Lögreglumál

Fréttamynd

Þeim handtekna sleppt úr haldi

Maðurinn sem handtekinn var í nótt í tengslum við bruna á Akureyri hefur verið látinn laus. Þá miðar rannsókn á brunanum vel, samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega

Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Flug­vallar­starfs­maður á­fram í ein­angrun

Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Airport Associates sem grunaður er um aðild að stóru fíkniefnamáli sem kom upp á Suðurnesjum fyrir viku var framlengt í gær um viku auk þess honum er gert að sæta einangrun. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus

Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember.

Innlent