Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2016 19:03 Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. „Fórnin hér er mikil. Hér eru tveir heiðursmenn sem hafa verið miklir leiðtogar (Bjarni og Guðmundur) og hafa unnið glæsta sigra innan vallar," sagði Willum Þór í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir hafa einnig gert góða hluti utan vallar þannig að þetta er veruleika-"check" fyrir okkur hina sem ætlum að reyna halda áfram skútunni og reisa þetta við," en var ekkert erfitt að taka við á þessum tímapunkti? „Nei, það er mun erfiðara þegar KR á í hlut en öll önnur félög. Ég skal viðurkenna það," sagði Willum og hélt áfram að lofsama uppeldisklúbbinn: „Ég er alinn upp hérna og KR hefur oft sagt nei við mig; ég komst ekki í liðið, þjálfarasamningnum sagt upp og svo framvegis, en maður verður alltaf KR-inugur. Það er ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt."Sjá einnig:Willum Þór tekur við KR-liðinu KR hefur gengið afleitlega á tímabilinu. Liðið er dottið úr bikarnum og er einungis með níu stig eftir níu leiki, en hverju þarf að breyta? „Það er augljóst að við þurfum að vinna í sigurhugarfarinu. Það eru klárlega mikil gæði, holningin á liðinu er fín og öll vinna á liðinu er búin að vera góð." „Það hafa allir lagt sitt að mörkum. Þegar þú lendir í svona fari þá þarf einhvernveginn að brjóta það upp," sagði Willum að lokum. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, vonar að þjálfarabreytingin breyti því að Vesturbæjarliðið fari að vinna einhverja leiki. „Ég vona að þetta breyti miklu og breyti því að liðið fari að vinna einhverja leiki. Það er það sem þarf og að Willum og strákarnir komi okkur á þann stall sem við viljum vera á," sagði Kristinn. Fyrsta verkefni Willum og hans aðstoðarmanns, Arnars Gunnlaugssonar, verður leikur gegn Norður-Írunum í Glentoran á fimmtudag í undankeppni Evrópudeildarinnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. „Fórnin hér er mikil. Hér eru tveir heiðursmenn sem hafa verið miklir leiðtogar (Bjarni og Guðmundur) og hafa unnið glæsta sigra innan vallar," sagði Willum Þór í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir hafa einnig gert góða hluti utan vallar þannig að þetta er veruleika-"check" fyrir okkur hina sem ætlum að reyna halda áfram skútunni og reisa þetta við," en var ekkert erfitt að taka við á þessum tímapunkti? „Nei, það er mun erfiðara þegar KR á í hlut en öll önnur félög. Ég skal viðurkenna það," sagði Willum og hélt áfram að lofsama uppeldisklúbbinn: „Ég er alinn upp hérna og KR hefur oft sagt nei við mig; ég komst ekki í liðið, þjálfarasamningnum sagt upp og svo framvegis, en maður verður alltaf KR-inugur. Það er ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt."Sjá einnig:Willum Þór tekur við KR-liðinu KR hefur gengið afleitlega á tímabilinu. Liðið er dottið úr bikarnum og er einungis með níu stig eftir níu leiki, en hverju þarf að breyta? „Það er augljóst að við þurfum að vinna í sigurhugarfarinu. Það eru klárlega mikil gæði, holningin á liðinu er fín og öll vinna á liðinu er búin að vera góð." „Það hafa allir lagt sitt að mörkum. Þegar þú lendir í svona fari þá þarf einhvernveginn að brjóta það upp," sagði Willum að lokum. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, vonar að þjálfarabreytingin breyti því að Vesturbæjarliðið fari að vinna einhverja leiki. „Ég vona að þetta breyti miklu og breyti því að liðið fari að vinna einhverja leiki. Það er það sem þarf og að Willum og strákarnir komi okkur á þann stall sem við viljum vera á," sagði Kristinn. Fyrsta verkefni Willum og hans aðstoðarmanns, Arnars Gunnlaugssonar, verður leikur gegn Norður-Írunum í Glentoran á fimmtudag í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira