
Aspir felldar á Austurvegi

„Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“
Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld.

Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar
Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan.

Faðmaði öspina áður en hún var felld
Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld.

Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“
Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni.