Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2015 23:26 Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu á meðan hann var inn á. vísir/andri marinó Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrsta leik ársins í kvöld þegar það lagði Kanada að velli í vináttuleik í Orlando í Flórída, 2-1. Liðin mætast aftur á mánudaginn, en þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða vantar margar af skærustu stjörnum íslenska liðsins í hópinn. Í honum eru t.a.m. sex nýliðar. Einn þeirra, Kristinn Steindórsson, var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og fór frábærlega af stað. Kristinn skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Rúriks Gíslasonar.Kristinn Steindórsson spilar í Bandaríkjunum.vísir/vilhelmKristinn, sem samdi við Columbus Crew undir lok síðasta árs, stýrði flottri sendingu Rúriks, sem var einnig nokkuð sprækur í leiknum, í fjærnetið. Skallinn óverjandi fyrir markvörð Kanada. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og bætti við marki á 42. mínútu, en það skoraði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi. Há sending kom inn á teiginn sem Sölvi Geir Ottesen skallaði glæsilega fyrir fætur Matthíasar og átti hann ekki í miklum vandræðum með að tvöfalda forystu íslenska liðsins. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður og minnkaði kanadíska liðið muninn á 60. mínútu. Dwayne De Rosario gerði það með skalla úr teignum, en Ingvar Jónsson var þá tiltölulega nýkominn í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Undir lokin fékk Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Bröndby, tvö dauðafæri til að ganga frá leiknum en brást bogalistin í bæði skipting. Hann kom annars ágætlega inn sem varamaður Fínn sigur hjá Íslandi, en seinni leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson (Ingvar Jónsson 65.) - Theodór Elmar Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson 45.), Rúnar Már Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson (Björn Daníel Sverrisson 45.) - Matthías Vilhjálmsson (Hólmbert Friðjónsson 45.), Jón Daði Böðvarsson (Ólafur Karl Finsen (71.). Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann fyrsta leik ársins í kvöld þegar það lagði Kanada að velli í vináttuleik í Orlando í Flórída, 2-1. Liðin mætast aftur á mánudaginn, en þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða vantar margar af skærustu stjörnum íslenska liðsins í hópinn. Í honum eru t.a.m. sex nýliðar. Einn þeirra, Kristinn Steindórsson, var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og fór frábærlega af stað. Kristinn skoraði nefnilega fyrsta mark leiksins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Rúriks Gíslasonar.Kristinn Steindórsson spilar í Bandaríkjunum.vísir/vilhelmKristinn, sem samdi við Columbus Crew undir lok síðasta árs, stýrði flottri sendingu Rúriks, sem var einnig nokkuð sprækur í leiknum, í fjærnetið. Skallinn óverjandi fyrir markvörð Kanada. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik og bætti við marki á 42. mínútu, en það skoraði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi. Há sending kom inn á teiginn sem Sölvi Geir Ottesen skallaði glæsilega fyrir fætur Matthíasar og átti hann ekki í miklum vandræðum með að tvöfalda forystu íslenska liðsins. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður og minnkaði kanadíska liðið muninn á 60. mínútu. Dwayne De Rosario gerði það með skalla úr teignum, en Ingvar Jónsson var þá tiltölulega nýkominn í markið fyrir Hannes Þór Halldórsson. Undir lokin fékk Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Bröndby, tvö dauðafæri til að ganga frá leiknum en brást bogalistin í bæði skipting. Hann kom annars ágætlega inn sem varamaður Fínn sigur hjá Íslandi, en seinni leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson (Ingvar Jónsson 65.) - Theodór Elmar Bjarnason, Sölvi Geir Ottesen, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Þórarinn Ingi Valdimarsson 45.), Rúnar Már Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson (Björn Daníel Sverrisson 45.) - Matthías Vilhjálmsson (Hólmbert Friðjónsson 45.), Jón Daði Böðvarsson (Ólafur Karl Finsen (71.).
Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira