Stj.mál

Fréttamynd

Halldór fær falleinkunn

Helmingur landsmanna telur að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig illa eða frekar illa sem forsætisráðherra samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að útkomuna vera með því lakasta sem hann hafi séð. Sígandi lukka er best segir aðstoðarmaður Halldórs.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn í lægð

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 33,5 prósent að meðaltali úr síðustu ellefu skoðanakönnunum Fréttablaðsins sem ná frá ágúst mánuði árið 2003 til 1. febrúar síðastliðins. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 33,7 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum. Það er þriðja lakasata útkoma flokksins frá upphafi. 

Innlent
Fréttamynd

Segir könnun Gallups marktækari

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er nær hnífjafnt ef marka má könnun Fréttablaðsins í dag. Vinsældir Framsóknarflokksins hafa hins vegar sjaldan verið minni en varaformaður hans telur könnun Gallups marktækari.

Innlent
Fréttamynd

Styrki stöðu fjölskyldunnar

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að skipa nefnd sem hefur það verkefni að styrkja enn frekar stöðu íslensku fjölskyldunnar. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að skipun nefndarinnar komi í kjölfar áramótaávarps Halldórs Ásgrímssonar þar sem hann sagði meðal annars að samheldin fjölskylda væri kjarni hvers þjóðfélags. Formaður nefndarinnar er Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisstéttir megi auglýsa

Lögð hefur verið fram tillaga á Alþingi um að auglýsingar lækna, tannlækna og annarra heilbrigðisstétta, sem og auglýsingar heilbrigðisstofnana, verði heimilaðar. Flutningsmaður tillögunnar er Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sharon fundar með ríkisstjórninni

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ræðir í dag við ríkisstjórn sína með hvaða hætti hann geti komið til móts við Palestínumenn á fundi sem hann á með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í Egyptalandi í næstu viku. Þar stendur til að hefja á ný friðarviðræður.

Erlent
Fréttamynd

Könnunin skemmtilegt gisk

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir könnun Fréttablaðsins í raun skemmtilegt gisk blaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Sagði sig úr Samfylkingunni

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, sem kjörin var í stjórn Freyju, félags Framsóknarkvenna í Kópavogi, í síðustu viku sagði sig úr Samfylkingunni sama dag og hún var kjörin í stjórn Framsóknarfélagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Fangelsisreksturinn lagður niður

Leggja þarf niður fangelsisrekstur í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á næstu þremur árum, að mati Fangelsismálastofnunar. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar um breytingar í fangelsismálum.

Innlent
Fréttamynd

Máli Fischers frestað

Bobby Fischer verður enn að bíða eftir íslenskum ríkisborgararétti. Allsherjarnefnd ákvað í morgun að fresta málinu á ný þar sem frekari rökstuðnings væri þörf.

Innlent
Fréttamynd

Sameinuðu þjóðirnar fá á baukinn

Sameinuðu þjóðirnar fá á baukinn í nýrri rannsóknarskýrslu sem birtist nú síðdegis um olíusöluáætlunina sem var við lýði þegar Saddam Hussein var við völd í Írak. Samkvæmt skýrslunni var framkvæmd áætlunarinnar gölluð og spilling þreifst meðal þeirra embættismanna Sameinuðu þjóðanna sem sáu um málið.

Erlent
Fréttamynd

Vantrauststillaga á ríkisstjórnina

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Búlgaríu hafa lýst yfir vantrausti á ríkisstjórn landsins, nú þegar fimm mánuðir eru fram að þingkosningum. Stjórnarflokkarnir í Búlgaríu eru í minnihluta á þinginu og því getur vel farið svo að stjórnin verði felld í atkvæðagreiðslu um tillöguna.

Erlent
Fréttamynd

Skattsvik verður að uppræta

Rætt var um skýrslu starfshóps um umfang skattsvika á Íslandi á alþingi í gær. Í skýrslunni, sem birt var í desember kom fram að skattsvik á Íslandi nema allt að því 35 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Læstar inni í fangelsi fátæktar

Nelson Mandela skoraði í dag á G7, samtök sjö ríkustu þjóða heims, að stuðla að minni fátækt í heiminum með því meðal annars að leggja aukið fé í hjálparstarf og fella niður skuldir á fátækustu ríkjum veraldar. Mandela er nú staddur í Lundúnum þar sem fjármálaráðherrar aðildarlandanna eru samankomnir á ráðstefnu hjá G7-samtökunum.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarskipan frestað í Úkraínu

Þingumræðum um skipan nýrrar ríkisstjórnar Úkraínu hefur verið frestað að ósk hins nýja forseta landsins, Viktors Júsjenko. Hann átti að tilkynna ráðherratilnefningar sínar í dag en að sögn talsmanns úkraínska þingsins bað Júsjenko, sem legið hefur sveittur yfir málinu nú í vikutíma, um lengri frest til stjórnarmyndunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hátt í 200 nýskráningar í Framsókn

Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar.

