Barcelona tryggði sér spænska bikarmeistaratitilinn annað árið í röð eftir 2-0 sigur á Sevilla í úrslitaleiknum í kvöld en alls fóru þrjú rauð spjöld á loft í leiknum.
Javier Mascherano, argentínski miðvörðurinn í liði Barcelona, fékk beint rautt spjald á 36. mínútu þegar hann stöðvaði Kevin Gameiro er franski framherjinn var að sleppa einn í gegn.
Þrátt fyrir það tókst tíu leikmönnum Barcelona að halda út og knýja fram framlengingu en á 92. mínútu fékk Ever Banega, landi Mascherano, beint rautt spjald. Var því jafnt í liðum þegar framlengingin var flautuð á.
Á 7. mínútu í framlengingunni kom Jordi Alba Börsungum yfir eftir góðan undirbúning Lionel Messi en Neymar gulltryggði sigurinn á 122. mínútu eftir stoðsendingu frá Messi.
Stuttu áður fékk Daniel Carrico sitt annað gula spjald og þar með rautt en Sevilla var aðeins með níu leikmenn inná þegar leiknum lauk. Voru alls tólf gul spjöld í leiknum og tvö bein rauð spjöld.
Barcelona varði bikarmeistaratitilinn | Fimmtán spjöld á loft í leiknum
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn


