Bandarískir hermenn sendir til Sýrlands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2015 08:00 Bandarískir hermenn sem þessir munu brátt hafa fasta viðveru í Sýrlandi í fyrsta sinn. nordicphotos/afp Tæplega fimmtíu bandarískir hermenn úr sérsveit Bandaríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðaraðgerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta viðveru á jörðu niðri. Bandaríkjaher og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnarmenn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmennirnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmannanna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna uppreisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Earnest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrklandi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Tæplega fimmtíu bandarískir hermenn úr sérsveit Bandaríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðaraðgerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta viðveru á jörðu niðri. Bandaríkjaher og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnarmenn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmennirnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmannanna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna uppreisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Earnest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrklandi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira