Erlent Nasdaq skoðar sölu á LSE-hlutum Stjórnendur Nasdaq hafa fengið heimild til þess að selja rúmlega þriðjungshlut sinn í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE). Markaðurinn festi sér hlutinn þegar það reyndi að yfirtaka rekstur LSE á síðasta ári. Nasdaq keppir um þessar mundir við kauphöllina í Dubai um kaup á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér. Viðskipti erlent 20.8.2007 09:24 Nýnasistar háværir í Danmörku Nýnasistar létu í sér heyra í Kolding í Danmörku í gær þar sem þeir minntust þess að tuttugu ár eru liðin frá nasistaforingjanum Rudolf Hess. Hundrað manns voru handteknir - fæstir af þeim þó nýnasistar. Leiðtogi þeirra var þó færður í járn fyrir að ráðast á laganna verði. Erlent 19.8.2007 18:18 Nakið fólk á jökli Mörg hundruð manns létu kuldann ekki á sig fá og beruðu sig í Svissnesku ölpunum í gær. Var það allt gert fyrir listina en þar var ljósmyndarinn Spencer Tunick mættur til að skapa listaverk með Grænfriðingum. Erlent 19.8.2007 12:26 Göngu nýnasista mótmælt Um hundrað manns voru handteknir þegar mikil ringulreið skapaðist í Kolding í Danmörku í gær. Nýnasistar höfðu safnast saman í miðborginni til að minnsta þess að 20 ár voru frá dauða nasistaforingjans Rudolfs Hess. Erlent 19.8.2007 12:19 Fellibylurinn Dean ógnar ríkjum Karíbahafsins Yfirvöld á Jamaíku búast við hinu versta nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyr á landið. Óttast er að bylurinn valdi miklum skemmdum og jafnvel manntjóni á eyjum á Karíbahafinu. Útgöngubann er nú í gildi á Jamaíku og búið að loka öllum flugvöllum. Erlent 19.8.2007 12:08 Fellibylurinn Dean nær landi á Jamaíku Jamaíkubúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean hefur náð landi þar. Vindhraði í verstu hviðum er rúmlega 60 metrar á sekúndu og því spáð að úrkoma mælist um 50 sentimetrar. Því er spáð að bylurinn nái mesta styrk þegar hann kemur á Mexíkóflóa. Erlent 19.8.2007 18:11 Líst illa á tilboð í Sainsbury’s Eitt stærsta verkalýðsfélag Bretlandseyja hvetur stjórn bresku verslunarkeðjunnar Sainsbury´s að hafna tilboði í keðjuna sem fjárfestingafélag frá Quatar hefur lagt fram. Það er konungsfjölskylda landsins sem stendur á bak við félagið, Delta Two. Viðskipti erlent 18.8.2007 13:37 HIV próf fyrir giftingu Pör sem ætla að gifta sig í nígerísku biskupakirkjunni verða fyrst að gangast undir HIV próf. Talsmenn kirkjunnar segja skilyrðið sett til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun áður en það gengur í hjónaband. Samkvæmt fréttavef BBC munu fleiri kristnar kirkjur í Nígeríu hafa svipaðar reglur. Erlent 17.8.2007 23:45 Handtökuskipun gefin út á dóttur Saddam Hussein Alþjóðalögregan Interpol hefur gefið út handtökuskipun á elstu dóttur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Raghad Saddam Hussein, sem flúði land þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak árið 2003, er meðal annars sökuð um hryðjuverk sem og önnur brot. Erlent 17.8.2007 20:33 Ítalskur bæjarstjóri borgar fyrir megrun Ítalskur bæjarstjóri beitir nýstárlegum aðferðum gegn offitu. Hann heitir allt að 70 þúsund íslenskum krónum til hvers íbúa bæjarins sem er of þungur, en tekst að koma sér í kjörþyngd - og halda sér þar. Erlent 17.8.2007 19:36 Fellibylurinn Dean skall á eyjar í Karabíska hafinu Fellibylur skall á eyjuna Sanktí Lúsíu og nágrannaeyjuna Martiník í Karabíska hafinu í dag með þeim afleiðingum að rafmagn fór af og tré féllu. Þetta er fyrsti fellibylur ársins sem fer um svæðið og hefur hann hlotið nafnið Dean. Erlent 17.8.2007 19:19 Afstæðiskenningin sögð afsönnuð Tveir þýskir vísindamenn segja að þeir hafi afsannað afstæðiskenningu Alberts Einstein með því að fara í gegnum ljósmúrinn. Afstæðiskenningin gengur í örstuttu og einfölduðu máli út á það að ekkert geti farið hraðar en ljósið undir nokkrum kringumstæðum. Ef maður færi hraðar en ljósið myndi maður samkvæmt kenningunni skrúfa tímann afturábak. Erlent 17.8.2007 16:05 Við erum komnir aftur -Vladimir Putin Vladimir Putin tilkynnti í dag að Rússar hefðu sent fjórtán langdrægar sprengjuflugvélar í eftirlitsflug langt útfyrir landamæri ríkisins. Orrustuþotur og eldsneytisvélar fylgdu þeim eftir. Forsetinn sagði að ákveðið hafi verið að hefja á ný langflug sprengjuflugvéla. Þær væru komnar til þess að vera. Putin lýsti þessu yfir á blaðamannafundi í tilefni af sameiginlegum heræfingum Rússa og Kínverja. Erlent 17.8.2007 14:26 Góð byrjun á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hækkaði við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir að seðlabanki landsins ákvað að koma til móts við niðursveiflu á mörkuðum með lækkun millibankavaxta. Viðskipti erlent 17.8.2007 13:38 Vextir lækkaðir í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna kom til móts við niðursveiflu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag með lækkun millibankavaxta upp á 50 punkta. Við það fara vextirnir úr 6,25 prósentum í 5,75 prósent. Viðskipti erlent 17.8.2007 12:24 Passaðu þig þegar þú segir það með blómum Leroy Greer er bílasali í Missouri City í Bandaríkjunum. Leroy er dálítið rómantískur. Hann sendi kærustunni sinni blómvönd og bangsa. Með korti þar sem sagði; "Vildi bara segja að ég elska þig." Ósköp sætt. Því miður sendi blómasalinn kvittunina heim til eiginkonu hans. Nú hefur Leroy höfðað mál gegn blómasalanum. Erlent 17.8.2007 11:43 Fangelsaðir fyrir að stofna stjórnmálaflokk Áfrýjunardómstóll í Vietnam mildaði í dag dóma yfir þrem mönnum sem voru sakaðir um að hafa dreift óhróðri um ríkisstjórnina og stofnað pólitískan flokk. Mennirnir höfðu verið dæmdir í fimm ára, fjögurra ára og þriggja ára fangelsi. Eitt ár var tekið af hverjum dómi. Erlent 17.8.2007 11:04 Nasdaq segir tilboð sitt betra Forsvarsmenn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hvetja hluthafa í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir að kauphöllin í Dubaí hafi lagt fram hærra yfirtökutilboð í norræna markaðinn í dag. Kauphöllin í Dubai ræður nú þegar yfir 25 prósentum af hlutafé OMX. Viðskipti erlent 17.8.2007 10:39 Vilja banna ungmennum að aka um helgar Norsku samtökin Trygg Trafikk eða Örugg umferð vilja setja margvíslegar hömlur á ökuréttindi yngstu ökumanna. Meðal annars banna þeim að aka um helgar og á kvöldin. Og að hafa farþega með sér í bílnum. Samtökin benda á að slíkar takmarkanir gildi þegar í Kanada. Þar hafi banaslysum ungmenna fækkað um 30-40 prósent. Erlent 17.8.2007 10:30 Vilja hætta við hækkun stýrivaxta Hagfræðingar hafa áhyggjur af því að hagvöxtur muni minnka á heimsvísu í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði sem hefur valdið usla á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði. Gangi það eftir mun fjármögnun verða erfiðari en áður. Bloomberg segir að evrópski seðlabankinn verði að falla frá hækkun stýrivaxta í næsta mánuði. Viðskipti erlent 17.8.2007 09:37 Hækkanir og lækkanir í Evrópu Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa tekið ágætlega við sér í kjölfar minni lækkana á Wall Street í gær en dagana á undan. Taugatitrings gætir hins vegar hjá asískum fjárfestum en Nikkei-vísitalan lækkaði um rúm 5,4 prósent við lokun markaða í Japan í morgun. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í sjö ár. Viðskipti erlent 17.8.2007 09:18 Minnst 500 látnir Minnst 500 manns týndu lífi og 1500 slösuðust í tveimur öflugum jarðskjálftum sem skóku Perú í nótt. Upptök skjálftans eru í Kyrrahafinu, suð-austur af höfuðborginni Líma. Flestir hinna látnu bjuggu í strandhéraðinu Ica. Erlent 16.8.2007 18:27 Enn þrengir að bandarískum fasteignamarkaði Samdrátturinn á bandarískum fasteignamarkaði hefur skilað sér í því að nýbyggingum hefur snarfækkað vestra og hafa þær ekki verið með minna móti í áratug. Útgáfa nýrra byggingarleyfa hefur ekki verið með minna móti í ellefu ár. Fjöldi byggingarleyfa þykir ágæt vísbending um komandi tíð, sem er ekki björt, að mati greinenda. Viðskipti erlent 16.8.2007 16:32 Trylltur á traktor Þýskur bóndi tók því illa þegar lögreglumenn stöðvuðu hann þar sem hann var að aka á þjóðvegi á traktor sínum. Bóndinn hafði ekki tilskilin ökuréttindi og hafði fengið margar viðvaranir. Nú þótti laganna vörðum nóg komið og skipuðu honum út úr traktornum. Bóndinn hélt nú ekki. Hann gaf í botn og þrusaði skrímslinu á næsta lögreglubíl. Framan á traktornum var vígalegur gaddalyftari. Erlent 16.8.2007 14:49 Fjölskyldum danskra hermanna hótað Íraskir hryðjuverkamenn hafa hlerað símtöl danskra hermanna við fjölskyldur sínar. Þeir hafa svo hringt í fjölskyldurnar og hótað þeim öllu illu, að sögn vefmiðilsins avisen.dk. Danskur sérfræðingur í sálfræðihernaði segir þetta hafa ótrúlega lamandi áhrif á hermennina. Varnarmálaráðuneytið vil ekki upplýsa um umfang þessara hótana. Erlent 16.8.2007 14:30 Stjórnlausir skógareldar í úthverfum Aþenu Gríðarlegir skógareldar hafa borist í úthverfi Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Þrjátíu metra háar eldsúlur hafa þegar brennt tugi húsa til kaldra kola. Sjóðheitir stormsveitir koma í veg fyrir að hægt sé að nota flugvélar við slökkvistarfið. Slökkviliðsmenn á jörðu niðri ráða ekkert við ástandið. Gríska veðurstofan segir að vindinn muni ekki lægja fyrr en seint í kvöld. Erlent 16.8.2007 14:22 Vísitölur niður í Bandaríkjunum Hlutabréfavísitölur lækkuðu í fyrstu viðskiptum dagsins á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Markaðirnir opnuðu fyrir nokkrum mínútum og virðist sem hrakspár fjárfesta um áframhaldandi niðursveiflu haldi áfram. Viðskipti erlent 16.8.2007 13:35 Ræningjar í djúpum Frú Chen sem býr í borginni Laoheku í Kína var að koma frá því að taka út peninga í bankanum sínum þegar tveir menn á skellinöðru renndu upp að henni. Þeir rifu af henni böggulinn sem hún hélt á undir hendinni. Erlent 16.8.2007 13:16 Fjárfestar reikna með frekari lækkun vestanhafs Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa sett sig í stellingar fyrir enn eina dýfuna á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag eftir að forsvarsmenn fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial Corporation, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki þar í landi, greindu frá því að þeir hefðu þurft að sækja í varasjóði sína vegna lausafjárskorts. Viðskipti erlent 16.8.2007 12:38 Andláts Elvis minnst Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Erlent 16.8.2007 12:13 « ‹ 64 65 66 67 68 69 70 71 72 … 334 ›
Nasdaq skoðar sölu á LSE-hlutum Stjórnendur Nasdaq hafa fengið heimild til þess að selja rúmlega þriðjungshlut sinn í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE). Markaðurinn festi sér hlutinn þegar það reyndi að yfirtaka rekstur LSE á síðasta ári. Nasdaq keppir um þessar mundir við kauphöllina í Dubai um kaup á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér. Viðskipti erlent 20.8.2007 09:24
Nýnasistar háværir í Danmörku Nýnasistar létu í sér heyra í Kolding í Danmörku í gær þar sem þeir minntust þess að tuttugu ár eru liðin frá nasistaforingjanum Rudolf Hess. Hundrað manns voru handteknir - fæstir af þeim þó nýnasistar. Leiðtogi þeirra var þó færður í járn fyrir að ráðast á laganna verði. Erlent 19.8.2007 18:18
Nakið fólk á jökli Mörg hundruð manns létu kuldann ekki á sig fá og beruðu sig í Svissnesku ölpunum í gær. Var það allt gert fyrir listina en þar var ljósmyndarinn Spencer Tunick mættur til að skapa listaverk með Grænfriðingum. Erlent 19.8.2007 12:26
Göngu nýnasista mótmælt Um hundrað manns voru handteknir þegar mikil ringulreið skapaðist í Kolding í Danmörku í gær. Nýnasistar höfðu safnast saman í miðborginni til að minnsta þess að 20 ár voru frá dauða nasistaforingjans Rudolfs Hess. Erlent 19.8.2007 12:19
Fellibylurinn Dean ógnar ríkjum Karíbahafsins Yfirvöld á Jamaíku búast við hinu versta nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyr á landið. Óttast er að bylurinn valdi miklum skemmdum og jafnvel manntjóni á eyjum á Karíbahafinu. Útgöngubann er nú í gildi á Jamaíku og búið að loka öllum flugvöllum. Erlent 19.8.2007 12:08
Fellibylurinn Dean nær landi á Jamaíku Jamaíkubúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean hefur náð landi þar. Vindhraði í verstu hviðum er rúmlega 60 metrar á sekúndu og því spáð að úrkoma mælist um 50 sentimetrar. Því er spáð að bylurinn nái mesta styrk þegar hann kemur á Mexíkóflóa. Erlent 19.8.2007 18:11
Líst illa á tilboð í Sainsbury’s Eitt stærsta verkalýðsfélag Bretlandseyja hvetur stjórn bresku verslunarkeðjunnar Sainsbury´s að hafna tilboði í keðjuna sem fjárfestingafélag frá Quatar hefur lagt fram. Það er konungsfjölskylda landsins sem stendur á bak við félagið, Delta Two. Viðskipti erlent 18.8.2007 13:37
HIV próf fyrir giftingu Pör sem ætla að gifta sig í nígerísku biskupakirkjunni verða fyrst að gangast undir HIV próf. Talsmenn kirkjunnar segja skilyrðið sett til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun áður en það gengur í hjónaband. Samkvæmt fréttavef BBC munu fleiri kristnar kirkjur í Nígeríu hafa svipaðar reglur. Erlent 17.8.2007 23:45
Handtökuskipun gefin út á dóttur Saddam Hussein Alþjóðalögregan Interpol hefur gefið út handtökuskipun á elstu dóttur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Raghad Saddam Hussein, sem flúði land þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak árið 2003, er meðal annars sökuð um hryðjuverk sem og önnur brot. Erlent 17.8.2007 20:33
Ítalskur bæjarstjóri borgar fyrir megrun Ítalskur bæjarstjóri beitir nýstárlegum aðferðum gegn offitu. Hann heitir allt að 70 þúsund íslenskum krónum til hvers íbúa bæjarins sem er of þungur, en tekst að koma sér í kjörþyngd - og halda sér þar. Erlent 17.8.2007 19:36
Fellibylurinn Dean skall á eyjar í Karabíska hafinu Fellibylur skall á eyjuna Sanktí Lúsíu og nágrannaeyjuna Martiník í Karabíska hafinu í dag með þeim afleiðingum að rafmagn fór af og tré féllu. Þetta er fyrsti fellibylur ársins sem fer um svæðið og hefur hann hlotið nafnið Dean. Erlent 17.8.2007 19:19
Afstæðiskenningin sögð afsönnuð Tveir þýskir vísindamenn segja að þeir hafi afsannað afstæðiskenningu Alberts Einstein með því að fara í gegnum ljósmúrinn. Afstæðiskenningin gengur í örstuttu og einfölduðu máli út á það að ekkert geti farið hraðar en ljósið undir nokkrum kringumstæðum. Ef maður færi hraðar en ljósið myndi maður samkvæmt kenningunni skrúfa tímann afturábak. Erlent 17.8.2007 16:05
Við erum komnir aftur -Vladimir Putin Vladimir Putin tilkynnti í dag að Rússar hefðu sent fjórtán langdrægar sprengjuflugvélar í eftirlitsflug langt útfyrir landamæri ríkisins. Orrustuþotur og eldsneytisvélar fylgdu þeim eftir. Forsetinn sagði að ákveðið hafi verið að hefja á ný langflug sprengjuflugvéla. Þær væru komnar til þess að vera. Putin lýsti þessu yfir á blaðamannafundi í tilefni af sameiginlegum heræfingum Rússa og Kínverja. Erlent 17.8.2007 14:26
Góð byrjun á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hækkaði við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir að seðlabanki landsins ákvað að koma til móts við niðursveiflu á mörkuðum með lækkun millibankavaxta. Viðskipti erlent 17.8.2007 13:38
Vextir lækkaðir í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna kom til móts við niðursveiflu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag með lækkun millibankavaxta upp á 50 punkta. Við það fara vextirnir úr 6,25 prósentum í 5,75 prósent. Viðskipti erlent 17.8.2007 12:24
Passaðu þig þegar þú segir það með blómum Leroy Greer er bílasali í Missouri City í Bandaríkjunum. Leroy er dálítið rómantískur. Hann sendi kærustunni sinni blómvönd og bangsa. Með korti þar sem sagði; "Vildi bara segja að ég elska þig." Ósköp sætt. Því miður sendi blómasalinn kvittunina heim til eiginkonu hans. Nú hefur Leroy höfðað mál gegn blómasalanum. Erlent 17.8.2007 11:43
Fangelsaðir fyrir að stofna stjórnmálaflokk Áfrýjunardómstóll í Vietnam mildaði í dag dóma yfir þrem mönnum sem voru sakaðir um að hafa dreift óhróðri um ríkisstjórnina og stofnað pólitískan flokk. Mennirnir höfðu verið dæmdir í fimm ára, fjögurra ára og þriggja ára fangelsi. Eitt ár var tekið af hverjum dómi. Erlent 17.8.2007 11:04
Nasdaq segir tilboð sitt betra Forsvarsmenn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hvetja hluthafa í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir að kauphöllin í Dubaí hafi lagt fram hærra yfirtökutilboð í norræna markaðinn í dag. Kauphöllin í Dubai ræður nú þegar yfir 25 prósentum af hlutafé OMX. Viðskipti erlent 17.8.2007 10:39
Vilja banna ungmennum að aka um helgar Norsku samtökin Trygg Trafikk eða Örugg umferð vilja setja margvíslegar hömlur á ökuréttindi yngstu ökumanna. Meðal annars banna þeim að aka um helgar og á kvöldin. Og að hafa farþega með sér í bílnum. Samtökin benda á að slíkar takmarkanir gildi þegar í Kanada. Þar hafi banaslysum ungmenna fækkað um 30-40 prósent. Erlent 17.8.2007 10:30
Vilja hætta við hækkun stýrivaxta Hagfræðingar hafa áhyggjur af því að hagvöxtur muni minnka á heimsvísu í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði sem hefur valdið usla á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði. Gangi það eftir mun fjármögnun verða erfiðari en áður. Bloomberg segir að evrópski seðlabankinn verði að falla frá hækkun stýrivaxta í næsta mánuði. Viðskipti erlent 17.8.2007 09:37
