Bandarískir hermenn sendir til Sýrlands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2015 08:00 Bandarískir hermenn sem þessir munu brátt hafa fasta viðveru í Sýrlandi í fyrsta sinn. nordicphotos/afp Tæplega fimmtíu bandarískir hermenn úr sérsveit Bandaríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðaraðgerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta viðveru á jörðu niðri. Bandaríkjaher og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnarmenn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmennirnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmannanna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna uppreisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Earnest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrklandi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Tæplega fimmtíu bandarískir hermenn úr sérsveit Bandaríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðaraðgerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta viðveru á jörðu niðri. Bandaríkjaher og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnarmenn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmennirnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmannanna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna uppreisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Earnest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrklandi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira