Bárðarbunga

Fréttamynd

Er Bárðarbungu ekki um að kenna?

Vísindamenn hallast frekar að því að jarðhræringarnar undir Vatnajökli leiði til eldgoss. Komnar eru fram kenningar um að upptöku óróans sé frekar að leita í eldstöðvakerfi Öskju en Bárðabungu. Kröflueldar virðast vera nærtækasta dæmið um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

700 skjálftar frá miðnætti

Skjálftavirknin við Bárðarbungu hefur þokast áfram til norðurs og er að mestu á 10 kílómetra löngu bili, með miðju undir jökuljaðrinum.

Innlent
Fréttamynd

Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma

Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla

Innlent
Fréttamynd

Um 450 skjálftar í nótt

Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn eru forvitnir

Flestir ferðamenn sem fara um Sprengisand eru rólegir yfir fréttum af eldgosahættu og fylgja ráðleggingum landvarðar. Aðrir vilja komast sem næst gossvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Jökulsárgljúfur áfram lokuð

Að minnsta kosti 400 ferðamenn þurftu að yfirgefa Jökulsárgljúfur þegar fréttir bárust af því á laugardaginn að gos væri hafið. Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður segir að fólk hafi yfirleitt brugðist mjög vel við.

Innlent
Fréttamynd

Rétt ákvörðun að vara við eldgosi

Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli.

Innlent
Fréttamynd

Almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi

Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjórana á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að lækka almannavarnastig vegna jarðskjálftavirkni kringum Bárðarbungu úr neyðarstigi í hættustig.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn vilja komast nær Bárðarbungu

„Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna síðustu nótt þurftum við að stoppa erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað.“

Innlent
Fréttamynd

Aðvörunarstig fyrir flug lækkað

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Sá stærsti til þessa

Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi.

Innlent