Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. apríl 2016 14:59 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtölum sínum opinberlega. Upplýsingarnar eru skráðar inn á vef Vinstri grænna undir hagsmunaskráningu Katrínar. Ekki er um að ræða afrit af skattframtalinu heldur er búið að setja inn upplýsingar úr því handvirkt. Ekki liggur fyrir hvenær upplýsingarnar voru settar inn en ekki náðist í Katrínu við vinnslu fréttarinnar. Á síðunni er að finna upplýsingar um tekjur og eignir Katrínar og eiginmanns hennar. Kemur meðal annars fram að tekjur Katrínar í fyrra hafi verið alls 13.616.586 krónur, þá hafi innistæður á bankareikningum í árslok numið 637.963 krónur og þá eiga Katrín og maður hennar íbúð sem metin er á 34.100.000 króna. Mjög hefur verið kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, birti upplýsingar úr skattframtölum sínum til að sýna fram á að þeir hafi greitt skatta hér á landi vegna aflandsfélaga sem þeir hafa tengst. Á þingi í dag sagði Bjarni að það myndi „koma í ljós“ hvort að hann myndi gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega, þegar hann var spurður út í það í óundirbúnum fyrirspurnartíma.Uppfært klukkan 16:25: Í samtali við Vísi segist Katrín hafa ákveðið að birta upplýsingar úr skattframtölum sínum í ljósi umræðunnar síðustu daga og kröfu um að forystumenn stjórnmálaflokka birtu slíkar upplýsingar. Vísar hún meðal annars í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að hann muni sé tilbúin til að birta frekari upplýsingar um sín skattamál geri forystumenn annarra stjórnmálaflokka slíkt hið sama. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, birtu sínar upplýsingar í vikunni og segist Katrín hafa ákveðið að birta sínar upplýsingar með svipuðum hætti og þau. Tengdar fréttir Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum Fjármálaráðherra var inntur svara um hvort hann muni gera skattframtal sitt opinbert. 14. apríl 2016 11:26 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtölum sínum opinberlega. Upplýsingarnar eru skráðar inn á vef Vinstri grænna undir hagsmunaskráningu Katrínar. Ekki er um að ræða afrit af skattframtalinu heldur er búið að setja inn upplýsingar úr því handvirkt. Ekki liggur fyrir hvenær upplýsingarnar voru settar inn en ekki náðist í Katrínu við vinnslu fréttarinnar. Á síðunni er að finna upplýsingar um tekjur og eignir Katrínar og eiginmanns hennar. Kemur meðal annars fram að tekjur Katrínar í fyrra hafi verið alls 13.616.586 krónur, þá hafi innistæður á bankareikningum í árslok numið 637.963 krónur og þá eiga Katrín og maður hennar íbúð sem metin er á 34.100.000 króna. Mjög hefur verið kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, birti upplýsingar úr skattframtölum sínum til að sýna fram á að þeir hafi greitt skatta hér á landi vegna aflandsfélaga sem þeir hafa tengst. Á þingi í dag sagði Bjarni að það myndi „koma í ljós“ hvort að hann myndi gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega, þegar hann var spurður út í það í óundirbúnum fyrirspurnartíma.Uppfært klukkan 16:25: Í samtali við Vísi segist Katrín hafa ákveðið að birta upplýsingar úr skattframtölum sínum í ljósi umræðunnar síðustu daga og kröfu um að forystumenn stjórnmálaflokka birtu slíkar upplýsingar. Vísar hún meðal annars í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að hann muni sé tilbúin til að birta frekari upplýsingar um sín skattamál geri forystumenn annarra stjórnmálaflokka slíkt hið sama. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, birtu sínar upplýsingar í vikunni og segist Katrín hafa ákveðið að birta sínar upplýsingar með svipuðum hætti og þau.
Tengdar fréttir Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum Fjármálaráðherra var inntur svara um hvort hann muni gera skattframtal sitt opinbert. 14. apríl 2016 11:26 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum Fjármálaráðherra var inntur svara um hvort hann muni gera skattframtal sitt opinbert. 14. apríl 2016 11:26
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49