bestu færi Árbæinga féllu honum í skaut en hann nýtti þau illa.Hvað gekk illa? Meira og minna allt hjá Fylki. Fyrsta markið virtist slá þá algjörlega út af laginu og liðið virkaði ráðalaust. Þeir reyndu stundum að pressa en þá ekki á öllu liðinu og Valsmenn áttu auðvelt með að leysa pressuna. Og þrátt fyrir að vörn Fylkis lægi frekar aftarlega var alltof einfalt fyrir heimamenn að stinga boltanum inn fyrir vörn Árbæinga. Í sókninni var svo lítið að frétta. Ragnar Bragi reyndi hvað hann gat en fékk litla hjálp. Albert Brynjar Ingason var ekki með og Fylkismenn söknuðu hans greinilega. Jose Sito Enrique náði ekki að fylgja góðum leik gegn Víkingi eftir og Andrés Már Jóhannesson var ekki með frekar en í mörgum leikjum í sumar.Hvað gerist næst? Valsmenn fara næst til Danmerkur og leika seinni leikinn gegn Brøndby á fimmtudaginn. Á mánudeginum eftir viku bíður þeirra svo heimaleikur við ÍBV. Fylkismenn eiga ekki leik fyrr en 11. júlí þegar þeir sækja Þrótt heim. Árbæingar unnu sinn fyrsta deildarsigur í síðasta leik en eru komnir aftur á byrjunarreit eftir skelfilega frammistöðu og skell í dag. Það er svo spurning hvort það verði kominn nýr maður í brúna fyrir leikinn gegn Þrótti. Ásmundur Arnarsson var látinn taka pokann sinn eftir 4-0 tap fyrir ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í fyrra og það er spurning hvort sömu örlög bíða Hermanns Hreiðarssonar eftir tapið í dag.Ólafur: Reyndum að hafa áhuga á leiknum Það var létt yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals, eftir öruggan sigur hans manna á Fylki, 5-0, í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. „Þetta var fínn leikur og ég er ánægður með okkar framlag. Við mættum grimmir til leiks og gáfum þeim ekki möguleika,“ sagði Ólafur en Valur komst yfir strax á 4. mínútu leiksins. „Markmiðið var að byrja leikinn grimmt. Leikurinn fer fram á þannig tíma að það er kannski ekki mikill áhugi á honum hjá neinum. En við reyndum að hafa áhuga, höfðum hann og það hjálpaði okkur mjög mikið.“ Ólafur var ánægður með hvernig hans menn stjórnuðu leiknum og gáfu Fylkismönnum engin grið. „Mér fannst við koma grimmari til leiks en Fylkismennirnir og vorum með yfirhöndina þótt mér finnist 5-0 vera full stór sigur miðað við gang leiksins,“ sagði Ólafur en Valsmenn skutu fimm sinnum á markið í leiknum og skoruðu fimm mörk. „Það er frábært. Við höfum verið í basli fyrir framan markið og með að nýta færin okkar þannig að ég er mjög ánægður með það,“ sagði Ólafur að endingu.Haukur Páll: Áttum margar flottar sóknir „Við komum mjög vel gíraðir í þennan leik og skoruðum mjög góð mörk eftir góða spilkafla. Það er ánægjulegt að við höfum komið svona vel stemmdir til leiks eftir seinasta leik,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir stórsigurinn á Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Valsmenn töpuðu 1-4 fyrir Bröndby á fimmtudaginn en það virtist ekki hafa mikil áhrif á þá í leiknum í dag þar sem þeir voru mun sterkari aðilinn. „Við héldum boltanum mjög vel í dag og áttum margar flottar sóknir og skoruðum fimm góð mörk,“ sagði Haukur sem fannst sigurinn aldrei í hættu. „Ég slaka s.s. aldrei á inni á vellinum og vil keyra mig allan út. Við töluðum um það í hálfleik að slaka ekkert á og halda áfram sama dampi og það gekk svo sannarlega eftir,“ sagði fyrirliðinn. Hann vonast til að sigurinn í dag gefi Valsmönnum byr undir báða vængi og þeir fari að hífa sig ofar í töfluna í Pepsi-deildinni. „Jú, klárlega. En fyrst þurfum við að klára þetta Evrópuverkefni. Við förum út á þriðjudaginn og klárum leikinn vonandi með sæmd,“ sagði Haukur en seinni leikurinn gegn Bröndby fer fram á fimmtudaginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
Valsmenn eru komnir í undanúrslit Borgunarbikars karla eftir stórsigur á Fylki, 5-0, á Valsvellinum í dag. Eins og tölurnar gefa til kynna voru Valsmenn miklu sterkari aðilinn í leiknum og áttu í litlum vandræðum með slaka Fylkismenn. Rolf Toft kom Val yfir strax á 4. mínútu og landi hans, Nikolaj Hansen, skoraði tvö næstu mörk heimamanna. Staðan var 3-0 í hálfleik en Kristinn Freyr Sigurðsson bætti tveimur mörkum við á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik og þar við sat. Lokatölur 5-0 og bikarmeistararnir eru komnir í undanúrslit.Af hverju vann Valur? Valsmenn komust yfir strax á 4. mínútu og þá fór leikplan Fylkis í vaskinn. Þeir vissu ekki hvort eða hvernig þeir ætluðu að pressa og Valsmenn spiluðu auðveldlega í gegnum þá. Heimamenn sköpuðu sér engan aragrúa af færum - skoruðu fimm mörk úr fimm skotum á markið - en voru samt miklu sterkari aðilinn, héldu boltanum vel og létu Fylkismenn hlaupa. Valur átti margar fallegar sóknir og fóru létt með að opna Fylkisvörnina. Valsmenn gáfu svo hvergi eftir í seinni hálfleik og Kristinn Freyr bætti tveimur mörkum við og fullkomnaði öruggan 5-0 sigur.