Viðskiptafréttir ársins 2010 Harvardprófessor: Ragnarrök innan tveggja vikna Harvardprófessorinn Niall Ferguson segir að efnahagsleg ragnarrök séu framundan og það jafnvel innan tveggja vikna. Þetta kemur fram í viðtali við prófessorinn í Dagens Næringsliv. Viðskipti erlent 9.5.2010 07:34 Lárus Welding á Saga Class til London Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, skellti sér til London á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Ekkert hefur heyrst í Lárusi eftir hrun en hann lét fara vel um sig á Saga Class í vél Icelandair. Viðskipti innlent 17.4.2010 14:50 Auðæfi lágu gleymd í bílskúrnum í áratugi Gamalt og gleymt tölvuspil sem legið hafði í geymslu í bílskúr í Texas í hátt í 30 ár var nýlega selt á eBay fyrir fjórar milljónir kr. Viðskipti erlent 14.4.2010 11:36 Bretar reiðir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008. Viðskipti erlent 14.4.2010 08:49 World Class hótar lögsókn vegna skoðanakönnunnar Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt. Viðskipti innlent 13.4.2010 14:23 Lög um ábyrgðamenn andstæð stjórnarskrá Héraðsdómur Suðurlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að tveir ábyrgðarmenn konu sem fór í greiðsluaðlögun skuli greiða skuldir hennar. Sparisjóður Vestmannaeyja höfðaði mál og krafðist þess að ábyrgðarmennirnir greiddu skuldir konunnar þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt lögum. Sjóðurinn telur ákvæðin í nýlegum ábyrgðamannalögum andstæð stjórnarskrá. Undir það sjónarmið tók Héraðsdómur. Viðskipti innlent 13.4.2010 10:37 Lárus beittur þrýstingi til að lána milljarða rétt fyrir hrun Stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri fyrirtækis sem var stór hluthafi í bankanum beitti Lárus Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá fjögurra milljarða króna lán, sem aðrir bankar vildu ekki veita, aðeins tíu dögum fyrir fall Glitnis. Áður hafði fyrirtækjasvið Glitnis hafnað slíku láni. Þetta kemur fram í tölvupóstum til Lárusar Welding sem fréttastofa hefur undir höndum. Viðskipti innlent 31.3.2010 18:24 Pabbi Wernersbræðra gerir kaupmála Lyfjafræðingurinn Werner Rasmusson og kona hans Kristín Sigurðardóttir hafa gert með sér kaupmála, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Ekki er vitað hvað fólgið er í kaupmálanum. Viðskipti innlent 30.3.2010 15:19 Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. Viðskipti erlent 20.3.2010 17:37 Afturkallar greiðslu upp á fimm milljarða Skiptastjóri Milestone mun afturkalla greiðslur upp á 5,2 milljarða króna til Ingunnar Wernersdóttur, systur Wernersbræðra. Þeir keyptu Ingunni út með láni frá Milestone upp á rúma 5 milljarða króna en greiddu það aldrei upp. Viðskipti innlent 15.3.2010 18:21 Vissi að lánin væru ólögleg fyrir níu árum Framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja virðist hafa verið fullkunnugt um að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum - í bréfi sem hann sendi alþingi fyrir níu árum. Viðskipti innlent 13.3.2010 18:31 Ögurstund í uppsiglingu fyrir Björgólf Thor Björgólfsson Fari svo að Actavis nái því að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með aðstoð Deutsche Bank er runnin upp ögurstund fyrir Björgólf Thor Björgólfsson. Viðskipti innlent 8.3.2010 12:11 Gífurlegar afleiðingar fyrir Evrópu ef Icesave leysist ekki John McFall formaður fjárlaganefndar breska þingins segir að það verði að nást niðurstaða í Icesave málinu. Ef slíkt niðurstaða næst ekki hefði það gífurlegar afleiðingar fyrir Evrópu. Viðskipti innlent 2.3.2010 07:56 Milljarða skuld Finns líklega afskrifuð Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina. Viðskipti innlent 28.2.2010 18:43 Grunur um innherjasvik Móðir, systir og mágur Gunnars Gíslasonar, fyrrverandi stjórnarmanns í Spron seldu stofnfjárbréf í sparisjóðnum fyrir tugi milljóna haustið 2006. Málið er hluti af rannsókn efnahagsbrotadeildar á meintum innherjasvikum í Spron. Viðskipti innlent 27.2.2010 19:02 Sýslumaður metur fasteignaverð 30% lægra en fasteignamat Sýslumaður metur virði fasteigna allt að 30 prósentum lægra en opinbert fasteignamat. Ef mat sýslumanns gefur rétta mynd af virði fasteigna leysa aðgerðir bankanna ekki skuldavanda fólks. Viðskipti innlent 26.2.2010 18:25 Sala Svöfu eins og blaut tuska í andlit almennings Eins og blaut tuska framan í andlitið og argasta mismunun að stjórnarmaður í Landsbankanum hafi selt hlut sinn í peningamarkaðssjóðunum á sama tíma og almenningi var ráðlagt að selja ekki, segir einn forsvarsmanna réttlætis.is. Viðskipti innlent 22.2.2010 12:15 Tók 80 milljónir út korteri fyrir hrun Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Viðskipti innlent 20.2.2010 18:19 Fær tíu daga til þess að greiða 800 milljónir Magnús Þorsteinsson þarf að greiða tæpar átta hundruð milljónir króna fyrir ógreiddan skatt af hagnaði við sölu á hlut hans í Samson eignarhaldsfélagi árið 2005. Hann hefur 10 daga til að greiða skuldina. Viðskipti innlent 19.2.2010 18:40 Gæti þurft að afskrifa 400 milljónir hjá nýráðnum starfsmanni Óljóst er hvað Íslandsbanki þarf að afskrifa mikið fé vegna 800 milljón króna lánveitinga til tveggja fyrrverandi stjórnenda Teymis. Annar þeirra hefur nú verið ráðinn til að stýra eignaumsýslufélagi Íslandsbanka. Viðskipti innlent 5.2.2010 18:39 Bankinn seldi eignina á 75 milljónir - nýr eigandi vill selja á 200 milljónir Eigendur atvinnuhúsnæðisins á Grensásvegi 12 hafa boðið nokkrum einstaklingum húsið til sölu á 200 milljónir króna en eigendurnir keyptu húsið á 75 milljónir króna af Landsbankanum. Viðskipti innlent 22.1.2010 20:17 Yfir nótt í haldi og leysti frá skjóðunni Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs er orðinn lykilvitni bankahrunssaksóknara í Exeter málinu. Hann sýndi mikinn samstarfsvilja eftir að hafa gist fangaklefa í eina nótt meðan á yfirheyrslum stóð. Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, hefur einnig verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Viðskipti innlent 11.1.2010 18:11 Business.dk: Ísland gæti orðið efnahagslegt svarthol „Ákvörðunin gæti steypt Íslandi niður í efnahagslegt svarthol," segir m.a. í umfjöllun á vefsíðunni business.dk um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að hafna Icesave frumvarpinu. Fyrirsögnin á frétt business.dk um málið er eitthvað á þá leið að Ísland gæti endað sem fjárhagslegur útkjálki í heiminum (finansparia). Viðskipti innlent 5.1.2010 13:21 Darling varar við mun erfiðari stöðu verði Icesave fellt Alistar Darling fjármálaráðherra Breta tjáði blaðamönnum í morgun að ef Íslendingar stæðu ekki við Icesave-samkomulagið yrði „staðan mun erfiðari". Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni þar sem greint er frá töfinni sem orðin er á ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta eða fella Icesave frumvarpið. Viðskipti innlent 4.1.2010 10:43 Skipti fénu niður á fjölskylduna Fyrrum stjórnarformaður Byrs og fjárfestirinn Jón Þorsteinn Jónsson fékk að fara með 2,5 milljónir króna í evrum út úr landinu þann 22. desember þrátt fyrir að reglur um gjaldeyrismál kveði á um að ekki sé heimilt að fara með hámark 500 þúsund krónur úr landi í hverjum almanaksmánuði. Viðskipti innlent 4.1.2010 10:04
Harvardprófessor: Ragnarrök innan tveggja vikna Harvardprófessorinn Niall Ferguson segir að efnahagsleg ragnarrök séu framundan og það jafnvel innan tveggja vikna. Þetta kemur fram í viðtali við prófessorinn í Dagens Næringsliv. Viðskipti erlent 9.5.2010 07:34
Lárus Welding á Saga Class til London Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, skellti sér til London á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Ekkert hefur heyrst í Lárusi eftir hrun en hann lét fara vel um sig á Saga Class í vél Icelandair. Viðskipti innlent 17.4.2010 14:50
Auðæfi lágu gleymd í bílskúrnum í áratugi Gamalt og gleymt tölvuspil sem legið hafði í geymslu í bílskúr í Texas í hátt í 30 ár var nýlega selt á eBay fyrir fjórar milljónir kr. Viðskipti erlent 14.4.2010 11:36
Bretar reiðir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008. Viðskipti erlent 14.4.2010 08:49
World Class hótar lögsókn vegna skoðanakönnunnar Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt. Viðskipti innlent 13.4.2010 14:23
Lög um ábyrgðamenn andstæð stjórnarskrá Héraðsdómur Suðurlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að tveir ábyrgðarmenn konu sem fór í greiðsluaðlögun skuli greiða skuldir hennar. Sparisjóður Vestmannaeyja höfðaði mál og krafðist þess að ábyrgðarmennirnir greiddu skuldir konunnar þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt lögum. Sjóðurinn telur ákvæðin í nýlegum ábyrgðamannalögum andstæð stjórnarskrá. Undir það sjónarmið tók Héraðsdómur. Viðskipti innlent 13.4.2010 10:37
Lárus beittur þrýstingi til að lána milljarða rétt fyrir hrun Stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri fyrirtækis sem var stór hluthafi í bankanum beitti Lárus Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá fjögurra milljarða króna lán, sem aðrir bankar vildu ekki veita, aðeins tíu dögum fyrir fall Glitnis. Áður hafði fyrirtækjasvið Glitnis hafnað slíku láni. Þetta kemur fram í tölvupóstum til Lárusar Welding sem fréttastofa hefur undir höndum. Viðskipti innlent 31.3.2010 18:24
Pabbi Wernersbræðra gerir kaupmála Lyfjafræðingurinn Werner Rasmusson og kona hans Kristín Sigurðardóttir hafa gert með sér kaupmála, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Ekki er vitað hvað fólgið er í kaupmálanum. Viðskipti innlent 30.3.2010 15:19
Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku. Viðskipti erlent 20.3.2010 17:37
Afturkallar greiðslu upp á fimm milljarða Skiptastjóri Milestone mun afturkalla greiðslur upp á 5,2 milljarða króna til Ingunnar Wernersdóttur, systur Wernersbræðra. Þeir keyptu Ingunni út með láni frá Milestone upp á rúma 5 milljarða króna en greiddu það aldrei upp. Viðskipti innlent 15.3.2010 18:21
Vissi að lánin væru ólögleg fyrir níu árum Framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja virðist hafa verið fullkunnugt um að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum - í bréfi sem hann sendi alþingi fyrir níu árum. Viðskipti innlent 13.3.2010 18:31
Ögurstund í uppsiglingu fyrir Björgólf Thor Björgólfsson Fari svo að Actavis nái því að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með aðstoð Deutsche Bank er runnin upp ögurstund fyrir Björgólf Thor Björgólfsson. Viðskipti innlent 8.3.2010 12:11
Gífurlegar afleiðingar fyrir Evrópu ef Icesave leysist ekki John McFall formaður fjárlaganefndar breska þingins segir að það verði að nást niðurstaða í Icesave málinu. Ef slíkt niðurstaða næst ekki hefði það gífurlegar afleiðingar fyrir Evrópu. Viðskipti innlent 2.3.2010 07:56
Milljarða skuld Finns líklega afskrifuð Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina. Viðskipti innlent 28.2.2010 18:43
