Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Víkingur 4-3 | Tíu Fjölnismenn héldu út í markaleik Stefán Árni Pálsson á Fjölnisvellinum skrifar 20. september 2015 18:00 Davíð Örn Atlason og Viðar Ari Jónsson berjast um boltann. vísir/valli Fjölnir vann sterkan sigur, 4-3, á Víkingum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Fjölnismenn voru hálfan leikinn einum manni færri en það skipti ekki máli og sigurinn þeirra. Leikurinn hófst með miklum látum og var aðeins eitt lið mætt á völlinn á upphafsmínútunum. Það voru Fjölnismenn og þeir keyrðu heldur betur á Víkinga. Með góðu spili og skipulögðum sóknarleik var Fjölnir komið í 3-0 eftir 40 mínútna leik. Með mörkum frá Kennie Knak Chopart, Bergsveini Ólafssyni og Aroni Sigurðarsyni. Allt stefndi þetta í rúst heimamanna. Algjörlega upp úr þurru skoruðu þeir Ívar Orri og Hallgrímur Mar tvö mörk á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og staðan allt í einu orðin 3-2. Ekki nóg með það, þá fékk Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, rautt spjald undir lok hálfleiksins og var útlitið ekki svo slæmt fyrir Víkinga. Síðari hálfleikurinn byrjaði mikið mun rólegra en sá fyrri og voru leikmenn liðanna ekki að finna taktinn. Það var ekki að sjá að Víkingar voru einum fleiri og Fjölnismenn stóðu vel í þeim. Kennie Knak Chopart var oft á tíðum erfiður Víkingum og fór mjög illa með þá. Víkingar náðu ekki að brjóta ísinn og þegar leið á hálfleikinn voru Fjölnismenn bara líklegri. Þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Guðmundur Böðvar Guðmundsson boltann rétt fyrir utan vítateig Víkinga og bara lagði hann snyrtilega í netið. Staðan orðin 4-2 og leikurinn í raun búinn, eða hvað? Víkingar brunuðu strax upp völlinn og Davíð Örn Atlason skoraði ágætt mark og minnkaði muninn niður í eitt mark. Lengra komust gestirnir ekki og unnu Fjölnismenn fínan sigur, 4-3, í mögnuðum markaleik. Milos: Viktor kemur til baka„Þetta var ekki nægilega gott, sérstaklega ekki af okkar hálfu fyrstu þrjátíu mínútur leiksins,“ segir Milos Milojevic , þjálfari Víkinga, eftir leikinn. „Við fá að óska Fjölnismönnum til hamingju með sigurinn í dag, þeir voru betri aðilinn og áttu skilið að fá þrjú stig.“ Milos segist vera ósáttur með það hvernig Víkingar komu inn í leikinn. „Varnarleikur liðsins var ekki góður og það er eitthvað sem við verðum að skoða mjög vel. Fótboltalega vorum við ekki nægilega góðir. Menn voru oft út úr stöðu og bara út um allt.“ Viktor Jónsson, framherji Þróttar, fór á kostum í sumar og gerði 19 mörk. Hann er samningsbundinn Víkingum og var á láni hjá Þrótturum. „Hann er samningsbundinn okkur og er á leiðinni til baka, það er það eina sem ég veit. Hvað verður svo eftir tímabilið á bara eftir að koma í ljós.“ Bergsveinn: Við erum ekkert orðnir saddirBergsveinn í leik í sumar.„Þetta var stórfurðulegur fótboltaleikur hér í dag,“ segir Bergsveinn Ólafsson. „Þetta hafðist að lokum hjá okkur, með seiglu og vinnusemi. Þvílíkur seinni hálfleikur hjá okkur, allir að vinna fyrir hvorn annan og þannig uppsker maður þrjú stig.“ Bergsveinn segir að liðið hafi haft mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum. „Við fáum á okkur einhver tvö skítamörk sem á ekki að gerast. Heilt yfir vorum við miklu betri í þessum leik.“ Hann segir að þeir hafi verið aular að hleypa þeim inn í leikinn. „Þetta tímabil hefur verið gott hjá okkur en við erum alls ekkert saddir og ætlum okkur að halda áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Fjölnir vann sterkan sigur, 4-3, á Víkingum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Fjölnismenn voru hálfan leikinn einum manni færri en það skipti ekki máli og sigurinn þeirra. Leikurinn hófst með miklum látum og var aðeins eitt lið mætt á völlinn á upphafsmínútunum. Það voru Fjölnismenn og þeir keyrðu heldur betur á Víkinga. Með góðu spili og skipulögðum sóknarleik var Fjölnir komið í 3-0 eftir 40 mínútna leik. Með mörkum frá Kennie Knak Chopart, Bergsveini Ólafssyni og Aroni Sigurðarsyni. Allt stefndi þetta í rúst heimamanna. Algjörlega upp úr þurru skoruðu þeir Ívar Orri og Hallgrímur Mar tvö mörk á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og staðan allt í einu orðin 3-2. Ekki nóg með það, þá fékk Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, rautt spjald undir lok hálfleiksins og var útlitið ekki svo slæmt fyrir Víkinga. Síðari hálfleikurinn byrjaði mikið mun rólegra en sá fyrri og voru leikmenn liðanna ekki að finna taktinn. Það var ekki að sjá að Víkingar voru einum fleiri og Fjölnismenn stóðu vel í þeim. Kennie Knak Chopart var oft á tíðum erfiður Víkingum og fór mjög illa með þá. Víkingar náðu ekki að brjóta ísinn og þegar leið á hálfleikinn voru Fjölnismenn bara líklegri. Þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Guðmundur Böðvar Guðmundsson boltann rétt fyrir utan vítateig Víkinga og bara lagði hann snyrtilega í netið. Staðan orðin 4-2 og leikurinn í raun búinn, eða hvað? Víkingar brunuðu strax upp völlinn og Davíð Örn Atlason skoraði ágætt mark og minnkaði muninn niður í eitt mark. Lengra komust gestirnir ekki og unnu Fjölnismenn fínan sigur, 4-3, í mögnuðum markaleik. Milos: Viktor kemur til baka„Þetta var ekki nægilega gott, sérstaklega ekki af okkar hálfu fyrstu þrjátíu mínútur leiksins,“ segir Milos Milojevic , þjálfari Víkinga, eftir leikinn. „Við fá að óska Fjölnismönnum til hamingju með sigurinn í dag, þeir voru betri aðilinn og áttu skilið að fá þrjú stig.“ Milos segist vera ósáttur með það hvernig Víkingar komu inn í leikinn. „Varnarleikur liðsins var ekki góður og það er eitthvað sem við verðum að skoða mjög vel. Fótboltalega vorum við ekki nægilega góðir. Menn voru oft út úr stöðu og bara út um allt.“ Viktor Jónsson, framherji Þróttar, fór á kostum í sumar og gerði 19 mörk. Hann er samningsbundinn Víkingum og var á láni hjá Þrótturum. „Hann er samningsbundinn okkur og er á leiðinni til baka, það er það eina sem ég veit. Hvað verður svo eftir tímabilið á bara eftir að koma í ljós.“ Bergsveinn: Við erum ekkert orðnir saddirBergsveinn í leik í sumar.„Þetta var stórfurðulegur fótboltaleikur hér í dag,“ segir Bergsveinn Ólafsson. „Þetta hafðist að lokum hjá okkur, með seiglu og vinnusemi. Þvílíkur seinni hálfleikur hjá okkur, allir að vinna fyrir hvorn annan og þannig uppsker maður þrjú stig.“ Bergsveinn segir að liðið hafi haft mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum. „Við fáum á okkur einhver tvö skítamörk sem á ekki að gerast. Heilt yfir vorum við miklu betri í þessum leik.“ Hann segir að þeir hafi verið aular að hleypa þeim inn í leikinn. „Þetta tímabil hefur verið gott hjá okkur en við erum alls ekkert saddir og ætlum okkur að halda áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira