Grunaður um manndráp í Hafnarfirði

Manndrápsmál fellt niður vegna andláts ákærða
Manndrápsmál á hendur karlmanni um þrítugt sem ákærður var fyrir að myrða móður sína og stinga sambýlismann hennar í Hafnarfirði í apríl í fyrra verður formlega fellt niður í Héraðsdómi Reykjaness á næstunni. Ástæðan er sú að ákærði er látinn.

Háskalegur akstur og hættuleg árás á samvisku grunaðs morðingja
Beðið er eftir sakhæfismati í máli þrítugs karlmanns sem ákærður er fyrir að hafa orðið móður sinni að bana í íbúð í Hafnarfirði í apríl. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á sambýlismann móður sinnar á sama tíma.

Ákæra fyrir manndráp af ásetningi
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þrítugum karlmanni fyrir að hafa orðið móður sinni að bana í Hafnarfirði í byrjun apríl. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í samtali við fréttastofu.

Enn í varðhaldi grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana
Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana í heimahúsi í Hafnarfirði í byrjun apríl sætir áfram gæsluvarðhaldi til 12. júní næstkomandi.

Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana
Karlmaður um þrítugt, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana í heimahúsi í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. maí.

Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið
Lögreglan í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu.

Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana
Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga.

Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði
Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald

Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19
Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku.

Fjölskyldumeðlimir í haldi eftir andlát konu
Tveir karlmenn voru handteknir í nótt eftir að kona um sextugt fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist fólkið fjölskylduböndum.

Tveir í haldi eftir að kona fannst látin á heimili í Hafnarfirði
Kona um sextugt fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu um hálf tvö.