Grunur um innherjasvik Móðir, systir og mágur Gunnars Gíslasonar, fyrrverandi stjórnarmanns í Spron seldu stofnfjárbréf í sparisjóðnum fyrir tugi milljóna haustið 2006. Málið er hluti af rannsókn efnahagsbrotadeildar á meintum innherjasvikum í Spron. Viðskipti innlent 27.2.2010 19:02
Sýslumaður metur fasteignaverð 30% lægra en fasteignamat Sýslumaður metur virði fasteigna allt að 30 prósentum lægra en opinbert fasteignamat. Ef mat sýslumanns gefur rétta mynd af virði fasteigna leysa aðgerðir bankanna ekki skuldavanda fólks. Viðskipti innlent 26.2.2010 18:25
Sala Svöfu eins og blaut tuska í andlit almennings Eins og blaut tuska framan í andlitið og argasta mismunun að stjórnarmaður í Landsbankanum hafi selt hlut sinn í peningamarkaðssjóðunum á sama tíma og almenningi var ráðlagt að selja ekki, segir einn forsvarsmanna réttlætis.is. Viðskipti innlent 22.2.2010 12:15
Tók 80 milljónir út korteri fyrir hrun Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Viðskipti innlent 20.2.2010 18:19
Fær tíu daga til þess að greiða 800 milljónir Magnús Þorsteinsson þarf að greiða tæpar átta hundruð milljónir króna fyrir ógreiddan skatt af hagnaði við sölu á hlut hans í Samson eignarhaldsfélagi árið 2005. Hann hefur 10 daga til að greiða skuldina. Viðskipti innlent 19.2.2010 18:40
Gæti þurft að afskrifa 400 milljónir hjá nýráðnum starfsmanni Óljóst er hvað Íslandsbanki þarf að afskrifa mikið fé vegna 800 milljón króna lánveitinga til tveggja fyrrverandi stjórnenda Teymis. Annar þeirra hefur nú verið ráðinn til að stýra eignaumsýslufélagi Íslandsbanka. Viðskipti innlent 5.2.2010 18:39
Bankinn seldi eignina á 75 milljónir - nýr eigandi vill selja á 200 milljónir Eigendur atvinnuhúsnæðisins á Grensásvegi 12 hafa boðið nokkrum einstaklingum húsið til sölu á 200 milljónir króna en eigendurnir keyptu húsið á 75 milljónir króna af Landsbankanum. Viðskipti innlent 22.1.2010 20:17
Yfir nótt í haldi og leysti frá skjóðunni Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs er orðinn lykilvitni bankahrunssaksóknara í Exeter málinu. Hann sýndi mikinn samstarfsvilja eftir að hafa gist fangaklefa í eina nótt meðan á yfirheyrslum stóð. Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, hefur einnig verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Viðskipti innlent 11.1.2010 18:11
Business.dk: Ísland gæti orðið efnahagslegt svarthol „Ákvörðunin gæti steypt Íslandi niður í efnahagslegt svarthol," segir m.a. í umfjöllun á vefsíðunni business.dk um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að hafna Icesave frumvarpinu. Fyrirsögnin á frétt business.dk um málið er eitthvað á þá leið að Ísland gæti endað sem fjárhagslegur útkjálki í heiminum (finansparia). Viðskipti innlent 5.1.2010 13:21
Darling varar við mun erfiðari stöðu verði Icesave fellt Alistar Darling fjármálaráðherra Breta tjáði blaðamönnum í morgun að ef Íslendingar stæðu ekki við Icesave-samkomulagið yrði „staðan mun erfiðari". Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni þar sem greint er frá töfinni sem orðin er á ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta eða fella Icesave frumvarpið. Viðskipti innlent 4.1.2010 10:43
Skipti fénu niður á fjölskylduna Fyrrum stjórnarformaður Byrs og fjárfestirinn Jón Þorsteinn Jónsson fékk að fara með 2,5 milljónir króna í evrum út úr landinu þann 22. desember þrátt fyrir að reglur um gjaldeyrismál kveði á um að ekki sé heimilt að fara með hámark 500 þúsund krónur úr landi í hverjum almanaksmánuði. Viðskipti innlent 4.1.2010 10:04
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið