Lögreglumál

Fréttamynd

Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina

Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um ölvun og tölu­verður erill í nótt

Skemmtanalífið er að taka við sér eftir að hafa legið í dvala meira og minna í tvö ár, því fylgir aukið álag á lögreglu. Um áttatíu mál voru skráð í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem liggur undir grun laus úr haldi lögreglu

Karlmaður sem var handtekinn í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í fyrrinótt er laus úr haldi. Húsið var ekki samþykkt íbúðahúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Neitaði ítrekað að lækka háttstillta tónlist

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ítrekuð afskipti af manni í nótt vegna hávaða frá heimili hans. Um var að ræða verulega háttstillta tónlist en maðurinn var í annarlegu ástandi. Var hann ítrekað beðinn um að lækka og að lokum tilkynnt að hann yrði ákærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu

Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn vegna brunans í Auðbrekku

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við eldsvoðann í íbúðarhúsnæði við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, grunaður um íkveikju. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel ekki til að hætta ógnandi samskiptum verða þau að martröð. Þá verðum við að treysta á aðstoð lögreglu og dómskerfisins. En hvað ef kerfið segir nei?

Skoðun
Fréttamynd

Er allt í góðu?

Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Neitaði að yfir­gefa hótel í mið­borginni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Talsvert var um umferðaróhöpp og að ökumenn hafi verið stöðvaðir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu

Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu

Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki.

Innlent
Fréttamynd

Mikill erill fyrstu djammnóttina eftir afléttingar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók hennar. Sextíu og átta mál voru skáð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Þrír gistu fangageymslur og níu ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt

Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðar um þjófnað úr verslun í verslunar­mið­stöð

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um þjófnað í verslun í verslunarmiðstöð í hverfi 103 í Reykjavík upp úr klukkan 18:30 í gærkvöldi. Tvær konur eru þar grunaðar um að hafa stolið vörum að verðmæti 60 þúsund króna.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni

Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns  segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 

Innlent
Fréttamynd

Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni

Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 

Innlent