Innlent
Fréttamynd

Árni í formannsframboð?

Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. 

Innlent
Fréttamynd

Varar Sýrlendinga og Írana við

Bush Bandaríkjaforseti notaði stefnuræðu sína í gær meðal annars til að vara bæði Sýrlendinga og Írana við því að eiga samstarf við hryðjuverkahópa. Ljóst þykir að Bandaríkjastjórn mun á næstunni beina sjónum sínum að þessum tveimur löndum.

Erlent
Fréttamynd

Palestínumenn fá 22 milljarða

Það þarf að skerða lífeyrisréttindi Bandaríkjamanna á næstu misserum, ekki er hægt að segja til um hvenær Bandaríkjamenn fara frá Írak og Palestínumenn fá tuttugu og tvo milljarða króna í styrk frá Bandaríkjamönnum á næstu árum. Þetta er meðal þess sem kom fram í stefnuræðu George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í gær.

Erlent
Fréttamynd

Fékk ekki aðgang að fundargerðum

Eiríkur Tómasson lögfræðiprófessor hafði ekki aðgang að fundargerðum utanríkismálanefndar er hann vann álit fyrir forsætisráðherra um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að styðja innrásina í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Apótekari gagnrýndur í bæjarstjórn

Framkvæmdastjóri Apóteks Vestmannaeyja segir bæjarfulltrúa hafa skaðað rekstur apóteksins með neikvæðri umræðu. Bæjarfulltrúinn hefur tvisvar sakað eiganda apóteksins um að standa ekki við gefin fyrirheit um samkeppnishæft vöruverð.

Innlent
Fréttamynd

Upplýst samþykki fyrir líffæragjöf

Samband ungra framsóknarmanna skorar á Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að skoða hvort hægt sé að útbúa upplýst samþykki landsmanna fyrir líffæragjöf. Benda ungir framsóknarmenn sérstaklega á framkvæmd sem tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna þar sem tekið er fram á ökuskírteini viðkomandi hvort líffæragjöf er samþykkt eður ei.

Innlent
Fréttamynd

Helmingi fleiri nefna Ingibjörgu

Mun fleiri telja að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en að Össur haldi áfram. Gunnar Helgi Kristinsson segist ekki telja að Össur eigi möguleika á sigri og man ekki eftir formannsslag þar sem sitjandi formaður hafði svo slaka stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Bush orðinn sturlaður?

Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, sagði í gær að George Bush, forseti Bandaríkjanna, virtist vera orðinn sturlaður. Kastró lét þessi orð falla þegar hann ávarpaði kennararáðstefnu á Havana í gær. Ummæli hans koma í kjölfar þess að nýskipaður utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti á dögunum Kúbu sem einu af löndunum þar sem harðstjórar væru við völd.

Erlent
Fréttamynd

Átök innan Framsóknar halda áfram

Átök innan Framsóknarflokksins halda áfram, enda aðeins rúmar þrjár vikur í landsfund flokksins. Gera þurfti hlé á fundi Ungra framsóknarmanna í Kópavogi í gærkvöldi eftir að deilur spruttu upp vegna fjörutíu nýskráninga í félagið fyrir fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Maraþonátök í Framsóknarflokknum

Átökin í Framsóknarflokknum eru til tveggja ára því flokksmenn telja að þá muni Halldór Ásgrímsson hætta í stjórnmálum. Árni Magnússon ætlar sér formannsstólinn og hefur hafið valdatafl þar sem hver leikur skiptir máli. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sharon og Abbas til Egyptalands?

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefur boðið Ariel Sharon, forsætisráðherra Íraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, til fundar í Egyptalandi í næstu viku að sögn forsætisráðuneytinu í Ísrael. Sharon hefur þegar þáð boðið en ekki hafa borist fregnir af viðbrögðum palestínskra yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Flestir trúa á formannsskipti

Um helmingi fleiri telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en þeir sem telja að Össur haldi áfram formennsku. Ef einungis er litið til stuðningsmanna flokksins er munurinn enn meiri.

Innlent
Fréttamynd

Er í skipstjóraplássinu

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, er sitjandi forsætisráðherra þessa vikuna þar sem Halldór Ásgrímsson er í fríi erlendis. "Gaman er að takast á við þetta verkefni og mér sýnist vikan verða góð, enda engin stórmál á ferðinni," segir Guðni.

Innlent