Rússar sagðir berjast í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2015 13:10 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. V'isir/AFP Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast nú náið með fregnum af því að Rússar berjist nú við hliðina á hermönnum stjórnvalda Sýrlands. Borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fjögur ár og hefur verið hart sótt gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins, sem hafa þurft að gefa töluverð landsvæði undan. Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa. Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála. Reynist satt að Rússar hafi sent búnað og menn til stuðnings Assad muni það ekki koma til með að hjálpa til í Sýrlandi. Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi, en tilgangur þessi lægi ekki fyrir. Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Rússar hafa lengi staðið við bakið á Assad og útvegað honum vopn og allskyns búnað í baráttu hans við uppreisnarhópa. Vladimir Putin segir að Assad sé nú tilbúinn til að halda þingkosningar og að hann myndi deila valdi með „heilbrigðum“ andstæðingum. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi sagt að þeir vilji ekki að Assad yrði steypt af stóli. Rússar hafa reynt að nýta uppgang ISIS til að sannfæra meðal annars Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að styðja Assad gegn sameiginlegum andstæðingi. Hmm, Syrian army with a modern Russian BTR-82A. #Syria #SAA #Russia via @DPRKJones pic.twitter.com/AeucZQghVD— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) August 24, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast nú náið með fregnum af því að Rússar berjist nú við hliðina á hermönnum stjórnvalda Sýrlands. Borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fjögur ár og hefur verið hart sótt gegn sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins, sem hafa þurft að gefa töluverð landsvæði undan. Meðal annars hefur ríkissjónvarp Sýrlands birt myndir af rússneskum hermönnum við Latakia í Sýrlandi sem og vopnabúnaði Rússa. Þar á meðal birtust myndir af brynvörðum skriðdreka sem Rússar tóku fyrst í notkun í fyrra. Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir talsmaður Barack Obama að verið sé að fylgjast með framvindu mála. Reynist satt að Rússar hafi sent búnað og menn til stuðnings Assad muni það ekki koma til með að hjálpa til í Sýrlandi. Ónafngreindur embættismaður staðfesti í samtali við fréttaveituna að Rússar hefðu farið fram á herflug yfir Sýrlandi, en tilgangur þessi lægi ekki fyrir. Hvíta húsið segir þó að því yrði tekið fagnandi ef Rússar gengju til liðs við bandalagið sem berst gegn ISIS í Sýrlandi og Írak. Rússar hafa lengi staðið við bakið á Assad og útvegað honum vopn og allskyns búnað í baráttu hans við uppreisnarhópa. Vladimir Putin segir að Assad sé nú tilbúinn til að halda þingkosningar og að hann myndi deila valdi með „heilbrigðum“ andstæðingum. Yfirvöld í Moskvu hafa lengi sagt að þeir vilji ekki að Assad yrði steypt af stóli. Rússar hafa reynt að nýta uppgang ISIS til að sannfæra meðal annars Bandaríkin og Sádi-Arabíu um að styðja Assad gegn sameiginlegum andstæðingi. Hmm, Syrian army with a modern Russian BTR-82A. #Syria #SAA #Russia via @DPRKJones pic.twitter.com/AeucZQghVD— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) August 24, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira