Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja könnun sem sýnir meðal annars fram á að einn af hverjum sex kjósendum Vinstri grænna sé óánægður með störf ríkisstjórnarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum segjum við af þingfestingum sem fram fara í dag gegn tuttugu og fimm einstaklingum sem allir eru taldir viðriðnir árás í Bankastræti Clup í fyrra. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um óróa á fjármálamörkuðum heimsins en komið var í veg fyrir að næst stærsti banki Sviss færi á hausinn með kaupum stærsta banka landsins á honum. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tveir hafa verið handteknir í tenglum við andlát í Þingholtunum í morgun. Tilkynning barst vegna vegna hávaða í húsi en þegar lögregluþjóna bar að garði voru þrír menn í húsinu og einn þeirra meðvitundarlaus. Tæknideild lögreglunnar og rannsóknarlögreglumenn voru að störfum á vettvangi í morgun og er málið í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kennara, sem var áminntur og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur að fjárhæð einni milljón króna vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. Kennarinn segir að þessi sjö ára barátta hafi tekið á en að málinu sé ekki lokið.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson bankastjóra Seðlabankans sem segir að þótt fjármálakerfið standi traustum fótum fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Úkraínuferð forsætis- og utanríkisráðherra sem nú stendur yfir. 

Innlent
Fréttamynd

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Formaður Sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í stúdentum sem eru ósáttir við fyrirhugaða hækkun á skráningagjöldum Háskóla Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um niðurstöðu atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara sem ætlað er að binda enda á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um málefni Lindarhvols en síðar í dag verður tekist á um það á Alþingi hvort þingmenn fái að leggja fram fyrirspurnir til forseta Alþingis um málið.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður utanríkismálanefndar telur að hugmyndir um íslenskan her eigi ekki við í dag og að fjármálum til varnarmála væri betur varið í að styrkja mikilvæga innviði sem önnur ríki gætu gert atlögu að úr fjarska. Forsætisráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni á þjóðaröryggisstefnu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Eflingar mun greiða atkvæði með miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, og telur ekkert annað vera í stöðunni. Framkvæmdastjóri SA gerir ráð fyrir því að félagsmenn greiði atkvæði með tillögunni. Við fjöllum um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um söluna á Íslandsbanka en umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við sjónarmið veitingamanna sem segja ljóst að áhrifin á greinina verði töluverð ef að miðlunartillaga ríkissáttasemjara á að gilda um þau líka.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Nýframlögð miðlunartillaga sem settur sáttasemjari í deildu Eflingar og SA kynnti í morgun verður helsta umfjöllunarefni hádegisfrétta Bylgjunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Eflingar og SA en löngum kvöldfundi lauk eftir miðnætti án niðurstöðu. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar sem gagnrýnir boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins harðlega og boðar aðgerðir. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forseti Alþýðusambandsins segir stefnu sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins varða verkalýðshreyfinguna í heild og býst við niðurstöðu á næstu dögum. ASÍ hefur fyrir hönd Eflingar stefnt SA fyrir Félagsdómi vegna boðaðs verkbanns. Málið verður þingfest síðdegis á morgun og mun dómurinn skera úr um hvort boðunin hafi verið með lögmætum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kjaramál verða fyrirferðamikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. Settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA liggur enn undir feldi eftir vendingar í kjaramálum í Pallborðinu á Vísi. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að boða nýjan fund. Framkvæmdastjóri SA og formaður Eflingar segjast tilbúin til að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að stjórnvöld stígi inn í deiluna að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stríðið í Úkraínu, en ár er nú liðið síðan rússneskar hersveitir réðust inn í landið.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um eldsvoða sem kom upp á Tálknafirði í morgun þar sem mikið tjón varð á seiðaeldisstöð Arctic fish. Tveir voru fluttir á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en atkvæðagreiðslu SA um verkbann á svæði Eflingar lýkur síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádeginu segjum við frá því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu segir brunavörnum verulega ábótavant á áfangaheimilinu í Vatnagörðum þar sem eldur kviknaði á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verða kjaradeilur í forgrunni eins og oft áður síðustu vikur. Samtök atvinnulífsins hafa nú boðað verkbann sem myndi ná til um tuttugu þúsund félagsmanna Eflingar.

Innlent