Þessir stóðu upp úr Allt Valsliðið átti góðan leik í dag. Einar Karl Ingvarsson kom inn í byrjunarliðið og dreifði boltanum vel á miðjunni ásamt Hauki Páli Sigurðssyni. Fjórir fremstu menn Vals voru svo stórhættulegir. Toft fann sig vel á hægri kantinum, skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar og kannski er það hans besta staða í Valsliðinu. Kristinn Freyr og Sigurður Egill Lárusson voru einnig öflugir og Nikolaj Hansen skoraði tvö mörk og er því kominn með fjögur mörk í Borgunarbikarnum og sex alls í sumar. Ragnar Bragi Sveinsson var líflegastur hjá Fylki. Bestu færi Árbæinga féllu honum í skaut en hann nýtti þau illa.Hvað gekk illa? Meira og minna allt hjá Fylki. Fyrsta markið virtist slá þá algjörlega út af laginu og liðið virkaði ráðalaust. Þeir reyndu stundum að pressa en þá ekki á öllu liðinu og Valsmenn áttu auðvelt með að leysa pressuna. Og þrátt fyrir að vörn Fylkis lægi frekar aftarlega var alltof einfalt fyrir heimamenn að stinga boltanum inn fyrir vörn Árbæinga. Í sókninni var svo lítið að frétta. Ragnar Bragi reyndi hvað hann gat en fékk litla hjálp. Albert Brynjar Ingason var ekki með og Fylkismenn söknuðu hans greinilega. Jose Sito Enrique náði ekki að fylgja góðum leik gegn Víkingi eftir og Andrés Már Jóhannesson var ekki með frekar en í mörgum leikjum í sumar.Hvað gerist næst? Valsmenn fara næst til Danmerkur og leika seinni leikinn gegn Brøndby á fimmtudaginn. Á mánudeginum eftir viku bíður þeirra svo heimaleikur við ÍBV. Fylkismenn eiga ekki leik fyrr en 11. júlí þegar þeir sækja Þrótt heim. Árbæingar unnu sinn fyrsta deildarsigur í síðasta leik en eru komnir aftur á byrjunarreit eftir skelfilega frammistöðu og skell í dag. Það er svo spurning hvort það verði kominn nýr maður í brúna fyrir leikinn gegn Þrótti. Ásmundur Arnarsson var látinn taka pokann sinn eftir 4-0 tap fyrir ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í fyrra og það er spurning hvort sömu örlög bíða Hermanns Hreiðarssonar eftir tapið í dag.Ólafur: Reyndum að hafa áhuga á leiknum Það var létt yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals, eftir öruggan sigur hans manna á Fylki, 5-0, í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. „Þetta var fínn leikur og ég er ánægður með okkar framlag. Við mættum grimmir til leiks og gáfum þeim ekki möguleika,“ sagði Ólafur en Valur komst yfir strax á 4. mínútu leiksins. „Markmiðið var að byrja leikinn grimmt. Leikurinn fer fram á þannig tíma að það er kannski ekki mikill áhugi á honum hjá neinum. En við reyndum að hafa áhuga, höfðum hann og það hjálpaði okkur mjög mikið.“ Ólafur var ánægður með hvernig hans menn stjórnuðu leiknum og gáfu Fylkismönnum engin grið. „Mér fannst við koma grimmari til leiks en Fylkismennirnir og vorum með yfirhöndina þótt mér finnist 5-0 vera full stór sigur miðað við gang leiksins,“ sagði Ólafur en Valsmenn skutu fimm sinnum á markið í leiknum og skoruðu fimm mörk. „Það er frábært. Við höfum verið í basli fyrir framan markið og með að nýta færin okkar þannig að ég er mjög ánægður með það,“ sagði Ólafur að endingu.Haukur Páll: Áttum margar flottar sóknir „Við komum mjög vel gíraðir í þennan leik og skoruðum mjög góð mörk eftir góða spilkafla. Það er ánægjulegt að við höfum komið svona vel stemmdir til leiks eftir seinasta leik,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir stórsigurinn á Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Valsmenn töpuðu 1-4 fyrir Bröndby á fimmtudaginn en það virtist ekki hafa mikil áhrif á þá í leiknum í dag þar sem þeir voru mun sterkari aðilinn. „Við héldum boltanum mjög vel í dag og áttum margar flottar sóknir og skoruðum fimm góð mörk,“ sagði Haukur sem fannst sigurinn aldrei í hættu. „Ég slaka s.s. aldrei á inni á vellinum og vil keyra mig allan út. Við töluðum um það í hálfleik að slaka ekkert á og halda áfram sama dampi og það gekk svo sannarlega eftir,“ sagði fyrirliðinn. Hann vonast til að sigurinn í dag gefi Valsmönnum byr undir báða vængi og þeir fari að hífa sig ofar í töfluna í Pepsi-deildinni. „Jú, klárlega. En fyrst þurfum við að klára þetta Evrópuverkefni. Við förum út á þriðjudaginn og klárum leikinn vonandi með sæmd,“ sagði Haukur en seinni leikurinn gegn Bröndby fer fram á fimmtudaginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira