Hlutabréfamarkaðir hrynja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 09:46 Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB Vísir/Getty Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu hafa hríðfallið það sem af er degi eftir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslur Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið.Breska pundið hefur fallið um tíu prósent og hefur ekki verið lægra síðan 1985. Fjárfestar voru einnig snöggir til að losa sig við hlutabréf í evrópskum fyrirtækjum og hafa hlutabréfavísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fallið um sjö til tíu prósent. Hlutabréf breskra banka hrundu í morgun en hlutabréf bankanna Barclays og RBS féllu um allt að 30 prósent. Úrslit kosninganna urðu ljós á meðan markaðir í Asíu voru enn opnir og féll hlutabréfavísitalan Nikkei í Japan um sjö prósent. Olíuverð hefur einnig lækkað í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem búist er við að muni hafa enn frekar áhrif á heimsmarkaði en mikil óvissa ríkir nú um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands úr ESB muni hafa. „Þetta er ógnvekjandi og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir James Butterfill, sérfræðingur hjá ETF Securites í London. „Mjög margir munu tapa miklum fjárhæðum.“ Forsvarsmenn Englandsbanka segjast fylgjast vel með þróuninni á mörkuðum og að þeir muni grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að bregðast við stöðunni og róa fjárfesta. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu hafa hríðfallið það sem af er degi eftir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslur Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið.Breska pundið hefur fallið um tíu prósent og hefur ekki verið lægra síðan 1985. Fjárfestar voru einnig snöggir til að losa sig við hlutabréf í evrópskum fyrirtækjum og hafa hlutabréfavísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fallið um sjö til tíu prósent. Hlutabréf breskra banka hrundu í morgun en hlutabréf bankanna Barclays og RBS féllu um allt að 30 prósent. Úrslit kosninganna urðu ljós á meðan markaðir í Asíu voru enn opnir og féll hlutabréfavísitalan Nikkei í Japan um sjö prósent. Olíuverð hefur einnig lækkað í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem búist er við að muni hafa enn frekar áhrif á heimsmarkaði en mikil óvissa ríkir nú um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands úr ESB muni hafa. „Þetta er ógnvekjandi og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir James Butterfill, sérfræðingur hjá ETF Securites í London. „Mjög margir munu tapa miklum fjárhæðum.“ Forsvarsmenn Englandsbanka segjast fylgjast vel með þróuninni á mörkuðum og að þeir muni grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að bregðast við stöðunni og róa fjárfesta.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25