Hækkanir og lækkanir í Evrópu Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa tekið ágætlega við sér í kjölfar minni lækkana á Wall Street í gær en dagana á undan. Taugatitrings gætir hins vegar hjá asískum fjárfestum en Nikkei-vísitalan lækkaði um rúm 5,4 prósent við lokun markaða í Japan í morgun. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í sjö ár. Viðskipti erlent 17.8.2007 09:18
Minnst 500 látnir Minnst 500 manns týndu lífi og 1500 slösuðust í tveimur öflugum jarðskjálftum sem skóku Perú í nótt. Upptök skjálftans eru í Kyrrahafinu, suð-austur af höfuðborginni Líma. Flestir hinna látnu bjuggu í strandhéraðinu Ica. Erlent 16.8.2007 18:27
Enn þrengir að bandarískum fasteignamarkaði Samdrátturinn á bandarískum fasteignamarkaði hefur skilað sér í því að nýbyggingum hefur snarfækkað vestra og hafa þær ekki verið með minna móti í áratug. Útgáfa nýrra byggingarleyfa hefur ekki verið með minna móti í ellefu ár. Fjöldi byggingarleyfa þykir ágæt vísbending um komandi tíð, sem er ekki björt, að mati greinenda. Viðskipti erlent 16.8.2007 16:32
Trylltur á traktor Þýskur bóndi tók því illa þegar lögreglumenn stöðvuðu hann þar sem hann var að aka á þjóðvegi á traktor sínum. Bóndinn hafði ekki tilskilin ökuréttindi og hafði fengið margar viðvaranir. Nú þótti laganna vörðum nóg komið og skipuðu honum út úr traktornum. Bóndinn hélt nú ekki. Hann gaf í botn og þrusaði skrímslinu á næsta lögreglubíl. Framan á traktornum var vígalegur gaddalyftari. Erlent 16.8.2007 14:49
Fjölskyldum danskra hermanna hótað Íraskir hryðjuverkamenn hafa hlerað símtöl danskra hermanna við fjölskyldur sínar. Þeir hafa svo hringt í fjölskyldurnar og hótað þeim öllu illu, að sögn vefmiðilsins avisen.dk. Danskur sérfræðingur í sálfræðihernaði segir þetta hafa ótrúlega lamandi áhrif á hermennina. Varnarmálaráðuneytið vil ekki upplýsa um umfang þessara hótana. Erlent 16.8.2007 14:30
Stjórnlausir skógareldar í úthverfum Aþenu Gríðarlegir skógareldar hafa borist í úthverfi Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Þrjátíu metra háar eldsúlur hafa þegar brennt tugi húsa til kaldra kola. Sjóðheitir stormsveitir koma í veg fyrir að hægt sé að nota flugvélar við slökkvistarfið. Slökkviliðsmenn á jörðu niðri ráða ekkert við ástandið. Gríska veðurstofan segir að vindinn muni ekki lægja fyrr en seint í kvöld. Erlent 16.8.2007 14:22
Vísitölur niður í Bandaríkjunum Hlutabréfavísitölur lækkuðu í fyrstu viðskiptum dagsins á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Markaðirnir opnuðu fyrir nokkrum mínútum og virðist sem hrakspár fjárfesta um áframhaldandi niðursveiflu haldi áfram. Viðskipti erlent 16.8.2007 13:35
Ræningjar í djúpum Frú Chen sem býr í borginni Laoheku í Kína var að koma frá því að taka út peninga í bankanum sínum þegar tveir menn á skellinöðru renndu upp að henni. Þeir rifu af henni böggulinn sem hún hélt á undir hendinni. Erlent 16.8.2007 13:16
Fjárfestar reikna með frekari lækkun vestanhafs Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa sett sig í stellingar fyrir enn eina dýfuna á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag eftir að forsvarsmenn fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial Corporation, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki þar í landi, greindu frá því að þeir hefðu þurft að sækja í varasjóði sína vegna lausafjárskorts. Viðskipti erlent 16.8.2007 12:38
Andláts Elvis minnst Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Erlent 16.8.2007 12:13
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent