Ancelotti: Pérez bað mig um að breyta hlutverki Bale Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2016 22:45 Ancelotti vildi ekki breyta leikkerfi Real Madrid til að þóknast Bale. vísir/getty Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, segir í nýrri bók sinni að Florentino Pérez, forseti félagsins, hafi þrýst á hann að breyta hlutverki Gareth Bale hjá Madrídarliðinu. Waleverjinn var keyptur til Real Madrid fyrir metfé sumarið 2013 en á sínu fyrsta tímabili á Spáni vann hann spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Ancelotti notaði Bale langoftast á hægri kantinum en Bale og umboðsmaður hans, John Barnett, hafa lýst því yfir að hann vilji frekar spila fyrir aftan fremsta mann, sem svokölluð tía. „Einn morguninn fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra Madrid [José Ángel Sánchez] sem tjáði mér að forsetinn vildi tala við mig eftir æfinguna. Þetta var mjög óvenjulegt,“ segir Ancelotti í bókinni Quiet Leadership: Winning Hearts, Minds and Matches. „Þegar ég hitti forsetann sagði hann mér að umboðsmaður Bale hefði komið til hans og viljað tala um stöðu leikmannsins. Hann sagði forsetanum að Bale væri ósáttur með sitt hlutverk og vildi spila meira miðsvæðis.“ Ancelotti segist hafa tjáð bæði Pérez og Bale að hann gæti ekki breytt leikkerfi Real Madrid bara til að þóknast einum leikmanni. Bale fékk tækifæri í draumastöðunni sinni undir stjórn Rafa Benítez en eftir að hann var rekinn og Zinedine Zidane tók við var Walesverjinn færður aftur út á hægri kantinn. Bale skoraði 19 mörk í 23 leikjum með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann á hins vegar enn eftir að komast á blað í Meistaradeildinni en fær tækifæri til að bæta úr því í úrslitaleiknum gegn Atlético Madrid á San Siro 28. maí næstkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, segir í nýrri bók sinni að Florentino Pérez, forseti félagsins, hafi þrýst á hann að breyta hlutverki Gareth Bale hjá Madrídarliðinu. Waleverjinn var keyptur til Real Madrid fyrir metfé sumarið 2013 en á sínu fyrsta tímabili á Spáni vann hann spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Ancelotti notaði Bale langoftast á hægri kantinum en Bale og umboðsmaður hans, John Barnett, hafa lýst því yfir að hann vilji frekar spila fyrir aftan fremsta mann, sem svokölluð tía. „Einn morguninn fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra Madrid [José Ángel Sánchez] sem tjáði mér að forsetinn vildi tala við mig eftir æfinguna. Þetta var mjög óvenjulegt,“ segir Ancelotti í bókinni Quiet Leadership: Winning Hearts, Minds and Matches. „Þegar ég hitti forsetann sagði hann mér að umboðsmaður Bale hefði komið til hans og viljað tala um stöðu leikmannsins. Hann sagði forsetanum að Bale væri ósáttur með sitt hlutverk og vildi spila meira miðsvæðis.“ Ancelotti segist hafa tjáð bæði Pérez og Bale að hann gæti ekki breytt leikkerfi Real Madrid bara til að þóknast einum leikmanni. Bale fékk tækifæri í draumastöðunni sinni undir stjórn Rafa Benítez en eftir að hann var rekinn og Zinedine Zidane tók við var Walesverjinn færður aftur út á hægri kantinn. Bale skoraði 19 mörk í 23 leikjum með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann á hins vegar enn eftir að komast á blað í Meistaradeildinni en fær tækifæri til að bæta úr því í úrslitaleiknum gegn Atlético Madrid á San Siro 28. maí næstkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira