Innlent

10 létust á Sri Lanka
Að minnsta kosti tíu almennir borgarar féllu og tuttugu særðust þegar spregja skall á háskóla í austur hluta Srí Lanka í morgun. Það voru uppreisnarmenn Tamíltígra sem vörpuðu sprengjunni.

Sérsveitin kölluð að Kvíabryggju
Fangelsið að Kvíabryggju var í gjörgæslu víkingarsveitarmanna í gær eftir að utanaðkomandi maður hótaði að koma á staðinn og drepa tiltekinn fanga. Sérsveitin var kölluð til og stóð vakt í fangelsinu fram eftir degi.
Ökumaður á áttræðisaldri tekinn fyrir hraðakstur
Elsti ökumaðurinn, sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði fyrir hraðakstur í gær, var á áttræðis aldri, en sá yngsti 17 ára og hafði einnig verið stöðvaður fyrir hraðakstur fyrir nokkrum dögum.
Þinglýstum kaupsamningum fækkar
Þinglýstum kaupsamningum vegna íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um tuttugu og tvö og hálft prósent í júlí,miðað við júní mánuð og voru þeir 36 prósentum færri en í júlí í fyrra.
Vélhjólamaður missir stjórn
Vélhjólamaður slapp nær ómeiddur þegar hann missti stjórn á hjólinu á Hringbraut á móts við BSÍ í gærkvöldi með þeim afleiðingum að maður og hjól féllu í götuna.

Skutu 230 flugskeytum á Ísrael
Liðsmenn Hizbollah-samtakanna skutu 230 flugskeytum á Ísrael í gær. Þeir hafa ekki skotið jafn mörgum flugskeytum á einum degi síðan átökin hófust fyrir tuttugu og þremur dögum.

Mikil gæsla á Kárahnjúkum
Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra og víkingasveitarmenn frá Akureyri eru í hópi þeirra tuttugu lögreglumanna, sem nú halda uppi gæslu á Kárahnjúkasvæðinu vegna mótmæla þar.
Vínbúð verður opin lengur
Þjónusta ÁTVR hefur ákveðið að Vínbúðin í Vestmannaeyjabæ fái að standa opin til klukkan 16.00 föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi. Áður hefur verslunin verið lokuð frá föstudegi til og með mánudegi um verslunarmannahelgi.

Tvöfalt dýrari íbúðalán
Algengustu húsnæðislán á Íslandi eru mikið dýrari en algengustu húsnæðislán á evrusvæðinu. Björgvin Sigurðsson segir Íslendinga borga fórnarkostnað fyrir það að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil.
Maðurinn sem leitað var að fundinn
Maðurinn sem leitað var að á Ströndum í kvöld er kominn í leitirnar heill á húfi. Björgunarsveitafólk fann hann við Hvítuhlíð um klukkan 23:40. Björgunarsveitir höfðu leitað mannsins frá því fyrr í kvöld en hann var á göngu með hópi fólks á fjallið Klakk í Kollafirði. Hann varð viðskila við hóp sinn um klukkan 16: 00 í dag.

Og vodafone með Hot Spot í Eyjum
Gestir sem eru á leið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eiga þess að komast frítt á Netið í Dalnum. Og Vodafone verður með Hot Spot eða þráðlausa nettengingu og tölvur fyrir þá sem vilja komast í tölvupóstinn sinn eða vafra um Netið. Þá verður GSM þjónusta vodafone í Galtalæk stórefld um helgina.

Bergur Elías Ágústsson ráðinn sveitarstjóri
Byggðaráð sveitarfélagsins Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Auglýst var eftir sveitarstjóra og bárust 13 umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Eftir umsögn utanaðkomandi ráðningarþjónstu var einn umsækjendanna metinn hæfur en niðurstaða meirihluta byggðaráðs var að hafna öllum umsóknum. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið.

Fjórar konur handteknar á Kárahnjúkum
Fjórar konur voru handteknar á Kárahnjúkum í kvöld, þar sem þær fóru inn að svæði þar sem gangnaopið sem vatnið mun streyma innum er staðsett. Þær fóru inn á svæðið í leyfisleysi og trufluðu atvinnustarfsemi á vinnusvæðinu. Þeim var gert að dvelja í fangageymslum lögreglu.

Minni velta á fasteignamarkaði
Nokkuð dró úr veltu á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þinglýstum kaupsamingum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 22,5% frá júní til júlí.

Vilja hefja sölu á lituðu bensínu
Forráðamenn Atlantsolíu hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherra að hann beiti sér fyrir því að heimilt verði að hefja sölu á lituðu bensíni.

Mikið um að vera víða um land
Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi.

Heiðruðu minningu Einars Sigurðssonar
Þrír Kanadamenn, sem björguðust úr sjóslysi við Viðey árið 1944, eru nú staddir hér á landi til að heiðra minningu Íslendingsins sem bjargaði þeim, ásamt 195 félögum þeirra, úr sökkvandi skipi.
Leitað að karlmanni í Kollafirði
Leit stendur yfir að einhverfum manni á þrítugsaldri sem varð viðskila við hóp á göngu um Kollafjörðinn um klukkan fjögur í dag. Búið er að kalla björgunarsveitina Dagrenningu á Hólmavík út og eru björgunarsveitarmenn að hefja leit.

Eðlilegra að skerðingin sé í þrepum
Formanni vinstri grænna finnst miður að örorkulífeyrir tæplega 2500 öryrkja verði skertur innan þriggja mánaða. Honum finnst eðlilegra að þetta sé gert í þrepum, ef skerðing er á annað borð óumflýjanleg.

Pólverji í sjálfheldu
Pólskum ferðamanni var bjargað úr sjálfheldu í dag en hann sat fastur í fjallshlíð Gleiðarhjalla, sem liggur fyrir ofan Ísafjörð.

Þota frá American Airlines lenti með veikan farþega
Boeing 777 breiðþota frá American Airlines lenti á Keflavíkurlfugvelli nú síðdegis en einn farþegi í vélinni var meðvitundarlaus. Farþeginn sem er 15 ára gamall var einn á ferð en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli var talið að hann væri sykursjúkur. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann fékk aðhlynningu. Eftir því sem komist verður næst þá hélt þotan áleiðis til Chicago í Bandaríkjunum stuttu síðar en hún var að koma frá London.

Samtök gegn nauðgunum
Karlahópur Femínistafélags Íslands og V-dags samtökin hafa tekið höndum saman gegn nauðgunum um Verslunarmannahelgina.

Ók 50 km hraða yfir leyfilegum hraða
28 ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring. Meðal þeirra ökumanna sem stöðvaðir voru, var tvítug stúlka sem ók á rúmlega 100 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetra hraði. Stúlkan á yfir höfði sér sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og 50 þúsund króna sekt fyrir athæfið. Þá voru þrír teknir fyrir ölvun við akstur og einn fyrir að aka undir áhdirum lyfja.

Mikið eftirlit á Ein með öllu
Lögreglan á Akureyri vill ítreka að unglingar inna átján ára aldurs fá ekki aðgang að tjaldstæðum nema í fylgd með forráðamönnum um helgina. Á Akureyri er haldin hátíðin Ein með öllu og á Laugum í Þingeyjarsýslu verður haldið unglingalandsmót UMFÍ, svo lögreglan gerir ráð fyrir miklum fjölda manns á ferð um Norðurlandið næstu daga. Lögreglan vill einnig koma því áleiðis til ferðamanna að þeir sýni aðgát við akstur og gefi sér nægan tíma til ferðalaga.

Óásættanlegt að umsóknum sé hafnað
Hagsmunaráð framhaldsskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands telur það óásættanlegt að háskólar landsins hafi þurft að hafna 2.500 umsóknum um háskólanám fyrir komandi skólaár. Jafnvel þótt einn einstaklingur kunni að vera að baki fleiri en einni umsókn, sé ljóst að hlutfall þeirra sem hafnað er sé of hátt.

Íbúum af erlendum uppruna fækkar á Vestfjörðum
Íbúum á Vestfjörðum með erlent ríkisfang fækkaði um 6,7% frá árinu 2000 til 2005, eða úr 499 í 466.

4,1 milljarða hagnaður hjá Sjóvá
4,1 milljarða hagnaður var á rekstri Sjóvá vátrygginga og fjarfestingastarfsemi á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir skatta, samanborið við 1,7 milljarða hagnað á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Í tilkynningu frá Sjóvá segir að rekstrarkostnaður fyrirtækisins hafi lækkað um 30%. Halli á vátryggingarekstri félagsins að frádregnum fjárfestingartekjum nam 271 milljón á fyrstu sex mánuðum ársins en nam 1.116 milljónum á sama tímabili í fyrra.

Sigur rós spilar á Seyðisfirði
Tónleikaferð hljómsveitarinnar Sigur rósar um landið hefur fallið vel í kramið hjá landanum. Hljómsveitin hefur nú upplýst um næstu tónleika hljómsveitarinnar en þeir verða á Miðbæjartorginu á Seyðisfirði annað kvöld og munu hefjast klukkan 20. Þetta verða fimmtu tónleikar hljómsveitarinnar í ferð þeirra um landið en til stendur að þeir verði alls sjö talsins. Það á þó enn eftir að skýrast hvar þeir tveir síðastnefndu verða, en tónleikarnir eru tilkynntir með stuttum fyrirvara.

Dregur saman með Samfylkingunni og Vinstri grænum
Heldur dregur saman með Samfylkingunni og Vinstri grænum frá því í síðasta mánuði, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups.

Spá minni hagnaði
Fjármálasérfræðingar bankanna spá almennt minni hagnaði á síðari helmingi ársins, en á fyrri helmingi þess, sem sló öll met.