Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 3-3 (1-4) | Valsmenn meistarar meistaranna Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2016 21:45 Valur vann Meistarakeppni KSÍ eftir sigur á FH í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3 og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara keppninnar. Leikurinn hófst með miklum látum og tók það FH-inga aðeins rúmlega mínútu að skora fyrsta mark leiksins. Þar var á ferðinni Sam Hewson og setti boltann snyrtilega framhjá Ingvari Kale í marki Vals. Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, flikkaði boltanum á Sam sem afgreiddi hann í netið. FH-ingar pressuðu strax stíft að vörn Vals eftir markið og hefðu hæglega getað bætt strax við öðru marki. Markið sló Valsmenn alls ekkert útaf laginu og liðið hélt í sitt skipulag og hélt áfram. Það skilað árangri þegar Kassim Doumbia var dæmdur brotlegur innan vítateigs þegar um korter var liðið af leiknum. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn og þrumaði boltanum í netið, algjörlega óverjandi fyrir Kristján Finnbogason í marki FH. Það liðu síðan aðeins nokkrar mínútur þar til að Valsmenn voru komnir yfir. Þá fékk Sigurður Egill Lárusson stungusendingu inn fyrir vörn FH og afgreiddi boltann vel í netið. Tuttugu mínútur liðnar og staðan orðin 2-1 fyrir Valsmenn. Þannig var staðan í hálfleik og Valsmenn mun betri. FH-ingar mættu öflugir til leiks í síðari hálfleiknum og það var greinilegt á leikmönnum liðsins að þeir ætluðu að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar korter var liðið af síðari hálfleiknum þegar Atli Guðnason skoraði fínt mark eftir laglegan undirbúning frá Davíð Þór Viðarssyni. FH-ingar voru með ágæt tök á síðari hálfleiknum en Valsarar fengu samt sem áður sín tækifæri. Atli Guðnason var aftur á ferðinni um tíu mínútum fyrir leikslok þegar Davíð fann hann aftur. Svipuð sókn en hinum megin á vellinum. Atli þakkaði pent fyrir sig og skoraði laglega framhjá Ingvari. Það var útlit fyrir það að FH myndi fara heim með fyrsta bikarinn á tímabilinu en Guðjón Pétur Lýðsson var ekki sammála. Valsmenn fengu aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan vítateig FH og Guðjón Pétur tók sig til að þrumaði boltanum í netið framhjá Kristjáni Finnboga, og það í uppbótatíma. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Valsmenn voru mikið betri í vítakeppninni og misnotuðu ekki spyrnu en FH-ingar voru aftur á móti ekki eins góðir og því vann Valur Meistarakeppni KSÍ í ár, og það örugglega í vítaspyrnukeppni. Óli Jó: Hlakka til að byrja mótiðÓlafur Jóhannesson er þjálfari Vals.vísir„Ég held að þetta hafi verið fín leikur að okkar hálfu og skemmtilegur að horfa;“ segir Ólafur Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Besti leikmaður vallarins var sennilega aðeins yngri en ég,“ segir Ólafur og átti hann við Kristján Finnbogason, markvörð FH. En Guðjón Pétur Lýðsson setti boltann framhjá Kristjáni undir lok leiksins. „Guðjón er feiknalega góður spyrnumaður og setti boltann í netið.“ Ólafur segir að leikur liðsins í heild sinni hafi verið góður. „Mér fannst við samt smá hræddir að hafa forystu en ég er spenntur að fara byrja mótið og hlakka óvenju mikið til í ár.“ Heimir: Þurfum greinilega að æfa vítinHeimir Guðjónsson.Vísir/Stefán„Þetta hefur verið mjög skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Mér fannst Valsarar í raun í heildina betri í kvöld og við vorum bara frekar daprir í fyrri hálfleiknum“ segir Heimur Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið. „Varnarlega vorum við ekki góðir og við gáfum Völsurunum allt of mikið pláss í fyrri hálfleiknum. Mér fannst aukaspyrnudómurinn eitthvað skrítinn þegar þeir jafna leikinn.“ Heimir segir að liðið þurfi greinilega að æfa sig vel í því að taka vítaspyrnur. FH mætir Þrótti í fyrstu umferð 1. maí. „Það verður erfitt að mæta Þrótti í fyrstu umferð. Þeir hafa ekki verið í efstu deild í dágóðan tíma og ætlar liðið sér að gera góða hluti. Þjálfari liðsins segir að liðið verði klárt í fyrsta leik og því megum við ekki slaka neitt á. Guðjón Pétur: Vonandi verða dollurnar fleiriGuðjón setti frábæra körfu.vísir/anton„Ég lagði hann bara í hornið og hann náði ekki að verja, þannig á þetta að vera,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. Guðjón Pétur jafnaði metin í 3-3 á 91. mínútu og tryggði Val vítaspyrnukeppni. „Við áttum sannarlega skilið að vinna þennan leik. FH-ingar eru með frábært lið en við erum bara líka með gott lið og eigum að geta unnið hvaða lið sem er á landinu. Þetta gefur bara góð fyrirheit fyrir sumarið.“ Guðjón segir að það sé alltaf gaman að vinna dollu og vonandi verði þær fleiri í sumar.Leikurinn gegn Fjölni leggst vel í Guðjón Pétur og félaga í Val. „Það er mjög erfitt að lesa Fjölnismenn, þeir eru með marga nýja leikmenn en góðan þjálfara og eru alltaf sterkir.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Valur vann Meistarakeppni KSÍ eftir sigur á FH í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3 og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara keppninnar. Leikurinn hófst með miklum látum og tók það FH-inga aðeins rúmlega mínútu að skora fyrsta mark leiksins. Þar var á ferðinni Sam Hewson og setti boltann snyrtilega framhjá Ingvari Kale í marki Vals. Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, flikkaði boltanum á Sam sem afgreiddi hann í netið. FH-ingar pressuðu strax stíft að vörn Vals eftir markið og hefðu hæglega getað bætt strax við öðru marki. Markið sló Valsmenn alls ekkert útaf laginu og liðið hélt í sitt skipulag og hélt áfram. Það skilað árangri þegar Kassim Doumbia var dæmdur brotlegur innan vítateigs þegar um korter var liðið af leiknum. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn og þrumaði boltanum í netið, algjörlega óverjandi fyrir Kristján Finnbogason í marki FH. Það liðu síðan aðeins nokkrar mínútur þar til að Valsmenn voru komnir yfir. Þá fékk Sigurður Egill Lárusson stungusendingu inn fyrir vörn FH og afgreiddi boltann vel í netið. Tuttugu mínútur liðnar og staðan orðin 2-1 fyrir Valsmenn. Þannig var staðan í hálfleik og Valsmenn mun betri. FH-ingar mættu öflugir til leiks í síðari hálfleiknum og það var greinilegt á leikmönnum liðsins að þeir ætluðu að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar korter var liðið af síðari hálfleiknum þegar Atli Guðnason skoraði fínt mark eftir laglegan undirbúning frá Davíð Þór Viðarssyni. FH-ingar voru með ágæt tök á síðari hálfleiknum en Valsarar fengu samt sem áður sín tækifæri. Atli Guðnason var aftur á ferðinni um tíu mínútum fyrir leikslok þegar Davíð fann hann aftur. Svipuð sókn en hinum megin á vellinum. Atli þakkaði pent fyrir sig og skoraði laglega framhjá Ingvari. Það var útlit fyrir það að FH myndi fara heim með fyrsta bikarinn á tímabilinu en Guðjón Pétur Lýðsson var ekki sammála. Valsmenn fengu aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan vítateig FH og Guðjón Pétur tók sig til að þrumaði boltanum í netið framhjá Kristjáni Finnboga, og það í uppbótatíma. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Valsmenn voru mikið betri í vítakeppninni og misnotuðu ekki spyrnu en FH-ingar voru aftur á móti ekki eins góðir og því vann Valur Meistarakeppni KSÍ í ár, og það örugglega í vítaspyrnukeppni. Óli Jó: Hlakka til að byrja mótiðÓlafur Jóhannesson er þjálfari Vals.vísir„Ég held að þetta hafi verið fín leikur að okkar hálfu og skemmtilegur að horfa;“ segir Ólafur Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Besti leikmaður vallarins var sennilega aðeins yngri en ég,“ segir Ólafur og átti hann við Kristján Finnbogason, markvörð FH. En Guðjón Pétur Lýðsson setti boltann framhjá Kristjáni undir lok leiksins. „Guðjón er feiknalega góður spyrnumaður og setti boltann í netið.“ Ólafur segir að leikur liðsins í heild sinni hafi verið góður. „Mér fannst við samt smá hræddir að hafa forystu en ég er spenntur að fara byrja mótið og hlakka óvenju mikið til í ár.“ Heimir: Þurfum greinilega að æfa vítinHeimir Guðjónsson.Vísir/Stefán„Þetta hefur verið mjög skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Mér fannst Valsarar í raun í heildina betri í kvöld og við vorum bara frekar daprir í fyrri hálfleiknum“ segir Heimur Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið. „Varnarlega vorum við ekki góðir og við gáfum Völsurunum allt of mikið pláss í fyrri hálfleiknum. Mér fannst aukaspyrnudómurinn eitthvað skrítinn þegar þeir jafna leikinn.“ Heimir segir að liðið þurfi greinilega að æfa sig vel í því að taka vítaspyrnur. FH mætir Þrótti í fyrstu umferð 1. maí. „Það verður erfitt að mæta Þrótti í fyrstu umferð. Þeir hafa ekki verið í efstu deild í dágóðan tíma og ætlar liðið sér að gera góða hluti. Þjálfari liðsins segir að liðið verði klárt í fyrsta leik og því megum við ekki slaka neitt á. Guðjón Pétur: Vonandi verða dollurnar fleiriGuðjón setti frábæra körfu.vísir/anton„Ég lagði hann bara í hornið og hann náði ekki að verja, þannig á þetta að vera,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. Guðjón Pétur jafnaði metin í 3-3 á 91. mínútu og tryggði Val vítaspyrnukeppni. „Við áttum sannarlega skilið að vinna þennan leik. FH-ingar eru með frábært lið en við erum bara líka með gott lið og eigum að geta unnið hvaða lið sem er á landinu. Þetta gefur bara góð fyrirheit fyrir sumarið.“ Guðjón segir að það sé alltaf gaman að vinna dollu og vonandi verði þær fleiri í sumar.Leikurinn gegn Fjölni leggst vel í Guðjón Pétur og félaga í Val. „Það er mjög erfitt að lesa Fjölnismenn, þeir eru með marga nýja leikmenn en góðan þjálfara og eru alltaf sterkir.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira